Galdur samdi við danska stórveldið fyrir grunnskólalok Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2022 15:01 Galdur Guðmundsson handsalar samninginn um að koma til Kaupmannahafnar í sumar og spila með liðum FCK. fck.dk Danska knattspyrnuveldið FC Kaupmannahöfn heldur áfram að sækja sér efnilega Íslendinga og hefur nú tryggt sér krafta hins 15 ára gamla Ásgeirs Galdurs Guðmundssonar. Breiðablik fær Galdur frá Breiðabliki í sumar, eftir að hann hefur náð 16 ára aldri í apríl og klárað grunnskólanám sitt. „Það er mikill heiður fyrir mig að FCK vilji gera samning við mig,“ sagði Galdur við heimasíðu FCK. Hann er uppalinn hjá ÍBV en kom til Breiðabliks sumarið 2019. „Ég hef átt þrjú mjög góð ár í Breiðabliki þar sem ég hef þróast mikið og það er því rökrétt að taka skref upp á við á mínum ferli og ég tel mig tilbúinn í það,“ sagði Galdur. Hjá FCK eru fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson, Andri Fannar Baldursson, Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson, og ljóst að félagið er vel vakandi fyrir ungum, íslenskum leikmönnum. Einn sá hæfileikaríkasti á Norðurlöndum „Galdur er einn af allra hæfileikaríkustu leikmönnum Norðurlanda í sínum áragangi,“ sagði Mikkel Köhler sem er yfirmaður leikmannaleitar FCK. „Hann er með mikla sóknarhæfileika sem gera að verkum að hann getur gert útslagið í leikjum. Hann er fljótur, spilar með báðum fótum, og ekki síst er hann ungur maður með mjög metnaðarfullt hugarfar. Við höfum fylgt Galdri eftir lengi og fengum hann til að æfa með okkur í nóvember þar sem hann stóð sig mjög vel. Hann hefur þegar reynslu úr meistaraflokki hjá Breiðabliki, meðal annars á móti okkar liðið í Portúgal nýverið,“ sagði Köhler. Galdur hefur leikið fjóra U17-landsleiki og skorað í þeim eitt mark. Hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild þegar Breiðablik vann Fylki 7-0 í Pepsi Max-deildinni í fyrra og varð þá yngsti Bliki sögunnar til að spila í efstu deild. Danski boltinn Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira
Breiðablik fær Galdur frá Breiðabliki í sumar, eftir að hann hefur náð 16 ára aldri í apríl og klárað grunnskólanám sitt. „Það er mikill heiður fyrir mig að FCK vilji gera samning við mig,“ sagði Galdur við heimasíðu FCK. Hann er uppalinn hjá ÍBV en kom til Breiðabliks sumarið 2019. „Ég hef átt þrjú mjög góð ár í Breiðabliki þar sem ég hef þróast mikið og það er því rökrétt að taka skref upp á við á mínum ferli og ég tel mig tilbúinn í það,“ sagði Galdur. Hjá FCK eru fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson, Andri Fannar Baldursson, Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson, og ljóst að félagið er vel vakandi fyrir ungum, íslenskum leikmönnum. Einn sá hæfileikaríkasti á Norðurlöndum „Galdur er einn af allra hæfileikaríkustu leikmönnum Norðurlanda í sínum áragangi,“ sagði Mikkel Köhler sem er yfirmaður leikmannaleitar FCK. „Hann er með mikla sóknarhæfileika sem gera að verkum að hann getur gert útslagið í leikjum. Hann er fljótur, spilar með báðum fótum, og ekki síst er hann ungur maður með mjög metnaðarfullt hugarfar. Við höfum fylgt Galdri eftir lengi og fengum hann til að æfa með okkur í nóvember þar sem hann stóð sig mjög vel. Hann hefur þegar reynslu úr meistaraflokki hjá Breiðabliki, meðal annars á móti okkar liðið í Portúgal nýverið,“ sagði Köhler. Galdur hefur leikið fjóra U17-landsleiki og skorað í þeim eitt mark. Hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild þegar Breiðablik vann Fylki 7-0 í Pepsi Max-deildinni í fyrra og varð þá yngsti Bliki sögunnar til að spila í efstu deild.
Danski boltinn Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira