Sverrir Þór tekur við Grindavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2022 17:30 Sverrir Þór Sverrisson er tekinn við Grindavík. Vísir/Bára Sverrir Þór Sverrisson hefur verið ráðinn þjálfari liðs Grindavíkur í Subway-deild karla í körfubolta. Grindvíkingar hafa verið án þjálfara síðan Daníel Guðni Guðmundsson var látinn taka poka sinn á dögunum. Fyrr í vikunni ákvað Grindavík að láta Daníel Guðna fara en liðið er sem stendur í 6. sæti Subway-deildar karla með 19 stig að loknum 17 leikjum. Níu hafa unnist en átta hafa tapast. Nú hefur verið staðfest að gamla brýnið Sverrir Þór Sverrisson muni taka við liðinu. Hinn 46 ára Sverrir Þór er margreyndur þjálfari sem þekkir vel til á Suðurnesjunum. Hann hefur þó ekki þjálfað síðan hann stýrði karlaliði Keflavíkur tímabilið 2018-2019. Hann hefur nú ákveðið að snúa aftur í þjálfun og mun stýra liði Grindavíkur út leiktíðina. Er þetta í annað sinn sem hann mun stýra karlaliði Grindavíkur en hann þjálfaði liðið frá 2012 til 2015. Varð liðið meistari undir hans stjórn árið 2013. „Ég var ekki á leiðinni í þjálfun en þegar þetta tækifæri kom upp þá varð ég mjög spenntur. Eftir að hafa hugsað þetta vel og rætt við Jóhann Þór þá ákvað ég að kýla á þetta. Ég á mjög góðar minningar frá tíma mínum með Grindavík og hugsa að ég hefði ekki tekið við neinu öðru liði á þessum tímapunkti. Þetta tækifæri hreyfði við mér og er mjög spenntur að hefjast handa og hitta leikmannahópinn,“ segir Sverrir Þór í tilkynningu sem Grindavík sendi frá sér í dag. Fyrsti leikur Grindvíkinga undir stjórn Sverris Þórs verður eftir slétta viku, föstudaginn 4. mars, er Vestri mætir til Grindavíkur. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Fyrr í vikunni ákvað Grindavík að láta Daníel Guðna fara en liðið er sem stendur í 6. sæti Subway-deildar karla með 19 stig að loknum 17 leikjum. Níu hafa unnist en átta hafa tapast. Nú hefur verið staðfest að gamla brýnið Sverrir Þór Sverrisson muni taka við liðinu. Hinn 46 ára Sverrir Þór er margreyndur þjálfari sem þekkir vel til á Suðurnesjunum. Hann hefur þó ekki þjálfað síðan hann stýrði karlaliði Keflavíkur tímabilið 2018-2019. Hann hefur nú ákveðið að snúa aftur í þjálfun og mun stýra liði Grindavíkur út leiktíðina. Er þetta í annað sinn sem hann mun stýra karlaliði Grindavíkur en hann þjálfaði liðið frá 2012 til 2015. Varð liðið meistari undir hans stjórn árið 2013. „Ég var ekki á leiðinni í þjálfun en þegar þetta tækifæri kom upp þá varð ég mjög spenntur. Eftir að hafa hugsað þetta vel og rætt við Jóhann Þór þá ákvað ég að kýla á þetta. Ég á mjög góðar minningar frá tíma mínum með Grindavík og hugsa að ég hefði ekki tekið við neinu öðru liði á þessum tímapunkti. Þetta tækifæri hreyfði við mér og er mjög spenntur að hefjast handa og hitta leikmannahópinn,“ segir Sverrir Þór í tilkynningu sem Grindavík sendi frá sér í dag. Fyrsti leikur Grindvíkinga undir stjórn Sverris Þórs verður eftir slétta viku, föstudaginn 4. mars, er Vestri mætir til Grindavíkur. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti