Ingólfur Bjarni ekki stríðsfréttaritari Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2022 13:22 Ingólfur Bjarni í Úkraínu. Fréttaskeyti hans þaðan og þá ekki síður þegar hann yfirgaf landið þegar átökin brutust út hafa vakið verulega athygli. ruv/skjáskot Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins og Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks hafa sent út tilkynningar sama efnis þar sem þau lýsa miklum létti, að fréttamaðurinn Ingólfur Bjarni Sigfússon og Ingvar Haukur Guðmundsson tökumaður, séu komnir yfir landamæri Úkraínu og Póllands. En þeir héldu til Úkraínu á miðvikudag til að greina stöðu mála. „Ágætu fjölmiðlanördar. Fréttateymi Kveiks og fréttastofu, sem er nú til allrar lukku komið til Póllands, er ekki stríðsfréttaritarar. Þeir fóru ekki út sem slíkir, heldur á svæði þar sem hafði lengi gætt talsverðrar spennu og markmið þeirra var að gera fréttaskýringu um þá stöðu,“ segir Þóra í pistli sem hún birtir á Facebook-hópnum Fjölmiðlanördum. Ingólfur Bjarni skotspónn gárunga Nokkuð hefur borið á því að Ingólfur Bjarni hafi verið skotspónn gárunga á samfélagsmiðlum þar sem honum er ýmist borið á brýn að hafa verið sjálfhverfur í sinni fréttamennsku af vettvangi og svo að það megi heita einkennileg fréttamennska að flýja af vettvangi þegar átök brjótast út. Ekki er úr vegi að álykta sem svo að pistlar þeirra Heiðars Arnar og Þóru sé viðleitni í þá átt að kveða slíkar glósur í kútinn. „Ferðalagið þeirra tók svo sannarlega aðra stefnu en var áætlað þegar þeir lentu á miðvikudagskvöld. Rússneskar hersveitir hófu innrás nokkrum klukkustundum síðar, og ólíkt því sem flestir bjuggust við létu þeir ekki duga að ráðast inn í austurhéruðin heldur hófst allsherjarinnrás með árásum á höfuðborgina,“ segir Heiðar Örn í pistli sem hann birtir um málið á sinni Facebooksíðu. Hann segir að fæstir hafi gert ráð fyrir því að Pútín léti til skara skríða. Mikilvæg innsýn „Ferðalagið var vel undirbúið og tilgangurinn var að sækja efni í fréttaskýringu um spennuna á svæðinu og samband ríkjanna tveggja. Þegar árásir hófust voru allar áætlanir lagðar til hliðar enda engar forsendur fyrir því að halda þeim áfram í landinu. Margir fréttamiðlar voru í sömu spörum og kölluðu sína fréttamenn frá höfuðborginni á sama tíma.“ Nokkra athygli vakti að Ingólfur Bjarni táraðist í fréttaskeyti frá Úkraínu þegar fyrir lá að innrás rússneska hersins væri hafin. Bæði Þóra og Heiðar Örn segja að ferðalag Ingólfs Bjarna veiti mikilvæga innsýn í heimssögulega atburði og Þóra segir þeir Ingólfur Bjarni og Ingvar Haukur hafi aldrei sett sig í forgrunn í fréttaflutningi frá Úkraínu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Jón segir Guðrúnu eigna sér árangur forvera sinna og gera lítið úr þeim Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Sjá meira
„Ágætu fjölmiðlanördar. Fréttateymi Kveiks og fréttastofu, sem er nú til allrar lukku komið til Póllands, er ekki stríðsfréttaritarar. Þeir fóru ekki út sem slíkir, heldur á svæði þar sem hafði lengi gætt talsverðrar spennu og markmið þeirra var að gera fréttaskýringu um þá stöðu,“ segir Þóra í pistli sem hún birtir á Facebook-hópnum Fjölmiðlanördum. Ingólfur Bjarni skotspónn gárunga Nokkuð hefur borið á því að Ingólfur Bjarni hafi verið skotspónn gárunga á samfélagsmiðlum þar sem honum er ýmist borið á brýn að hafa verið sjálfhverfur í sinni fréttamennsku af vettvangi og svo að það megi heita einkennileg fréttamennska að flýja af vettvangi þegar átök brjótast út. Ekki er úr vegi að álykta sem svo að pistlar þeirra Heiðars Arnar og Þóru sé viðleitni í þá átt að kveða slíkar glósur í kútinn. „Ferðalagið þeirra tók svo sannarlega aðra stefnu en var áætlað þegar þeir lentu á miðvikudagskvöld. Rússneskar hersveitir hófu innrás nokkrum klukkustundum síðar, og ólíkt því sem flestir bjuggust við létu þeir ekki duga að ráðast inn í austurhéruðin heldur hófst allsherjarinnrás með árásum á höfuðborgina,“ segir Heiðar Örn í pistli sem hann birtir um málið á sinni Facebooksíðu. Hann segir að fæstir hafi gert ráð fyrir því að Pútín léti til skara skríða. Mikilvæg innsýn „Ferðalagið var vel undirbúið og tilgangurinn var að sækja efni í fréttaskýringu um spennuna á svæðinu og samband ríkjanna tveggja. Þegar árásir hófust voru allar áætlanir lagðar til hliðar enda engar forsendur fyrir því að halda þeim áfram í landinu. Margir fréttamiðlar voru í sömu spörum og kölluðu sína fréttamenn frá höfuðborginni á sama tíma.“ Nokkra athygli vakti að Ingólfur Bjarni táraðist í fréttaskeyti frá Úkraínu þegar fyrir lá að innrás rússneska hersins væri hafin. Bæði Þóra og Heiðar Örn segja að ferðalag Ingólfs Bjarna veiti mikilvæga innsýn í heimssögulega atburði og Þóra segir þeir Ingólfur Bjarni og Ingvar Haukur hafi aldrei sett sig í forgrunn í fréttaflutningi frá Úkraínu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Jón segir Guðrúnu eigna sér árangur forvera sinna og gera lítið úr þeim Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Sjá meira