„Neyðarástand“ hjá Útlendingastofnun komi ekki í veg fyrir móttöku fólks frá Úkraínu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. febrúar 2022 18:57 Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir að meint „neyðarástand“ hjá Útlendingastofnun, sem dómsmálaráðherra sagði fyrir helgi að kynni að teppa aðstöðu fyrir flóttamenn sem hingað kunna að koma frá Úkraínu, muni ekki koma í veg fyrir móttöku flóttafólks. Þetta kom fram í máli Guðmundar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fyrir helgi var rætt við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, sem sagði meðal annars að flóttafólk sem væri hér á landi nú teppti húsnæði og aðstöðu fyrir aðra flóttamenn. „Það er hreint neyðarástand hjá Útlendingastofnun að finna húsnæði fyrir fólkið sem er að koma núna,“ sagði Jón. Málin hreint ekki skyld Guðmundur sagði þetta meinta neyðarástand hins vegar ekki munu koma í veg fyrir móttöku fólks sem nú flýr heimili sín í Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. „Nei alls ekki. Almennt ber okkur nú bara skylda samkvæmt þeim alþjóðalögum og samningum sem við erum með, að taka á móti fólki sem hingað kemur í leit að vernd. Útvega því húsnæði og þjónustu. Hvað varðar móttöku flóttafólks frá Úkraínu, þá eru þessi tvö mál alls ekki skyld og mögulegur húsnæðiskortur hjá Útlendingastofnun mun ekki koma í veg fyrir að við öxlum okkar ábyrgð sem þjóð á meðal þjóða og tökum þátt í því að veita fólki [hjálp] sem er í mikilli neyð út af stríðinu í Úkraínu,“ sagði Guðmundur. Ummæli dómsmálaráðherra í síðustu viku hafa vakið hörð viðbrögð. Félagsmálaráðherra vildi þó ekki ganga svo langt að segja að hann væri ósáttur við ummælin. „Ég vil meina það að við séum að fara að taka hér á móti fólki. Það er það sem að ég er að einbeita mér að því að vinna að, og hef falið flóttamannanefnd að koma með tillögur þar að lútandi.“ Ef þessir flóttamenn verða eitthvað skemur hérna, getum við þá tekið við þeim mun fleiri? „Þetta er einmitt eitt af því sem þarf að skoða, því margt af þessu fólki og sennilega flest, vill auðvitað fara sem fyrst aftur heim til sín ef átökin dragast ekki of mikið á langinn. Það sem maður hefur auðvitað líka áhyggjur af er fatlað fólk og aðrir sem eiga erfitt með að flýja og það þarf að koma slíku fólki líka til hjálpar, í heimalandinu,“ sagði félagsmálaráðherra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Húsnæðismál standi ekki í vegi fyrir móttöku flóttafólks Forsætisráðherra segir að húsnæðismál Útlendingastofnunar muni ekki standa í vegi fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Undirbúningur að því sé nú þegar hafinn. 28. febrúar 2022 16:26 Nágrannaþjóðir taka flóttamönnum frá Úkraínu opnum örmum Evrópusambandið hefur fryst eignir forseta og utanríkisráðherra Rússlands í ríkjum sambandsins. Nágrannaríki Úkraínu í vestri taka flóttafólki þaðan opnum örmum en mikill fjöldi fólks reynir nú að komast vestur yfir. Hundruð manna hafa fallið í átökum beggja landa í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Forseti landsins hefur kallað eftir fundi með Rússlandsforseta. 25. febrúar 2022 19:21 Í biðröð til að komast til Póllands: „Það er eins og það sé heimsendir“ Úkraínsk kona, sem fréttastofa hefur verið í sambandi við, hefur verið föst í bílaröð við landamærin að Póllandi frá því á aðfaranótt föstudags. Enn er fjöldi fólks á undan henni í röðinni og hún ekki örugg. Rússneski herinn sprengdi upp húsnæði úkraínska hersins í nágrenninu í nótt. 27. febrúar 2022 12:16 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Þetta kom fram í máli Guðmundar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fyrir helgi var rætt við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, sem sagði meðal annars að flóttafólk sem væri hér á landi nú teppti húsnæði og aðstöðu fyrir aðra flóttamenn. „Það er hreint neyðarástand hjá Útlendingastofnun að finna húsnæði fyrir fólkið sem er að koma núna,“ sagði Jón. Málin hreint ekki skyld Guðmundur sagði þetta meinta neyðarástand hins vegar ekki munu koma í veg fyrir móttöku fólks sem nú flýr heimili sín í Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. „Nei alls ekki. Almennt ber okkur nú bara skylda samkvæmt þeim alþjóðalögum og samningum sem við erum með, að taka á móti fólki sem hingað kemur í leit að vernd. Útvega því húsnæði og þjónustu. Hvað varðar móttöku flóttafólks frá Úkraínu, þá eru þessi tvö mál alls ekki skyld og mögulegur húsnæðiskortur hjá Útlendingastofnun mun ekki koma í veg fyrir að við öxlum okkar ábyrgð sem þjóð á meðal þjóða og tökum þátt í því að veita fólki [hjálp] sem er í mikilli neyð út af stríðinu í Úkraínu,“ sagði Guðmundur. Ummæli dómsmálaráðherra í síðustu viku hafa vakið hörð viðbrögð. Félagsmálaráðherra vildi þó ekki ganga svo langt að segja að hann væri ósáttur við ummælin. „Ég vil meina það að við séum að fara að taka hér á móti fólki. Það er það sem að ég er að einbeita mér að því að vinna að, og hef falið flóttamannanefnd að koma með tillögur þar að lútandi.“ Ef þessir flóttamenn verða eitthvað skemur hérna, getum við þá tekið við þeim mun fleiri? „Þetta er einmitt eitt af því sem þarf að skoða, því margt af þessu fólki og sennilega flest, vill auðvitað fara sem fyrst aftur heim til sín ef átökin dragast ekki of mikið á langinn. Það sem maður hefur auðvitað líka áhyggjur af er fatlað fólk og aðrir sem eiga erfitt með að flýja og það þarf að koma slíku fólki líka til hjálpar, í heimalandinu,“ sagði félagsmálaráðherra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Húsnæðismál standi ekki í vegi fyrir móttöku flóttafólks Forsætisráðherra segir að húsnæðismál Útlendingastofnunar muni ekki standa í vegi fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Undirbúningur að því sé nú þegar hafinn. 28. febrúar 2022 16:26 Nágrannaþjóðir taka flóttamönnum frá Úkraínu opnum örmum Evrópusambandið hefur fryst eignir forseta og utanríkisráðherra Rússlands í ríkjum sambandsins. Nágrannaríki Úkraínu í vestri taka flóttafólki þaðan opnum örmum en mikill fjöldi fólks reynir nú að komast vestur yfir. Hundruð manna hafa fallið í átökum beggja landa í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Forseti landsins hefur kallað eftir fundi með Rússlandsforseta. 25. febrúar 2022 19:21 Í biðröð til að komast til Póllands: „Það er eins og það sé heimsendir“ Úkraínsk kona, sem fréttastofa hefur verið í sambandi við, hefur verið föst í bílaröð við landamærin að Póllandi frá því á aðfaranótt föstudags. Enn er fjöldi fólks á undan henni í röðinni og hún ekki örugg. Rússneski herinn sprengdi upp húsnæði úkraínska hersins í nágrenninu í nótt. 27. febrúar 2022 12:16 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Húsnæðismál standi ekki í vegi fyrir móttöku flóttafólks Forsætisráðherra segir að húsnæðismál Útlendingastofnunar muni ekki standa í vegi fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Undirbúningur að því sé nú þegar hafinn. 28. febrúar 2022 16:26
Nágrannaþjóðir taka flóttamönnum frá Úkraínu opnum örmum Evrópusambandið hefur fryst eignir forseta og utanríkisráðherra Rússlands í ríkjum sambandsins. Nágrannaríki Úkraínu í vestri taka flóttafólki þaðan opnum örmum en mikill fjöldi fólks reynir nú að komast vestur yfir. Hundruð manna hafa fallið í átökum beggja landa í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Forseti landsins hefur kallað eftir fundi með Rússlandsforseta. 25. febrúar 2022 19:21
Í biðröð til að komast til Póllands: „Það er eins og það sé heimsendir“ Úkraínsk kona, sem fréttastofa hefur verið í sambandi við, hefur verið föst í bílaröð við landamærin að Póllandi frá því á aðfaranótt föstudags. Enn er fjöldi fólks á undan henni í röðinni og hún ekki örugg. Rússneski herinn sprengdi upp húsnæði úkraínska hersins í nágrenninu í nótt. 27. febrúar 2022 12:16