Viðskipti innlent

Guide to Iceland skiptir um nafn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ingólfur Abraham Shahin er stærsti eigandinn í Guide to Iceland með 46,25 prósenta eignarhlut.
Ingólfur Abraham Shahin er stærsti eigandinn í Guide to Iceland með 46,25 prósenta eignarhlut. Guide to Iceland

Ferðatæknifyrirtækið Guide to Iceland hefur breytt nafni sínu í Travelshift. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Vörumerkið Guide to Iceland verður áfram nýtt til markaðssetningar og þjónustu við ferðamenn til Íslands. Auk Guide to Iceland, rekur félagið Guide to Europe og Guide to the Philippines.

Travelshift var stofnað árið 2012 og rekur meðal annars Guide to Iceland, markaðstorg sem er notað af yfir 1500 ferðaþjónustufyrirtækjum á Íslandi. Yfir milljón ferðamenn heimsækja vefsíðuna í hverjum mánuði.

„Nafnabreytingin er til marks um vaxandi umsvif fyrirtækisins erlendis. Við höfum verið að fjárfesta í spennandi verkefnum utan landsteinanna og eru þau þegar byrjuð að skila góðum árangri. Nafnið lýsir alþjóðlegri starfsemi okkar og þeirri nýstárlegu tækni sem við höfum þróað, ásamt því að höfða til erlendra fjárfesta,“ segir Jakob Ásmundsson, fjármálastjóri Travelshift.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×