Nær aldrei bæst við fleiri íbúðir en í fyrra Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2022 16:11 Framboð íbúða hefur snarlækkað undanfarin misseri. Vísir/Vilhelm Mikill fjöldi íbúða bættist við húsnæðisstofn höfuðborgarsvæðisins í fyrra og fjölgar íbúðum í byggingu, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Þó er óvist hvort framboðsaukningin sé næg miðað við núverandi aðstæður þar sem eftirspurn er mikil. Í fyrra bættust 2.192 nýjar íbúðir við húsnæðisstofn höfuðborgarsvæðisins. Um er að ræða fækkun upp á 355 íbúðir milli ára en á árinu 2020 bættust 2.547 nýjar íbúðir við húsnæðisstofninn. Var það mesti fjöldi sem sést hefur á einu ári frá upphafi gagnasöfnunar hjá Þjóðskrá. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans en aðeins tvisvar hafa fleiri íbúðir bæst við stofninn en í fyrra, eða árin 2007 og 2020. Að jafnaði hafa um 1.300 nýjar íbúðir bæst við markaðinn á hverju ári. Framboð þurfi að vera tryggt Um síðustu áramót voru alls 3.181 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu, 2.659 í fjölbýli og 522 í sérbýli. Að sögn hagfræðideildarinnar er um að ræða aukningu upp á 567 íbúðir milli ára, eða 22%. Því megi reikna með að áfram komi talsvert af nýjum íbúðum inn á markaðinn í ár. „Þrátt fyrir það er spenna mikil á fasteignamarkaði og framboð virðist treglega geta mætt aukinni eftirspurn vegna lægri vaxta og breyttra aðstæðna í samfélaginu vegna faraldursins. Það er viðbúið að sú eftirspurn dragist saman eftir því sem vextir hækka, en þrátt fyrir það þarf framboðið að vera tryggt, ekki síst vegna örari fólksflutninga til landsins,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Að sögn Hagfræðideildar bankans má gera ráð fyrir áframhaldandi fjölgun íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt sé að uppbygging sé stöðug og jöfn þar sem mikill fjöldi fólks flytji nú til landsins og skapi þrýsting á húsnæðismarkað. Mest er um að ræða erlenda ríkisborgara sem koma hingað til starfa. „Sú mikla eftirspurn sem hefur ríkt eftir íbúðum til kaupa síðustu misseri vegna lágra vaxta og skorts á öðrum fjárfestingarkostum gæti þó farið dvínandi eftir því sem vextir hækka. Því er mikilvægt að ekki séu byggðar íbúðir með það að leiðarljósi að sú eftirspurn haldist áfram jafn sterk.“ Fasteignamarkaður Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Í fyrra bættust 2.192 nýjar íbúðir við húsnæðisstofn höfuðborgarsvæðisins. Um er að ræða fækkun upp á 355 íbúðir milli ára en á árinu 2020 bættust 2.547 nýjar íbúðir við húsnæðisstofninn. Var það mesti fjöldi sem sést hefur á einu ári frá upphafi gagnasöfnunar hjá Þjóðskrá. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans en aðeins tvisvar hafa fleiri íbúðir bæst við stofninn en í fyrra, eða árin 2007 og 2020. Að jafnaði hafa um 1.300 nýjar íbúðir bæst við markaðinn á hverju ári. Framboð þurfi að vera tryggt Um síðustu áramót voru alls 3.181 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu, 2.659 í fjölbýli og 522 í sérbýli. Að sögn hagfræðideildarinnar er um að ræða aukningu upp á 567 íbúðir milli ára, eða 22%. Því megi reikna með að áfram komi talsvert af nýjum íbúðum inn á markaðinn í ár. „Þrátt fyrir það er spenna mikil á fasteignamarkaði og framboð virðist treglega geta mætt aukinni eftirspurn vegna lægri vaxta og breyttra aðstæðna í samfélaginu vegna faraldursins. Það er viðbúið að sú eftirspurn dragist saman eftir því sem vextir hækka, en þrátt fyrir það þarf framboðið að vera tryggt, ekki síst vegna örari fólksflutninga til landsins,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Að sögn Hagfræðideildar bankans má gera ráð fyrir áframhaldandi fjölgun íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt sé að uppbygging sé stöðug og jöfn þar sem mikill fjöldi fólks flytji nú til landsins og skapi þrýsting á húsnæðismarkað. Mest er um að ræða erlenda ríkisborgara sem koma hingað til starfa. „Sú mikla eftirspurn sem hefur ríkt eftir íbúðum til kaupa síðustu misseri vegna lágra vaxta og skorts á öðrum fjárfestingarkostum gæti þó farið dvínandi eftir því sem vextir hækka. Því er mikilvægt að ekki séu byggðar íbúðir með það að leiðarljósi að sú eftirspurn haldist áfram jafn sterk.“
Fasteignamarkaður Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira