Erlent

Vaktin: Ís­land á meðal ríkja sem vísa meintum stríðs­glæpum Rússa til rann­sóknar Al­þjóða­saka­mála­dóm­stólsins

Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
Úkraínskir hermenn undirbúa varnir Kænugarðs.
Úkraínskir hermenn undirbúa varnir Kænugarðs. Diego Herrera/Europa Press via Getty Images)

Vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan.

Staðan á sjöunda degi innrásarinnar:

  • Harðir bardagar standa yfir í borginni Kharkív eftir að rússneskar hersveitir lentu þar í nótt. Rússar hafa verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara.
  • Hin 64 kílómetra langa hergagnalest Rússa stefnir enn í átt að Kænugarði.
  • Harðir bardagar geisa einnig í og við Mariupol í suðurhluta landsins þar sem Rússar segjast hafa náð tökum á borginn Kherson.
  • Hlutabréfamarkaður Moskvu er enn lokaður, þriðja daginn í röð. Miðlurum hefur verið bannað að fara að óskum erlendra viðskiptavina sem vilja selja bréf sín í rússneskum fyrirtækjum.
  • Úkraínumenn segjast hafa stöðvað tilraun til að ráða forseta Úkraínu af dögum.
  • Frekari viðræður milli Rússa og Úkraínumanna fara mögulega fram í dag.
  • Ráðamenn í Evrópu og Bandaríkjunum reyna að átta sig á hugarástandi Pútíns, sem sagður er einangraður og með ofsóknaræði.
  • Sérfræðingar og ráðamenn átta sig ekki á því hvar rússneski flugherinn er.
  • Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni í nótt að Vladimir Pútín Rússlandsforseti verði látinn gjalda fyrir aðgerðir sínar gegn Úkraínu.
  • Biden sagði söguna hafa kennt okkur að þegar einræðisherrar væru ekki látnir sæta ábyrgð, héldu þeir áfram að valda ringulreið.
  • Alexei Navalní hefur kallað eftir umfangsmiklum mótmælum í Rússlandi.
  • Evrópusambandið boðar hertar refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi vegna aðkomu þeirra að innrásinni.
  • Yfirvöld í Úkraínu segja minnst tvö þúsund almenna borgara hafa fallið í árásum Rússa frá upphafi innrásarinnar.
  • Dagurinn í dag er sá versti frá því að stríðið byrjaði. Harðir bardagar hafa verið háðir í Kharkív, Kherson og Mariupol og ekkert lát á stórskota og eldflaugaárásum Rússa. 
  • Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti síðdegis harðorða ályktun þar sem innrásin var fordæmd og þess krafist að rússneskt herlið yrði dregið til baka. Ísland var á meðal þeirra þjóða sem lagði ályktunina fram. 
  • Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur hafið rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa í Úkraínu eftir að 38 ríki, þar á meðal Ísland, vísuðu slíkum málum til dómstólsins.
Hér má sjá kort af Úkraínu og nokkrum af stærstu borgum landsins.

Hér má finna vakt gærdagsins, 1. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×