„Þetta er bara undraveröld, þegar maður flýgur um Ísland,“ segir RAX um ferðir þeirra.
„Hann átti ekki orð yfir það hvað Ísland er flott og dýrkaði að fljúga hérna.“
RAX fjallar einnig um áhrif ljósmynda af Íslandi sem birtast á erlendum samfélags- og fréttamiðlum og minnist flugmannsins Haraldar Diego, sem var gríðarlega vinsæll meðal erlendra ljósmyndara sem vildu mynda Ísland úr lofti.
„Það er ekki alveg sama hvernig þú myndar úr lofti og flugmenn verða að skilja hvað ljósmyndarinn hugsar þannig að þeir fljúgi rétt á þessi horn sem þarf að ná. Sumir fljúga bara framhjá og það þýðir ekki að tala við þá. Haddi vissi hvernig átti að gera þetta og þeir elskuðu að fljúga með honum, bara honum.“
Frásögnina má heyra í heild sinni í þættinum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og birtast á Vísi og Stöð 2+ alla sunnudaga.
Ragnar Axelsson hefur myndað íslenska náttúru allan sinn feril sem ljósmyndari. Hann hefur myndað stórkostlegu jöklana okkar og hefur áður talað um þau ævintýri í fyrri þáttaröðum af örþáttunum RAX Augnablik.
Undraveröld íshellanna
Ragnar heillaðist ungur af jöklum þegar hann var í sveit við jökulrætur. Hann slóst í för með Einari Sigurðssyni, íshellaáhugamanni, sem hefur fundið ófáa íshella, og myndaði undraveröldina sem leynist inni í hellunum.
Íslensku jöklarnir
Ragnar sér ævintýri og fígúrur þegar hann horfir á íslensku jöklana, bæði úr lofti og að innan. Hann segir að það sé öllum hollt að hugsa stundum í ævintýrum.