Bruno blæs á sögur um óeiningu innan United: „Vinnum saman og töpum saman“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. febrúar 2022 22:30 Manchester United v Southampton - Premier League MANCHESTER, ENGLAND - FEBRUARY 12: Diogo Dalot, Bruno Fernandes and Harry Maguire of Manchester United after the Premier League match between Manchester United and Southampton at Old Trafford on February 12, 2022 in Manchester, United Kingdom. (Photo by Visionhaus/Getty Images) Upp á síðkastið hafa margar sögur af óeiningu innan veggja búningsklefa Manchester United verið á kreiki. Leikmenn liðsins hafa þó stigið fram einn af öðrum og blásið á þær sögusagnir, en Bruno Fernandes gerði einmitt það í dag. Á dögunum birtust fregnir af því að Harry Maguire og Cristiano Ronaldo ættu í eins konar valdabaráttu og væru að rífast um fyrirliðabandið. Ralf Rangnick, bráðabirgastjóri United, sem og Magure sjálfur hafa þó sagt þær fréttir algjört kjaftæði. Nú hefur Bruno Fernandes bæst í hóp þeirra sem segja sögusagnirnar ekki vera neitt annað an nákvæmlega það, sögusagnir. Hann segir að fagnaðarlæti liðsins í leiknum gegn Leeds um helgina sýni samheldið lið. „Í hreinskilni sagt er þetta bara fólk að kvarta og reyna að búa til sögur um klúbbinn,“ sagði Bruno. „Ég veit ekki alveg hvað fólk á við með þessu. Þegar Harry [Maguire] skoraði á móti Leeds sá ég Paul [Pogba] taka sprettinn á eftir honum og renna sér á hnjánum. Hann var virkilega glaður fyrir hans hönd. Ég sló á hausinn á honum og sagði að loksins hefði hann skorað með þessu stóra höfði.“ „Við vitum að þegar fólk talar um félagið eða leikmenn innan félagsins þá fer það út um allan heim og það er það sem þeir vilja.“ Bruno segir að þrátt fyrir þessar sögur sem hafa verið á kreiki láti leikmenn liðsins það ekki á sig fá. „Fyrir okkur er þetta ekki neitt. Ef við höldum okkur við okkar skipulag og stöndum saman þá er það það sem skiptir máli. Við vinnum saman og töpum saman,“ sagði Portúgalinn að lokum. Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira
Á dögunum birtust fregnir af því að Harry Maguire og Cristiano Ronaldo ættu í eins konar valdabaráttu og væru að rífast um fyrirliðabandið. Ralf Rangnick, bráðabirgastjóri United, sem og Magure sjálfur hafa þó sagt þær fréttir algjört kjaftæði. Nú hefur Bruno Fernandes bæst í hóp þeirra sem segja sögusagnirnar ekki vera neitt annað an nákvæmlega það, sögusagnir. Hann segir að fagnaðarlæti liðsins í leiknum gegn Leeds um helgina sýni samheldið lið. „Í hreinskilni sagt er þetta bara fólk að kvarta og reyna að búa til sögur um klúbbinn,“ sagði Bruno. „Ég veit ekki alveg hvað fólk á við með þessu. Þegar Harry [Maguire] skoraði á móti Leeds sá ég Paul [Pogba] taka sprettinn á eftir honum og renna sér á hnjánum. Hann var virkilega glaður fyrir hans hönd. Ég sló á hausinn á honum og sagði að loksins hefði hann skorað með þessu stóra höfði.“ „Við vitum að þegar fólk talar um félagið eða leikmenn innan félagsins þá fer það út um allan heim og það er það sem þeir vilja.“ Bruno segir að þrátt fyrir þessar sögur sem hafa verið á kreiki láti leikmenn liðsins það ekki á sig fá. „Fyrir okkur er þetta ekki neitt. Ef við höldum okkur við okkar skipulag og stöndum saman þá er það það sem skiptir máli. Við vinnum saman og töpum saman,“ sagði Portúgalinn að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira