„Hreint neyðarástand hjá Útlendingastofnun“ Snorri Másson skrifar 25. febrúar 2022 20:38 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir neyðarástand ríkja hjá Útlendingastofnun. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir að hreint neyðarástand ríki hjá Útlendingastofnun. Flóttamenn sem fyrir eru teppi aðstöðuna fyrir þeim flóttamönnum sem kunna að koma frá Úkraínu. Fyrirséð er að Íslendingar muni taka við flóttamönnum frá Úkraínu. „Við sem hluti af alþjóðasamfélaginu og hluti af þjóð og ríki sem vill aðstoða fólk í neyð, við munum axla þá ábyrgð,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, í samtali við fréttastofu í dag. En inn í flóttamannavandann fram undan blandast innlent ástand, sem þegar var slæmt að sögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Hann kveðst hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Í gær setti ríkislögreglustjóri landamæravinnuna upp á óvissustig og það má vel vera að það þurfi að fara upp á hærra öryggisstig vegna þessa ástands sem er og fjölda flóttamanna sem eru að koma hingað og leita eftir vernd. Fjöldinn var um 53 í janúar, hann verður nær 200 í febrúar og við erum að sjá þetta í algeru samræmi við það sem Útlendingastofnun hefur varað við að um leið og Covid-takmörkunum léttir, þá muni streyma hingað fólk,“ segir Jón Gunnarsson. Í svona neyðarástandi, þurfum við ekki eitthvað að rýmka okkar svigrúm til að bregðast við þegar fólk er í sárri neyð? „Það er í sjálfu sér engin ástæða til að rýmka eitthvað sérstaklega. Reglurnar eru bara þannig að eins og staðan er í dag, þegar búið er að lýsa Úkraínu sem óöruggu landi mun fólk óhindrað geta komið hingað til Íslands. Við munum síðan í samstarfi við okkar bandalagsþjóðir þurfa að taka á þessum flóttamannavanda,“ sagði Jón. Að sögn ráðherrans eru á þriðja hundrað flóttamanna á Íslandi sem nú neita að undirgangast PCR-próf, sem aftur er forsenda fyrir því að hægt sé að vísa þeim aftur til viðtökulandsins. „Þetta fólk neitar að fara í PCR-próf þannig að viðtökulandið neitar að taka við þeim. Við höfum engar valdheimildir til að láta það gera það. Þannig að þetta fólk teppir húsnæði og aðstöðu fyrir aðra sem við myndum vilja taka á móti. Það er hreint neyðarástand hjá Útlendingastofnun að finna húsnæði fyrir fólkið sem er að koma núna,“ segir Jón. Frumvarp til breyttra útlendingalaga verður lagt fram af ráðherra á allra næstu dögum. „Þar er meðal annars ákvæði þar sem er gríðarlega mikilvægt, að við getum skikkað fólk til að fara í til dæmis PCR-próf,“ segir Jón Gunnarsson. Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25. febrúar 2022 10:24 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Fyrirséð er að Íslendingar muni taka við flóttamönnum frá Úkraínu. „Við sem hluti af alþjóðasamfélaginu og hluti af þjóð og ríki sem vill aðstoða fólk í neyð, við munum axla þá ábyrgð,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, í samtali við fréttastofu í dag. En inn í flóttamannavandann fram undan blandast innlent ástand, sem þegar var slæmt að sögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Hann kveðst hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Í gær setti ríkislögreglustjóri landamæravinnuna upp á óvissustig og það má vel vera að það þurfi að fara upp á hærra öryggisstig vegna þessa ástands sem er og fjölda flóttamanna sem eru að koma hingað og leita eftir vernd. Fjöldinn var um 53 í janúar, hann verður nær 200 í febrúar og við erum að sjá þetta í algeru samræmi við það sem Útlendingastofnun hefur varað við að um leið og Covid-takmörkunum léttir, þá muni streyma hingað fólk,“ segir Jón Gunnarsson. Í svona neyðarástandi, þurfum við ekki eitthvað að rýmka okkar svigrúm til að bregðast við þegar fólk er í sárri neyð? „Það er í sjálfu sér engin ástæða til að rýmka eitthvað sérstaklega. Reglurnar eru bara þannig að eins og staðan er í dag, þegar búið er að lýsa Úkraínu sem óöruggu landi mun fólk óhindrað geta komið hingað til Íslands. Við munum síðan í samstarfi við okkar bandalagsþjóðir þurfa að taka á þessum flóttamannavanda,“ sagði Jón. Að sögn ráðherrans eru á þriðja hundrað flóttamanna á Íslandi sem nú neita að undirgangast PCR-próf, sem aftur er forsenda fyrir því að hægt sé að vísa þeim aftur til viðtökulandsins. „Þetta fólk neitar að fara í PCR-próf þannig að viðtökulandið neitar að taka við þeim. Við höfum engar valdheimildir til að láta það gera það. Þannig að þetta fólk teppir húsnæði og aðstöðu fyrir aðra sem við myndum vilja taka á móti. Það er hreint neyðarástand hjá Útlendingastofnun að finna húsnæði fyrir fólkið sem er að koma núna,“ segir Jón. Frumvarp til breyttra útlendingalaga verður lagt fram af ráðherra á allra næstu dögum. „Þar er meðal annars ákvæði þar sem er gríðarlega mikilvægt, að við getum skikkað fólk til að fara í til dæmis PCR-próf,“ segir Jón Gunnarsson.
Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25. febrúar 2022 10:24 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25. febrúar 2022 10:24