Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 57 - 96 Haukar | Haukar hefndu fyrir tapið Árni Jóhannsson skrifar 23. febrúar 2022 20:45 vísir/bára Leikur Breiðabliks og Hauka var spennandi framan af fyrsta fjórðung þegar liðin mættust í Subway deild kvenna í körfuknattleik fyrr í kvöld í Smáranum í Kópavogi. Haukar náðu þó tökum á leiknum og sigldu svo öruggum 39 stiga sigri heim í síðari hálfleik 57-96. Báðum liðum gekk brösulega að skora á fyrstu mínútum leiksins og þannig hélst örlítið spenna í leiknum en þegar rúmar sjö mínútur voru liðnar af leikhlutanum var staðan 11-12 en þá náðu Haukar tökum á leiknum. Þær skoruðu sex síðustu stig leikhlutans og lukum honum með sjö stiga forskot 11-18. Bjarni Magnússon hafði tekið leikhlé þegar þrjár mínútur voru eftir og eftir það náðu Haukar upp ákafa í vörn sinni og náðu að stela boltanum oft og setja stig á töfluna til að auka muninn. Haukar héldu tökum sínum á leiknum í öðrum leikhluta og bættu örlítið í. Varnarleikurinn var góður og sóknarleikurinn varð betri þegar á leið. Unnu gestirnir leikhlutann 24-17 og gengið var til búningsherbergja í stöðunni 41-28 fyrir Hauka. 10 af 11 leikmönnum Hauka voru komnar á blað á þessum tímapunkti. Haukakonur komu síðan út mikið ákafari í seinni hálfleik. Þær urðu grimmari í varnarleik sínum og náðu að auka hraðann á sínum leik og skapa sér þannig auðveldar körfur. Blikar aftur á móti misstu dampinn og þegar skotin neituðu hreinlega að fara ofan þá dró úr sjálfstrausti þeirra og skoruðu þær ekki nema 9 stig í þriðja leikhluta. Haukar hinsvegar skoruðu 28 stig og var leiknum lokið þó svo að einn fjórðungur væri eftir. Staðan 37-69 fyrir gestina og sigurinn ekki í hættu. Fjórði leikhluti gekk síðan sinn vanagang en manni fannst eins og pressan væri af Blikum sem náðu að setja nokkur skot niður en ekki nærrum því nóg til að ógna forskoti gestanna að einhverju viti. Haukar náðu síðan undir lokin að bæta örlítið í og að lokum vinna leikinn 57-96. Afhverju unnu Haukar? Þær eru betur mannaðra körfuboltalið heldur en Breiðablik á þessum tímapunkti og ekki bætir það ástandið hjá Blikum þegar erlenda leikmanninn vantar. Haukar voru ekki nægilega orkumiklar að eigin sögn í fyrri hálfleik en þegar þær náðu að setja kraft í sinn leik þá var ekki spurning um hvoru megin sigurinn myndi enda. Vörn þeirra í þriðja leikhluta skóp sigurinn en eins og oft áður þá fylgir góður sóknarleikur í kjölfarið ef lið ná að stöðva andstæðing sinn í sínum aðgerðum. Bestar á vellinum? Eins og ég nefndi að ofan þá komust allar nema ein Haukakona á blað í kvöld þannig að framlagið kom úr mörgum áttum. Stigahæst var Sólrún Inga Gísladóttirsem skilaði 19 stigum en framlagshæst var Helena Sverrisdóttir sem var með 26 framlagspunkta. Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði einni 18 stig. Hjá Blikum var það Þórdís Jóna Kristjánsdóttir sem var stigahæst með 19 stig en þær fjóru sem komust á blað hjá Breiðablik skoruðu allar yfir 10 stig. Hvað næst? Blikar fara fá Fjölniskonur í heimsókn í næstu umferð en þar er aftur um erfiðan andstæðing að ræða fyrir Blika. Haukar fara í Ljónagryfjuna í Njarðvík og máta sig við toppliðið en metnaður Haukar hlýtur að vera að skáka þeim. „Við þurfum að finna jafnvægi í leik okkar“ Bjarni MagnússonVísir/Bára Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var að vonum kátur með úrslitin í leik Breiðabliks og Hauka enda var sigurinn sannfærandi. Hann var spurður að því hvort varnarleikurinn í þriðja leikhluta hafi skilað þessu fyrir sínar konur. „Jú við töluðum um það í hálfleik að við værum ekki að ná upp orku í leiknum. Það var eina sem við fórum yfir í hálfleik. Það er varnarleikurinn og svo að við ætluðum að koma boltanum inn í teig meira. Við vorum ekki að gera það í fyrri hálfleik en í þeim seinni náðum við að skapa sóknarleikinn okkar betur með því að fá boltann inn í teiginn. Gerðum það vel, hlupum völlinn aðeins betur og náðum að skilja við Blika fljótlega í þriðja leikhluta.“ Umræðan í körfubolta heiminum hérlendis hefur verið á þann veg að þegar lið sjá að mikilvæga leikmenn vantar hjá andstæðingnum þá slaknar örlítið á ákafanum sem þarf til að spila körfubolta. Bjarni var spurður að því hvort það væri tilfellið í dag en það vantaði Michaela Lynn Kelly í lið Blika en hún er víst í banni frá því að spila samkvæmt umboðsmanni hennar. „Það bara gerist. Þó leikmenn ætli sér það ekki en það gerist ósjálfrátt að orkustigið sígur aðeins niður þegar við sjáum að það vantar erlenda leikmanninn hjá þeim. Við vorum bara ánægð með, sérstaklega í seinni hálfleik, að við náðum að rífa okkur aðeins af stað. Orkustigið var betra, við hlupum völlinn betur, spiluðu betri vörn og framkvæmdum sóknarleikinn betur.“ Að lokum var Bjarni spurður að því hvort hann hafi lært eitthvað um lið sitt fyrir lokaátökin í deildarkeppninni. „Þetta er það sem við vitum um liðið og talað um. Því miður erum við ekki með margar æfingar á milli leikja en þegar við erum að hitta vel úr þristum þá er erfitt að eiga við okkur en þegar það gengur illa þá gengur okkur illa. Við þurfum að finna jafnvægi í leik okkar inn og út. Það gekk vel í dag og við þurfum að halda áfram að vinna í því.“ Subway-deild kvenna Breiðablik Haukar
Leikur Breiðabliks og Hauka var spennandi framan af fyrsta fjórðung þegar liðin mættust í Subway deild kvenna í körfuknattleik fyrr í kvöld í Smáranum í Kópavogi. Haukar náðu þó tökum á leiknum og sigldu svo öruggum 39 stiga sigri heim í síðari hálfleik 57-96. Báðum liðum gekk brösulega að skora á fyrstu mínútum leiksins og þannig hélst örlítið spenna í leiknum en þegar rúmar sjö mínútur voru liðnar af leikhlutanum var staðan 11-12 en þá náðu Haukar tökum á leiknum. Þær skoruðu sex síðustu stig leikhlutans og lukum honum með sjö stiga forskot 11-18. Bjarni Magnússon hafði tekið leikhlé þegar þrjár mínútur voru eftir og eftir það náðu Haukar upp ákafa í vörn sinni og náðu að stela boltanum oft og setja stig á töfluna til að auka muninn. Haukar héldu tökum sínum á leiknum í öðrum leikhluta og bættu örlítið í. Varnarleikurinn var góður og sóknarleikurinn varð betri þegar á leið. Unnu gestirnir leikhlutann 24-17 og gengið var til búningsherbergja í stöðunni 41-28 fyrir Hauka. 10 af 11 leikmönnum Hauka voru komnar á blað á þessum tímapunkti. Haukakonur komu síðan út mikið ákafari í seinni hálfleik. Þær urðu grimmari í varnarleik sínum og náðu að auka hraðann á sínum leik og skapa sér þannig auðveldar körfur. Blikar aftur á móti misstu dampinn og þegar skotin neituðu hreinlega að fara ofan þá dró úr sjálfstrausti þeirra og skoruðu þær ekki nema 9 stig í þriðja leikhluta. Haukar hinsvegar skoruðu 28 stig og var leiknum lokið þó svo að einn fjórðungur væri eftir. Staðan 37-69 fyrir gestina og sigurinn ekki í hættu. Fjórði leikhluti gekk síðan sinn vanagang en manni fannst eins og pressan væri af Blikum sem náðu að setja nokkur skot niður en ekki nærrum því nóg til að ógna forskoti gestanna að einhverju viti. Haukar náðu síðan undir lokin að bæta örlítið í og að lokum vinna leikinn 57-96. Afhverju unnu Haukar? Þær eru betur mannaðra körfuboltalið heldur en Breiðablik á þessum tímapunkti og ekki bætir það ástandið hjá Blikum þegar erlenda leikmanninn vantar. Haukar voru ekki nægilega orkumiklar að eigin sögn í fyrri hálfleik en þegar þær náðu að setja kraft í sinn leik þá var ekki spurning um hvoru megin sigurinn myndi enda. Vörn þeirra í þriðja leikhluta skóp sigurinn en eins og oft áður þá fylgir góður sóknarleikur í kjölfarið ef lið ná að stöðva andstæðing sinn í sínum aðgerðum. Bestar á vellinum? Eins og ég nefndi að ofan þá komust allar nema ein Haukakona á blað í kvöld þannig að framlagið kom úr mörgum áttum. Stigahæst var Sólrún Inga Gísladóttirsem skilaði 19 stigum en framlagshæst var Helena Sverrisdóttir sem var með 26 framlagspunkta. Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði einni 18 stig. Hjá Blikum var það Þórdís Jóna Kristjánsdóttir sem var stigahæst með 19 stig en þær fjóru sem komust á blað hjá Breiðablik skoruðu allar yfir 10 stig. Hvað næst? Blikar fara fá Fjölniskonur í heimsókn í næstu umferð en þar er aftur um erfiðan andstæðing að ræða fyrir Blika. Haukar fara í Ljónagryfjuna í Njarðvík og máta sig við toppliðið en metnaður Haukar hlýtur að vera að skáka þeim. „Við þurfum að finna jafnvægi í leik okkar“ Bjarni MagnússonVísir/Bára Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var að vonum kátur með úrslitin í leik Breiðabliks og Hauka enda var sigurinn sannfærandi. Hann var spurður að því hvort varnarleikurinn í þriðja leikhluta hafi skilað þessu fyrir sínar konur. „Jú við töluðum um það í hálfleik að við værum ekki að ná upp orku í leiknum. Það var eina sem við fórum yfir í hálfleik. Það er varnarleikurinn og svo að við ætluðum að koma boltanum inn í teig meira. Við vorum ekki að gera það í fyrri hálfleik en í þeim seinni náðum við að skapa sóknarleikinn okkar betur með því að fá boltann inn í teiginn. Gerðum það vel, hlupum völlinn aðeins betur og náðum að skilja við Blika fljótlega í þriðja leikhluta.“ Umræðan í körfubolta heiminum hérlendis hefur verið á þann veg að þegar lið sjá að mikilvæga leikmenn vantar hjá andstæðingnum þá slaknar örlítið á ákafanum sem þarf til að spila körfubolta. Bjarni var spurður að því hvort það væri tilfellið í dag en það vantaði Michaela Lynn Kelly í lið Blika en hún er víst í banni frá því að spila samkvæmt umboðsmanni hennar. „Það bara gerist. Þó leikmenn ætli sér það ekki en það gerist ósjálfrátt að orkustigið sígur aðeins niður þegar við sjáum að það vantar erlenda leikmanninn hjá þeim. Við vorum bara ánægð með, sérstaklega í seinni hálfleik, að við náðum að rífa okkur aðeins af stað. Orkustigið var betra, við hlupum völlinn betur, spiluðu betri vörn og framkvæmdum sóknarleikinn betur.“ Að lokum var Bjarni spurður að því hvort hann hafi lært eitthvað um lið sitt fyrir lokaátökin í deildarkeppninni. „Þetta er það sem við vitum um liðið og talað um. Því miður erum við ekki með margar æfingar á milli leikja en þegar við erum að hitta vel úr þristum þá er erfitt að eiga við okkur en þegar það gengur illa þá gengur okkur illa. Við þurfum að finna jafnvægi í leik okkar inn og út. Það gekk vel í dag og við þurfum að halda áfram að vinna í því.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti