Lögmaður Aðalsteins: Fjarstæðukennt að blaðamenn hafi gerst sekir um kynferðisbrot með því að skoða efni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. febrúar 2022 23:00 Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns, sagði eitthvað meira búa undir en fram kom í greinagerð lögreglu. Tekist var á um meint brot blaðamanna í tengslum við umfjöllun um hina svokölluðu Skæruliðadeild Samherja í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Tíðindamaður Vísis var á vettvangi og færði til bókar það helsta. Saksóknari telur ljóst að blaðamennirnir hafi gerst sekir um stafrænt kynferðisbrot en lögmaður blaðamanns segir hann ekki hafa séð umrætt efni og kenningu lögreglu líkjast samsæriskenningu. Í greinagerð Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra kemur fram að lögregla rannsaki kynferðisbrot gegn Páli Steingrímssyni, skipstjóra Samherja, þar sem kynferðislegt efni hafi verið að finna á síma hans sem fjölmiðlar fengu í hendurnar. Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, er meðal þeirra sem eru með réttarstöðu sakbornings í málinu og hafa verið kallaðir til skýrslutöku, en lögmaður Aðalsteins, Gunnar Ingi Jóhannsson, sagði fyrir dómi í dag að kenning lögreglu líktist helst samsæriskenningu. „Skjólstæðingur minn veit manna best hvað hann gerði og hvað ekki,“ sagði Gunnar Ingi og bætti við að lögregla hefði engar sannanir fyrir því að efninu hafi verið dreift milli fjölmiðlamanna. Þá hefði málið ekkert að gera með kynlífsmyndbönd heldur væri um þöggunaraðferðir að ræða. Í greinagerðinni kemur einnig fram að lögregla telji sig hafa fengið játningu frá einstaklingi tengdum Páli þar sem viðkomandi gengst við því að hafa dreift efni úr síma Páls til fjölmiðla í fyrra. Væru ekki hér ef gögnin hefðu bara verið afrituð Eyþór Þorbergsson, saksóknari hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, sagði málið þó ekki snúast um kynlífsefni á síma Páls heldur það að fjölmiðlamenn hefðu afritað símann. Í upphafi hafi rannsókn lögreglu snúið að líkamsárás eða byrlun þess sem tók símann ófrjálsri hendi en síðar kom í ljós að kynferðislegt efni væri að finna á símanum. „Ef það er ekki stafrænt brot að skoða svoleiðis efni, eða hugsanlega skoða það, þá veit ég ekki hvað stafrænt kynferðisofbeldi er. Ég er nánast fullviss um að Alþingi hefur ekki ætlað að undanskilja miðaldra karlmenn frá vernd stafræns kynferðisofbeldis,“ sagði Eyþór fyrir dómi í dag. Þá vísaði hann til þess sem fram kom í skýrslutöku heimildarmannsins um að hann hafi afhent tveimur ónafngreindum fjölmiðlamönnum símann sjálfan. Það hefði verið tvennt ólíkt að fá afrituð gögn afhend og að fá síma afhendan með öllum gögnum þar inni. Ef að blaðamennirnir hefðu bara fengið gögnin afhend þá væru þeir líklega ekki með stöðu sakbornings að sögn Eyþórs. „Ef gögn eru þess eðlis að þau séu mikilvæg fyrir almenning að vita um, þá get ég fallist á það að fjölmiðamenn hafi rétt á að taka við þeim og birta upplýsingar en ég mun aldrei fallast á það og vonandi enginn af okkur fallist á það einhver fái veiðirétt á símtækin okkar,“ sagði Eyþór og bætti við að kröfur til blaðamanna ættu aldrei að vera minni en til lögreglu þegar kemur að upplýsingaöflun. Tilgangur rannsóknarinnar hafi verið að veita blaðamönnum lexíu Gunnar Ingi gagnrýndi í kjölfarið málflutning Eyþórs og sagði ræðu hans afhjúpandi um hvað lögreglu gengi til í málinu. „Tilgangur rannsóknarinnar er að veita blaðamönnum lexíu. Málið var kallað ógeðfellt en hvað er ógeðfellt við störf míns umbjóðanda að skrifa fréttir um Skæruliðadeild Samherja, því það er það sem hann gerði og það er það sem lögreglu finnst ógeðfellt,“ sagði Gunnar og vísaði til þess að það hafi verið tengd atvik, milli Páls og eiginkonu hans, sem hafi í raun verið ógeðfelld. Þá sagði hann mörgum spurningum enn ósvarað í málinu, til að mynda hvers vegna lögregla sé að rannsaka kynlífsmyndbönd á símanum þegar það hefur ekki verið kært. „Það er eitthvað meira sem býr undir í því samhengi að lögregla reyni að finna eitthvað á blaðamenn. Bara það að skoða efnið í símanum, hafi blaðamenn gert það, sé starfænt kynferðisofbeldi er fjarstæðukennt,“ sagði Gunnar. Að lokum vísaði hann til þeirra fullyrðinga Aðalsteins um að hann hafi fengið gögnin útprentuð og sagði fullyrðingar Eyþórs um að réttur fjölmiðla mætti aldrei vera meiri en lögreglu ekki við hæfi. „Og því spyr ég: Af hverju erum við hér? Staða fjölmiðla og lögreglu eru gerólík og þessir aðilar hafa ólík hlutverk í samfélaginu. Því er tilgangslaust að bera þessa tvo aðila saman.“ „Þessi tilraun lögreglunnar er ólögmæt og haldlaus og hana ber að stöðva strax,“ sagði Gunnar Ingi. Lögregla þurfi að rannsaka allar tilkynningar Gunnar Ingi fór fram á það að skýrslutaka yfir Aðalsteini færi ekki fram þar sem hún væri ólögmæt og sagði lögreglu ekki hafa neina staðfestingu eða sönnun um að kynferðislegu efni hafi verið dreift meðal fjölmiðla. Eyþór hafnaði því að lögregla þurfi rökstuddan grun um meint brot til að rannsókn geti hafist og vísaði til þess að lögregla þurfi að rannsaka allar tilkynningar um brot, óháð því hvort um blaðamenn eða aðra sé að ræða. Þá eigi vernd heimildarmanna ekki við í þessu máli þar sem það liggur fyrir hvaðan heimildin kom, það er frá einstaklinginum sem tók síma Páls og kom honum í hendur blaðamanna. Þá geti blaðamenn ekki verið heimildarmenn hjá hvor öðrum. „Vernd heimildamanna var ekki sett fram í lögum til að þeir geta verndað sjálfan sig eða hvern annan. Það er ótrúlegur dónaskapur og hroki að halda því fram að þessi aðgerð sé aðför fyrir Samherja,“ sagði Eyþór fyrir dómi í dag. Hann fór fram á að kröfunum yrði vísað frá og að dómurinn fallist á það að rannsókn haldi áfram undir stjórn lögreglustjóra. Fjölmiðlar Dómsmál Lögreglumál Samherjaskjölin Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Í greinagerð Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra kemur fram að lögregla rannsaki kynferðisbrot gegn Páli Steingrímssyni, skipstjóra Samherja, þar sem kynferðislegt efni hafi verið að finna á síma hans sem fjölmiðlar fengu í hendurnar. Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, er meðal þeirra sem eru með réttarstöðu sakbornings í málinu og hafa verið kallaðir til skýrslutöku, en lögmaður Aðalsteins, Gunnar Ingi Jóhannsson, sagði fyrir dómi í dag að kenning lögreglu líktist helst samsæriskenningu. „Skjólstæðingur minn veit manna best hvað hann gerði og hvað ekki,“ sagði Gunnar Ingi og bætti við að lögregla hefði engar sannanir fyrir því að efninu hafi verið dreift milli fjölmiðlamanna. Þá hefði málið ekkert að gera með kynlífsmyndbönd heldur væri um þöggunaraðferðir að ræða. Í greinagerðinni kemur einnig fram að lögregla telji sig hafa fengið játningu frá einstaklingi tengdum Páli þar sem viðkomandi gengst við því að hafa dreift efni úr síma Páls til fjölmiðla í fyrra. Væru ekki hér ef gögnin hefðu bara verið afrituð Eyþór Þorbergsson, saksóknari hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, sagði málið þó ekki snúast um kynlífsefni á síma Páls heldur það að fjölmiðlamenn hefðu afritað símann. Í upphafi hafi rannsókn lögreglu snúið að líkamsárás eða byrlun þess sem tók símann ófrjálsri hendi en síðar kom í ljós að kynferðislegt efni væri að finna á símanum. „Ef það er ekki stafrænt brot að skoða svoleiðis efni, eða hugsanlega skoða það, þá veit ég ekki hvað stafrænt kynferðisofbeldi er. Ég er nánast fullviss um að Alþingi hefur ekki ætlað að undanskilja miðaldra karlmenn frá vernd stafræns kynferðisofbeldis,“ sagði Eyþór fyrir dómi í dag. Þá vísaði hann til þess sem fram kom í skýrslutöku heimildarmannsins um að hann hafi afhent tveimur ónafngreindum fjölmiðlamönnum símann sjálfan. Það hefði verið tvennt ólíkt að fá afrituð gögn afhend og að fá síma afhendan með öllum gögnum þar inni. Ef að blaðamennirnir hefðu bara fengið gögnin afhend þá væru þeir líklega ekki með stöðu sakbornings að sögn Eyþórs. „Ef gögn eru þess eðlis að þau séu mikilvæg fyrir almenning að vita um, þá get ég fallist á það að fjölmiðamenn hafi rétt á að taka við þeim og birta upplýsingar en ég mun aldrei fallast á það og vonandi enginn af okkur fallist á það einhver fái veiðirétt á símtækin okkar,“ sagði Eyþór og bætti við að kröfur til blaðamanna ættu aldrei að vera minni en til lögreglu þegar kemur að upplýsingaöflun. Tilgangur rannsóknarinnar hafi verið að veita blaðamönnum lexíu Gunnar Ingi gagnrýndi í kjölfarið málflutning Eyþórs og sagði ræðu hans afhjúpandi um hvað lögreglu gengi til í málinu. „Tilgangur rannsóknarinnar er að veita blaðamönnum lexíu. Málið var kallað ógeðfellt en hvað er ógeðfellt við störf míns umbjóðanda að skrifa fréttir um Skæruliðadeild Samherja, því það er það sem hann gerði og það er það sem lögreglu finnst ógeðfellt,“ sagði Gunnar og vísaði til þess að það hafi verið tengd atvik, milli Páls og eiginkonu hans, sem hafi í raun verið ógeðfelld. Þá sagði hann mörgum spurningum enn ósvarað í málinu, til að mynda hvers vegna lögregla sé að rannsaka kynlífsmyndbönd á símanum þegar það hefur ekki verið kært. „Það er eitthvað meira sem býr undir í því samhengi að lögregla reyni að finna eitthvað á blaðamenn. Bara það að skoða efnið í símanum, hafi blaðamenn gert það, sé starfænt kynferðisofbeldi er fjarstæðukennt,“ sagði Gunnar. Að lokum vísaði hann til þeirra fullyrðinga Aðalsteins um að hann hafi fengið gögnin útprentuð og sagði fullyrðingar Eyþórs um að réttur fjölmiðla mætti aldrei vera meiri en lögreglu ekki við hæfi. „Og því spyr ég: Af hverju erum við hér? Staða fjölmiðla og lögreglu eru gerólík og þessir aðilar hafa ólík hlutverk í samfélaginu. Því er tilgangslaust að bera þessa tvo aðila saman.“ „Þessi tilraun lögreglunnar er ólögmæt og haldlaus og hana ber að stöðva strax,“ sagði Gunnar Ingi. Lögregla þurfi að rannsaka allar tilkynningar Gunnar Ingi fór fram á það að skýrslutaka yfir Aðalsteini færi ekki fram þar sem hún væri ólögmæt og sagði lögreglu ekki hafa neina staðfestingu eða sönnun um að kynferðislegu efni hafi verið dreift meðal fjölmiðla. Eyþór hafnaði því að lögregla þurfi rökstuddan grun um meint brot til að rannsókn geti hafist og vísaði til þess að lögregla þurfi að rannsaka allar tilkynningar um brot, óháð því hvort um blaðamenn eða aðra sé að ræða. Þá eigi vernd heimildarmanna ekki við í þessu máli þar sem það liggur fyrir hvaðan heimildin kom, það er frá einstaklinginum sem tók síma Páls og kom honum í hendur blaðamanna. Þá geti blaðamenn ekki verið heimildarmenn hjá hvor öðrum. „Vernd heimildamanna var ekki sett fram í lögum til að þeir geta verndað sjálfan sig eða hvern annan. Það er ótrúlegur dónaskapur og hroki að halda því fram að þessi aðgerð sé aðför fyrir Samherja,“ sagði Eyþór fyrir dómi í dag. Hann fór fram á að kröfunum yrði vísað frá og að dómurinn fallist á það að rannsókn haldi áfram undir stjórn lögreglustjóra.
Fjölmiðlar Dómsmál Lögreglumál Samherjaskjölin Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira