Formin dansa á striganum þar sem andstæður mætast Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 14:01 Þosteinn Helgason opnar sýninguna Dans litanna á morgun í Gallerí Fold. Instagram @thorsteinnhelgason Myndlistarmaðurinn Þorsteinn Helgason opnar sýninguna Dans litanna á morgun, laugardaginn 26. febrúar, klukkan 14:00 í Gallerí Fold. Ásamt myndlistinni er Þorsteinn menntaður arkitekt frá arkitektaskólanum í Kaupmannahöfn, meðeigandi á arkitektastofunni Ask Arkitektar, mikill áhugamaður um jazz og er sjálfur tónskáld og píanóleikari. Það má því með sanni segja að ólíkir listmiðlar vinni saman í hugarheimi þessa listamanns en nú sýnir hann ný verk sem hann vann sérstaklega fyrir þessa sýningu á undanförnum mánuðum. View this post on Instagram A post shared by Thorsteinn Helgason (@thorsteinnhelgason) Listaverk Þorsteins hafa sterka hrynjandi og litaflæði þar sem formin dansa á striganum, sem mætti tengja við áhuga hans á tónlistinni. Blaðamaður hafði samband við Þorstein og fékk að heyra nánar frá sýningunni. Litirnir dansa í listsköpun Þorsteins Helgasonar, en þetta verk er meðal annars á sýningu hans í Gallerí Fold.Þorsteinn Helgason/Aðsend Kontrastar náttúrunnar Þorsteinn hefur lengi vel kannað samhengið á milli þessara listgreina út frá ryþma og litagleði og segist sjá samsetninguna á milli listmiðlanna. Allt byrjar þetta á auðum fleti, hvítum nótum, hvítum striga eða hvítu auðu blaði. Litagleði einkennir sýninguna Dans litanna og vinnur Þorsteinn með bjartari og ljósari liti en oft áður með sterkum andstæðum. Sækir hann meðal annars í skilin á milli kaldra og heitra flata, til dæmis hvernig veturinn og vorið mætast eins og við Íslendingar upplifum svo sterkt á þessum árstíma. „Verk sýningarinnar eiga mikla tengingu við náttúruna hér heima sem er engri lík. Þaðan koma kontrastar í litum og formum.“ View this post on Instagram A post shared by Thorsteinn Helgason (@thorsteinnhelgason) Jafnvægi og ólíkir listmiðlar Tónlistin spilar einnig veigamikið hlutverk þar sem Þorsteinn segir mikilvægt að hlusta á tónlist þegar hann málar. Hljóðin kalla fram hinar ýmsu tilfinningar. Honum þykir erfitt að segja til um hvaða listmiðill sé skemmtilegastur eða bera þá saman og segir einfaldlega það skemmtilegasta vera það sem hann er að gera þá stundina. Allt vinnur þetta vel saman í sköpunargleðinni, arkitektúrinn, myndlistin og tónlistin og jafnvægið er mikilvægt. View this post on Instagram A post shared by Thorsteinn Helgason (@thorsteinnhelgason) Sökum faraldursins segir Þorsteinn að sýningin eigi sér nokkuð langan aðdraganda. Vonin helst oft í hendur við vorið að mati blaðamanns og opnar sýningin á árstíma þar sem hver auka mínúta af dagsbirtu veitir gleði. „Nú erum við að fara inn í bjartari tíma í takt við hækkandi sól, þar sem vorið fer að koma og við erum vonandi laus við Covid.“ Tilfinningin ræður förinni Þorsteinn vinnur mikið með hið óráðna og lætur tilfinninguna ráða förinni. Í upphafi byrjar hann með hvítan striga og hefur ekki fyrirfram ákveðna hugmynd um hvað það er sem hann vill mála, en málar með tilfinningunni og gleymir sér í augnablikinu. Í þessari sýningu er hann frjálsari í tjáningu en áður og leysir formin meira upp svo að myndlistin verður óhlutbundnari. View this post on Instagram A post shared by Thorsteinn Helgason (@thorsteinnhelgason) Samkvæmt Þorsteini er mikilvægt að fólk hafi frelsi til að upplifa og túlka verkin á eigin hátt. Sumir sjá einhver áhrif, aðrir fígúrur og allt þar á milli. Honum þykir skemmtilegt hvernig fólk getur séð eitthvað nýtt hverju sinni, þrátt fyrir að tiltekið verk hafi verið heima hjá þeim lengi. Það sé mjög gefandi þegar fólk tekur verkunum vel. „Það rekur mann áfram að halda svona sýningar. Ferlið getur verið svolítið stressandi, að klára allt. En svo kemur uppskeran og henni fylgir spenningur um hvernig allt muni ganga.“ Síðasta einkasýning Þorsteins var í Gallerí Fold árið 2018, auk nokkurra samsýninga. Hann hefur sýnt víða undanfarna áratugi bæði hér heima og erlendis. Sýningunni Dans litanna lýkur 12. mars næstkomandi. Myndlist Menning Tengdar fréttir Sýningin „Sjáðu mig!“ opnar í dag Myndlistamaðurinn Unnar Ari Baldvinsson opnar sýninguna Sjáðu mig! í Gallery Port , Laugarvegi 32, í dag klukkan 15:00. 5. febrúar 2022 09:01 „Efnið er nefnilega lifandi“ Listakonan Þóra Sigurðardóttir opnar sýninguna EFNI & RÝMI klukkan 14:00 í dag í sal félagsins íslensk grafík, Hafnarhúsinu, og stendur sýningin til 6. mars næstkomandi. 12. febrúar 2022 07:31 Magnað að geta verið eitt í listinni og svo annað í lífinu Myndlistakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir er hvað þekktust fyrir gjörningalist og video verk en hún hefur náð miklum árangri í listheiminum á síðustu áratugum og unnið að fjöldanum öllum af verkum og sýningum. Ásdís stendur nú fyrir einkasýningunni Stefnumót við sjálfið á Nýlistasafninu og er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. 15. febrúar 2022 10:15 Beint úr iðrum hins kvenlæga veruleika Gjörningaklúbburinn stendur fyrir sýningunni Seiglu í NORR11 á Hverfisgötu. Sýningin mun standa til fyrsta mars næstkomandi og er unnin í samvinnu við Listval. 22. febrúar 2022 15:30 „Að fljóta inn í það óljósa“ Listakonan Dýrfinna Benita Basalan opnar sýninguna Temprun í Gallerí Þulu á morgun, laugardaginn 5. febrúar. 4. febrúar 2022 11:30 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Ásamt myndlistinni er Þorsteinn menntaður arkitekt frá arkitektaskólanum í Kaupmannahöfn, meðeigandi á arkitektastofunni Ask Arkitektar, mikill áhugamaður um jazz og er sjálfur tónskáld og píanóleikari. Það má því með sanni segja að ólíkir listmiðlar vinni saman í hugarheimi þessa listamanns en nú sýnir hann ný verk sem hann vann sérstaklega fyrir þessa sýningu á undanförnum mánuðum. View this post on Instagram A post shared by Thorsteinn Helgason (@thorsteinnhelgason) Listaverk Þorsteins hafa sterka hrynjandi og litaflæði þar sem formin dansa á striganum, sem mætti tengja við áhuga hans á tónlistinni. Blaðamaður hafði samband við Þorstein og fékk að heyra nánar frá sýningunni. Litirnir dansa í listsköpun Þorsteins Helgasonar, en þetta verk er meðal annars á sýningu hans í Gallerí Fold.Þorsteinn Helgason/Aðsend Kontrastar náttúrunnar Þorsteinn hefur lengi vel kannað samhengið á milli þessara listgreina út frá ryþma og litagleði og segist sjá samsetninguna á milli listmiðlanna. Allt byrjar þetta á auðum fleti, hvítum nótum, hvítum striga eða hvítu auðu blaði. Litagleði einkennir sýninguna Dans litanna og vinnur Þorsteinn með bjartari og ljósari liti en oft áður með sterkum andstæðum. Sækir hann meðal annars í skilin á milli kaldra og heitra flata, til dæmis hvernig veturinn og vorið mætast eins og við Íslendingar upplifum svo sterkt á þessum árstíma. „Verk sýningarinnar eiga mikla tengingu við náttúruna hér heima sem er engri lík. Þaðan koma kontrastar í litum og formum.“ View this post on Instagram A post shared by Thorsteinn Helgason (@thorsteinnhelgason) Jafnvægi og ólíkir listmiðlar Tónlistin spilar einnig veigamikið hlutverk þar sem Þorsteinn segir mikilvægt að hlusta á tónlist þegar hann málar. Hljóðin kalla fram hinar ýmsu tilfinningar. Honum þykir erfitt að segja til um hvaða listmiðill sé skemmtilegastur eða bera þá saman og segir einfaldlega það skemmtilegasta vera það sem hann er að gera þá stundina. Allt vinnur þetta vel saman í sköpunargleðinni, arkitektúrinn, myndlistin og tónlistin og jafnvægið er mikilvægt. View this post on Instagram A post shared by Thorsteinn Helgason (@thorsteinnhelgason) Sökum faraldursins segir Þorsteinn að sýningin eigi sér nokkuð langan aðdraganda. Vonin helst oft í hendur við vorið að mati blaðamanns og opnar sýningin á árstíma þar sem hver auka mínúta af dagsbirtu veitir gleði. „Nú erum við að fara inn í bjartari tíma í takt við hækkandi sól, þar sem vorið fer að koma og við erum vonandi laus við Covid.“ Tilfinningin ræður förinni Þorsteinn vinnur mikið með hið óráðna og lætur tilfinninguna ráða förinni. Í upphafi byrjar hann með hvítan striga og hefur ekki fyrirfram ákveðna hugmynd um hvað það er sem hann vill mála, en málar með tilfinningunni og gleymir sér í augnablikinu. Í þessari sýningu er hann frjálsari í tjáningu en áður og leysir formin meira upp svo að myndlistin verður óhlutbundnari. View this post on Instagram A post shared by Thorsteinn Helgason (@thorsteinnhelgason) Samkvæmt Þorsteini er mikilvægt að fólk hafi frelsi til að upplifa og túlka verkin á eigin hátt. Sumir sjá einhver áhrif, aðrir fígúrur og allt þar á milli. Honum þykir skemmtilegt hvernig fólk getur séð eitthvað nýtt hverju sinni, þrátt fyrir að tiltekið verk hafi verið heima hjá þeim lengi. Það sé mjög gefandi þegar fólk tekur verkunum vel. „Það rekur mann áfram að halda svona sýningar. Ferlið getur verið svolítið stressandi, að klára allt. En svo kemur uppskeran og henni fylgir spenningur um hvernig allt muni ganga.“ Síðasta einkasýning Þorsteins var í Gallerí Fold árið 2018, auk nokkurra samsýninga. Hann hefur sýnt víða undanfarna áratugi bæði hér heima og erlendis. Sýningunni Dans litanna lýkur 12. mars næstkomandi.
Myndlist Menning Tengdar fréttir Sýningin „Sjáðu mig!“ opnar í dag Myndlistamaðurinn Unnar Ari Baldvinsson opnar sýninguna Sjáðu mig! í Gallery Port , Laugarvegi 32, í dag klukkan 15:00. 5. febrúar 2022 09:01 „Efnið er nefnilega lifandi“ Listakonan Þóra Sigurðardóttir opnar sýninguna EFNI & RÝMI klukkan 14:00 í dag í sal félagsins íslensk grafík, Hafnarhúsinu, og stendur sýningin til 6. mars næstkomandi. 12. febrúar 2022 07:31 Magnað að geta verið eitt í listinni og svo annað í lífinu Myndlistakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir er hvað þekktust fyrir gjörningalist og video verk en hún hefur náð miklum árangri í listheiminum á síðustu áratugum og unnið að fjöldanum öllum af verkum og sýningum. Ásdís stendur nú fyrir einkasýningunni Stefnumót við sjálfið á Nýlistasafninu og er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. 15. febrúar 2022 10:15 Beint úr iðrum hins kvenlæga veruleika Gjörningaklúbburinn stendur fyrir sýningunni Seiglu í NORR11 á Hverfisgötu. Sýningin mun standa til fyrsta mars næstkomandi og er unnin í samvinnu við Listval. 22. febrúar 2022 15:30 „Að fljóta inn í það óljósa“ Listakonan Dýrfinna Benita Basalan opnar sýninguna Temprun í Gallerí Þulu á morgun, laugardaginn 5. febrúar. 4. febrúar 2022 11:30 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Sýningin „Sjáðu mig!“ opnar í dag Myndlistamaðurinn Unnar Ari Baldvinsson opnar sýninguna Sjáðu mig! í Gallery Port , Laugarvegi 32, í dag klukkan 15:00. 5. febrúar 2022 09:01
„Efnið er nefnilega lifandi“ Listakonan Þóra Sigurðardóttir opnar sýninguna EFNI & RÝMI klukkan 14:00 í dag í sal félagsins íslensk grafík, Hafnarhúsinu, og stendur sýningin til 6. mars næstkomandi. 12. febrúar 2022 07:31
Magnað að geta verið eitt í listinni og svo annað í lífinu Myndlistakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir er hvað þekktust fyrir gjörningalist og video verk en hún hefur náð miklum árangri í listheiminum á síðustu áratugum og unnið að fjöldanum öllum af verkum og sýningum. Ásdís stendur nú fyrir einkasýningunni Stefnumót við sjálfið á Nýlistasafninu og er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. 15. febrúar 2022 10:15
Beint úr iðrum hins kvenlæga veruleika Gjörningaklúbburinn stendur fyrir sýningunni Seiglu í NORR11 á Hverfisgötu. Sýningin mun standa til fyrsta mars næstkomandi og er unnin í samvinnu við Listval. 22. febrúar 2022 15:30
„Að fljóta inn í það óljósa“ Listakonan Dýrfinna Benita Basalan opnar sýninguna Temprun í Gallerí Þulu á morgun, laugardaginn 5. febrúar. 4. febrúar 2022 11:30