Ísland lokar fyrir flugumferð Rússa og vegabréfaáritun ekki í boði fyrir diplómata Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 10:19 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Egill Ísland hefur lokað fyrir flugumferð Rússa í loftrými Íslands. Þá fá rússneskir diplómatar og viðskiptamenn ekki að koma til landsins en búið er að loka fyrir vegabréfsáritanir þeirra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tilkynnti lokun loftrýmisins á Twitter nú í morgun og bætist Ísland þar með í hóp Finnlands, Búlgaríu, Tékklands, Eistlands, Þýskalands, Litháen og Póllands sem öll hafa lokað á rússneskar flugvélar. Iceland has decided to close its airspace to Russian air traffic, in solidarity with #Ukraine — Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 27, 2022 Þá munu rússneskir diplómatar, viðskiptafólk, þingmenn og fulltrúar stjórnvalda ekki fá að koma hingað til lands en það tilkynnti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Sprengisandi á Bylgjunni nú rétt eftir tíu. „Við vorum að upplýsa fulltrúa rússneskra stjórnvalda um lokun lofthelginnar núna í morgun, hér á Íslandi. Öll loftför skráð í Rússlandi geta ekki flogið um íslenska lofthelgi. Síðar í dag verður tilkynnt um vegabréfsáritanir, að það verður sett stopp á þær,“ sagði Katrín. Hægt er að hlusta á Sprengisand í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. Uppfært klukkan 11:30 Árétting hefur borist frá utanríkisráðuneyti Íslands þess efnis að aðgerðum stjórnvalda er miða að vegabréfsáritunum sé ekki beint að almennum rússneskum ferðamönnum, námsmönnum og öðrum sem fá áfram venjubundna afgreiðslu umsókna sinna um áritun. Þeim sé beint að rússneskum diplómötum, viðskiptafólki, þingmönnum og fulltrúum stjórnvalda, sem fái ekki að koma hingað til lands. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Boða til mótmæla um allt land í dag Boðað hefur verið til mótmæla- og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. 27. febrúar 2022 10:17 Sprengisandur: Úkraína, blaðamanna-og símamálið og KSÍ Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um afstöðu íslenskra stjórnvalda til ástandsins í Úkraínu. 27. febrúar 2022 09:30 Götubardagar og sprengingar í Kænugarði í alla nótt en nú dauðaþögn Enn ein erfið nótt er liðin í Úkraínu og var hart barist í öllum stærstu borgum landsins. Útgöngubann er í gildi í Kænugarði og verður í gildi þar til klukkan átta í fyrramálið. Íbúi í Kænugarði segir hörðustu bardagana háða í skjóli nætur. 27. febrúar 2022 08:37 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tilkynnti lokun loftrýmisins á Twitter nú í morgun og bætist Ísland þar með í hóp Finnlands, Búlgaríu, Tékklands, Eistlands, Þýskalands, Litháen og Póllands sem öll hafa lokað á rússneskar flugvélar. Iceland has decided to close its airspace to Russian air traffic, in solidarity with #Ukraine — Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 27, 2022 Þá munu rússneskir diplómatar, viðskiptafólk, þingmenn og fulltrúar stjórnvalda ekki fá að koma hingað til lands en það tilkynnti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Sprengisandi á Bylgjunni nú rétt eftir tíu. „Við vorum að upplýsa fulltrúa rússneskra stjórnvalda um lokun lofthelginnar núna í morgun, hér á Íslandi. Öll loftför skráð í Rússlandi geta ekki flogið um íslenska lofthelgi. Síðar í dag verður tilkynnt um vegabréfsáritanir, að það verður sett stopp á þær,“ sagði Katrín. Hægt er að hlusta á Sprengisand í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. Uppfært klukkan 11:30 Árétting hefur borist frá utanríkisráðuneyti Íslands þess efnis að aðgerðum stjórnvalda er miða að vegabréfsáritunum sé ekki beint að almennum rússneskum ferðamönnum, námsmönnum og öðrum sem fá áfram venjubundna afgreiðslu umsókna sinna um áritun. Þeim sé beint að rússneskum diplómötum, viðskiptafólki, þingmönnum og fulltrúum stjórnvalda, sem fái ekki að koma hingað til lands.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Boða til mótmæla um allt land í dag Boðað hefur verið til mótmæla- og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. 27. febrúar 2022 10:17 Sprengisandur: Úkraína, blaðamanna-og símamálið og KSÍ Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um afstöðu íslenskra stjórnvalda til ástandsins í Úkraínu. 27. febrúar 2022 09:30 Götubardagar og sprengingar í Kænugarði í alla nótt en nú dauðaþögn Enn ein erfið nótt er liðin í Úkraínu og var hart barist í öllum stærstu borgum landsins. Útgöngubann er í gildi í Kænugarði og verður í gildi þar til klukkan átta í fyrramálið. Íbúi í Kænugarði segir hörðustu bardagana háða í skjóli nætur. 27. febrúar 2022 08:37 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Boða til mótmæla um allt land í dag Boðað hefur verið til mótmæla- og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. 27. febrúar 2022 10:17
Sprengisandur: Úkraína, blaðamanna-og símamálið og KSÍ Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um afstöðu íslenskra stjórnvalda til ástandsins í Úkraínu. 27. febrúar 2022 09:30
Götubardagar og sprengingar í Kænugarði í alla nótt en nú dauðaþögn Enn ein erfið nótt er liðin í Úkraínu og var hart barist í öllum stærstu borgum landsins. Útgöngubann er í gildi í Kænugarði og verður í gildi þar til klukkan átta í fyrramálið. Íbúi í Kænugarði segir hörðustu bardagana háða í skjóli nætur. 27. febrúar 2022 08:37