Hefja neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2022 11:44 Barn í rólu í íbúðarhverfi í Kænugarði í morgun eftir eldflaugaárás á fjölbýlishús. Forseti Úkraínu sagði að minnsta kosti 137 hermenn hafa fallið í bardögum í gær. Getty Images/Chris McGrath UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna umfangsmikilla verkefna UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu þar sem börn og fjölskyldur þurfa tafarlausa aðstoð. Vopnuð átök ógna nú lífi og velferð milljóna barna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá UNICEF. Þar segir að hrollvekjandi myndir og fréttir berist nú af framvindu mála í Úkraínu þar sem börn í austurhluta landsins hafa í átta ár lifað við átök og hættur. UNICEF hefur lýst miklum áhyggjum af ástandinu sem ógna nú lífi og velferð þeirra 7,5 milljóna barna sem í landinu búa. „Mikilvægir innviðir, vatnsveitur og skólabyggingar hafa nú þegar skemmst í árásum á átakasvæðum undanfarna daga. Árásum sem ekki sér fyrir endann á. Linni þessum átökum ekki er ljóst að tugir þúsunda fjölskyldna munu neyðast til að flýja heimili sín og auka enn á þörf fyrir neyðaraðstoð í landinu,“ segir í tilkynningunni. „Síðastliðin átta ár hafa yfir 750 skólar orðið fyrir skemmdum frá upphafi átakanna sem hefur ógnað öryggi og aðgengi þúsunda barna að menntun. Átökin hafa tekið mikinn toll á sálarlífi heillar kynslóðar barna sem alist hafa upp í austurhluta Úkraínu á þessum átakatímum. Í ofanálag búa þessi börn á einhverju versta jarðsprengjusvæði í heiminum þar sem þau á hverjum degi leika sér og fara til og frá skóla á svæðum innan um ósprungnar jarðsprengjur og aðrar stríðsleifar.“ UNICEF segist frá upphafi átakanna hafa verið til staðar og veitt 180 þúsund börnum og forráðamönnum þeirra sálræna- og félagslega aðstoð auk þess að veita fræðslu um jarðsprengjuhættur. UNICEF styrki einnig uppbyggingu skemmdra skóla og leikskóla og dreifir kennslugögnum. UNICEF hefur um árabil verið að störfum Úkraínu og er á vettvangi að tryggja sendingar á hreinu vatni, heilbrigðisþjónustu, skólagögn, menntun, félagslega sálfræðiþjónustu og fjárhagsaðstoð til fjölskyldna. Í ákalli frá Catherine M. Russell, framkvæmdastjóra UNICEF, í gær tók hún undir ákall Aðalritara Sameinuðu þjónanna um tafarlaust vopnahlé og og krefst UNICEF þess að virtar verði alþjóðlegar skuldbindingar um að vernda börnin og tryggja að mannúðarstofnanir geti með öruggum og skjótum hætti nálgast börn í neyð. UNICEF krefst þess að stríðandi fylkingar grípi alls ekki til árása á mikilvæga innviði sem börn og saklausir borgarar reiða sig á. Hvort heldur sem um er að ræða vatnsveitur, heilbrigðisstofnanir eða skóla. Upplýsingar um söfnunarleiðir Sendu SMS-ið UNICEF í númerið 1900 til að styrkja söfnunina um 1.900 kr. Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: 701-26-102060 kt. 481203-2950 Hjálparstarf Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá UNICEF. Þar segir að hrollvekjandi myndir og fréttir berist nú af framvindu mála í Úkraínu þar sem börn í austurhluta landsins hafa í átta ár lifað við átök og hættur. UNICEF hefur lýst miklum áhyggjum af ástandinu sem ógna nú lífi og velferð þeirra 7,5 milljóna barna sem í landinu búa. „Mikilvægir innviðir, vatnsveitur og skólabyggingar hafa nú þegar skemmst í árásum á átakasvæðum undanfarna daga. Árásum sem ekki sér fyrir endann á. Linni þessum átökum ekki er ljóst að tugir þúsunda fjölskyldna munu neyðast til að flýja heimili sín og auka enn á þörf fyrir neyðaraðstoð í landinu,“ segir í tilkynningunni. „Síðastliðin átta ár hafa yfir 750 skólar orðið fyrir skemmdum frá upphafi átakanna sem hefur ógnað öryggi og aðgengi þúsunda barna að menntun. Átökin hafa tekið mikinn toll á sálarlífi heillar kynslóðar barna sem alist hafa upp í austurhluta Úkraínu á þessum átakatímum. Í ofanálag búa þessi börn á einhverju versta jarðsprengjusvæði í heiminum þar sem þau á hverjum degi leika sér og fara til og frá skóla á svæðum innan um ósprungnar jarðsprengjur og aðrar stríðsleifar.“ UNICEF segist frá upphafi átakanna hafa verið til staðar og veitt 180 þúsund börnum og forráðamönnum þeirra sálræna- og félagslega aðstoð auk þess að veita fræðslu um jarðsprengjuhættur. UNICEF styrki einnig uppbyggingu skemmdra skóla og leikskóla og dreifir kennslugögnum. UNICEF hefur um árabil verið að störfum Úkraínu og er á vettvangi að tryggja sendingar á hreinu vatni, heilbrigðisþjónustu, skólagögn, menntun, félagslega sálfræðiþjónustu og fjárhagsaðstoð til fjölskyldna. Í ákalli frá Catherine M. Russell, framkvæmdastjóra UNICEF, í gær tók hún undir ákall Aðalritara Sameinuðu þjónanna um tafarlaust vopnahlé og og krefst UNICEF þess að virtar verði alþjóðlegar skuldbindingar um að vernda börnin og tryggja að mannúðarstofnanir geti með öruggum og skjótum hætti nálgast börn í neyð. UNICEF krefst þess að stríðandi fylkingar grípi alls ekki til árása á mikilvæga innviði sem börn og saklausir borgarar reiða sig á. Hvort heldur sem um er að ræða vatnsveitur, heilbrigðisstofnanir eða skóla. Upplýsingar um söfnunarleiðir Sendu SMS-ið UNICEF í númerið 1900 til að styrkja söfnunina um 1.900 kr. Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: 701-26-102060 kt. 481203-2950
Upplýsingar um söfnunarleiðir Sendu SMS-ið UNICEF í númerið 1900 til að styrkja söfnunina um 1.900 kr. Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: 701-26-102060 kt. 481203-2950
Hjálparstarf Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira