„Neyðarástand“ hjá Útlendingastofnun komi ekki í veg fyrir móttöku fólks frá Úkraínu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. febrúar 2022 18:57 Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir að meint „neyðarástand“ hjá Útlendingastofnun, sem dómsmálaráðherra sagði fyrir helgi að kynni að teppa aðstöðu fyrir flóttamenn sem hingað kunna að koma frá Úkraínu, muni ekki koma í veg fyrir móttöku flóttafólks. Þetta kom fram í máli Guðmundar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fyrir helgi var rætt við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, sem sagði meðal annars að flóttafólk sem væri hér á landi nú teppti húsnæði og aðstöðu fyrir aðra flóttamenn. „Það er hreint neyðarástand hjá Útlendingastofnun að finna húsnæði fyrir fólkið sem er að koma núna,“ sagði Jón. Málin hreint ekki skyld Guðmundur sagði þetta meinta neyðarástand hins vegar ekki munu koma í veg fyrir móttöku fólks sem nú flýr heimili sín í Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. „Nei alls ekki. Almennt ber okkur nú bara skylda samkvæmt þeim alþjóðalögum og samningum sem við erum með, að taka á móti fólki sem hingað kemur í leit að vernd. Útvega því húsnæði og þjónustu. Hvað varðar móttöku flóttafólks frá Úkraínu, þá eru þessi tvö mál alls ekki skyld og mögulegur húsnæðiskortur hjá Útlendingastofnun mun ekki koma í veg fyrir að við öxlum okkar ábyrgð sem þjóð á meðal þjóða og tökum þátt í því að veita fólki [hjálp] sem er í mikilli neyð út af stríðinu í Úkraínu,“ sagði Guðmundur. Ummæli dómsmálaráðherra í síðustu viku hafa vakið hörð viðbrögð. Félagsmálaráðherra vildi þó ekki ganga svo langt að segja að hann væri ósáttur við ummælin. „Ég vil meina það að við séum að fara að taka hér á móti fólki. Það er það sem að ég er að einbeita mér að því að vinna að, og hef falið flóttamannanefnd að koma með tillögur þar að lútandi.“ Ef þessir flóttamenn verða eitthvað skemur hérna, getum við þá tekið við þeim mun fleiri? „Þetta er einmitt eitt af því sem þarf að skoða, því margt af þessu fólki og sennilega flest, vill auðvitað fara sem fyrst aftur heim til sín ef átökin dragast ekki of mikið á langinn. Það sem maður hefur auðvitað líka áhyggjur af er fatlað fólk og aðrir sem eiga erfitt með að flýja og það þarf að koma slíku fólki líka til hjálpar, í heimalandinu,“ sagði félagsmálaráðherra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Húsnæðismál standi ekki í vegi fyrir móttöku flóttafólks Forsætisráðherra segir að húsnæðismál Útlendingastofnunar muni ekki standa í vegi fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Undirbúningur að því sé nú þegar hafinn. 28. febrúar 2022 16:26 Nágrannaþjóðir taka flóttamönnum frá Úkraínu opnum örmum Evrópusambandið hefur fryst eignir forseta og utanríkisráðherra Rússlands í ríkjum sambandsins. Nágrannaríki Úkraínu í vestri taka flóttafólki þaðan opnum örmum en mikill fjöldi fólks reynir nú að komast vestur yfir. Hundruð manna hafa fallið í átökum beggja landa í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Forseti landsins hefur kallað eftir fundi með Rússlandsforseta. 25. febrúar 2022 19:21 Í biðröð til að komast til Póllands: „Það er eins og það sé heimsendir“ Úkraínsk kona, sem fréttastofa hefur verið í sambandi við, hefur verið föst í bílaröð við landamærin að Póllandi frá því á aðfaranótt föstudags. Enn er fjöldi fólks á undan henni í röðinni og hún ekki örugg. Rússneski herinn sprengdi upp húsnæði úkraínska hersins í nágrenninu í nótt. 27. febrúar 2022 12:16 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Þetta kom fram í máli Guðmundar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fyrir helgi var rætt við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, sem sagði meðal annars að flóttafólk sem væri hér á landi nú teppti húsnæði og aðstöðu fyrir aðra flóttamenn. „Það er hreint neyðarástand hjá Útlendingastofnun að finna húsnæði fyrir fólkið sem er að koma núna,“ sagði Jón. Málin hreint ekki skyld Guðmundur sagði þetta meinta neyðarástand hins vegar ekki munu koma í veg fyrir móttöku fólks sem nú flýr heimili sín í Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. „Nei alls ekki. Almennt ber okkur nú bara skylda samkvæmt þeim alþjóðalögum og samningum sem við erum með, að taka á móti fólki sem hingað kemur í leit að vernd. Útvega því húsnæði og þjónustu. Hvað varðar móttöku flóttafólks frá Úkraínu, þá eru þessi tvö mál alls ekki skyld og mögulegur húsnæðiskortur hjá Útlendingastofnun mun ekki koma í veg fyrir að við öxlum okkar ábyrgð sem þjóð á meðal þjóða og tökum þátt í því að veita fólki [hjálp] sem er í mikilli neyð út af stríðinu í Úkraínu,“ sagði Guðmundur. Ummæli dómsmálaráðherra í síðustu viku hafa vakið hörð viðbrögð. Félagsmálaráðherra vildi þó ekki ganga svo langt að segja að hann væri ósáttur við ummælin. „Ég vil meina það að við séum að fara að taka hér á móti fólki. Það er það sem að ég er að einbeita mér að því að vinna að, og hef falið flóttamannanefnd að koma með tillögur þar að lútandi.“ Ef þessir flóttamenn verða eitthvað skemur hérna, getum við þá tekið við þeim mun fleiri? „Þetta er einmitt eitt af því sem þarf að skoða, því margt af þessu fólki og sennilega flest, vill auðvitað fara sem fyrst aftur heim til sín ef átökin dragast ekki of mikið á langinn. Það sem maður hefur auðvitað líka áhyggjur af er fatlað fólk og aðrir sem eiga erfitt með að flýja og það þarf að koma slíku fólki líka til hjálpar, í heimalandinu,“ sagði félagsmálaráðherra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Húsnæðismál standi ekki í vegi fyrir móttöku flóttafólks Forsætisráðherra segir að húsnæðismál Útlendingastofnunar muni ekki standa í vegi fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Undirbúningur að því sé nú þegar hafinn. 28. febrúar 2022 16:26 Nágrannaþjóðir taka flóttamönnum frá Úkraínu opnum örmum Evrópusambandið hefur fryst eignir forseta og utanríkisráðherra Rússlands í ríkjum sambandsins. Nágrannaríki Úkraínu í vestri taka flóttafólki þaðan opnum örmum en mikill fjöldi fólks reynir nú að komast vestur yfir. Hundruð manna hafa fallið í átökum beggja landa í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Forseti landsins hefur kallað eftir fundi með Rússlandsforseta. 25. febrúar 2022 19:21 Í biðröð til að komast til Póllands: „Það er eins og það sé heimsendir“ Úkraínsk kona, sem fréttastofa hefur verið í sambandi við, hefur verið föst í bílaröð við landamærin að Póllandi frá því á aðfaranótt föstudags. Enn er fjöldi fólks á undan henni í röðinni og hún ekki örugg. Rússneski herinn sprengdi upp húsnæði úkraínska hersins í nágrenninu í nótt. 27. febrúar 2022 12:16 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Húsnæðismál standi ekki í vegi fyrir móttöku flóttafólks Forsætisráðherra segir að húsnæðismál Útlendingastofnunar muni ekki standa í vegi fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Undirbúningur að því sé nú þegar hafinn. 28. febrúar 2022 16:26
Nágrannaþjóðir taka flóttamönnum frá Úkraínu opnum örmum Evrópusambandið hefur fryst eignir forseta og utanríkisráðherra Rússlands í ríkjum sambandsins. Nágrannaríki Úkraínu í vestri taka flóttafólki þaðan opnum örmum en mikill fjöldi fólks reynir nú að komast vestur yfir. Hundruð manna hafa fallið í átökum beggja landa í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Forseti landsins hefur kallað eftir fundi með Rússlandsforseta. 25. febrúar 2022 19:21
Í biðröð til að komast til Póllands: „Það er eins og það sé heimsendir“ Úkraínsk kona, sem fréttastofa hefur verið í sambandi við, hefur verið föst í bílaröð við landamærin að Póllandi frá því á aðfaranótt föstudags. Enn er fjöldi fólks á undan henni í röðinni og hún ekki örugg. Rússneski herinn sprengdi upp húsnæði úkraínska hersins í nágrenninu í nótt. 27. febrúar 2022 12:16