Fær engar bætur eftir að hafa fallið niður stiga við vinnu Atli Ísleifsson skrifar 2. mars 2022 08:58 Fram kemur í dómi að maðurinn hafði unnið á gistiheimilinu í átta mánuði þegar slysið varð. Eftir þrif á umræddum gólffleti um átta mánaða skeið hafi hann átt að þekkja vel til allra aðstæðna við stiganefið. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað tryggingafélagið Sjóvá-Almennar af bótakröfu manns sem datt niður stiga þar sem hann vann við þrif á efri hæð gistiheimilis í janúar 2019. Í dómi kemur fram að gistiheimilið hafið verið með frjálsa ábyrgðartryggingu í gildi hjá Sjóvá þegar slysið varð. Stefnandi hafði nýlokið við þrif á efri hæð gistiheimilisins og ætlað að fara niður stiga á fyrstu hæð hússins þegar hann rak fót í járnlista sem komið hafði verið fyrir á samskeytum efsta þreps stigans og gólfsins. Hann datt þá fram fyrir sig og niður stigann. Við fallið náði maðurinn að bera hendurnar fyrir sig en þá orðið fyrir líkamstjóni á hægri hendi. Hann hafi leitað á sjúkrahús þar sem staðfest var að hann hafi úlnliðsbrotnað. Tryggingafélagið hafnaði greiðslu bóta þar sem vísað var í greinagerð eiganda gistiheimilisins þar sem kom fram að slysið hafi viljað þannig til að maðurinn hafi gengið aftur á bak að stiganum. Hann hafi ekki gætt að því hve langt hann hafi verið kominn og fallið aftur fyrir sig niður stigann. Málið hafði áður ratað til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum, en í áliti nefndarinnar kom fram að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að aðstæður á vinnustaðnum hafi á einhvern hvern hátt verið óforsvaranlegar og leitt til slyssins. Því hafi hann ekki átt rétt á bótum. Í kjölfarið var leitaði maðurinn til dómstóla. Fram kemur í dómi að maðurinn hafði unnið á staðnum í átta mánuði þegar slysið varð. Eftir þrif á umræddum gólffleti um átta mánaða skeið, hafi maðurinn átt að þekkja vel til allra aðstæðna við stiganefið. Er það niðurstaða dómsins að ekki hafi tekist að sýna fram á að orsök slyssins sé hægt að rekja til vanbúnaðar húsnæðisins eða hættulegra aðstæðna á vinnustað mannsins. „Slysið verður að teljast óhappatilvik og því ber að sýkna stefnda af kröfu stefnanda um viðurkenningu á skaðabótaskyldu vátryggingartaka úr ábyrgðartryggingu hans hjá stefnda,“ segir í dómnum. Maðurinn hlaut gjafsókn og greiðist kostnaður úr ríkissjóði. Vinnuslys Dómsmál Tryggingar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Í dómi kemur fram að gistiheimilið hafið verið með frjálsa ábyrgðartryggingu í gildi hjá Sjóvá þegar slysið varð. Stefnandi hafði nýlokið við þrif á efri hæð gistiheimilisins og ætlað að fara niður stiga á fyrstu hæð hússins þegar hann rak fót í járnlista sem komið hafði verið fyrir á samskeytum efsta þreps stigans og gólfsins. Hann datt þá fram fyrir sig og niður stigann. Við fallið náði maðurinn að bera hendurnar fyrir sig en þá orðið fyrir líkamstjóni á hægri hendi. Hann hafi leitað á sjúkrahús þar sem staðfest var að hann hafi úlnliðsbrotnað. Tryggingafélagið hafnaði greiðslu bóta þar sem vísað var í greinagerð eiganda gistiheimilisins þar sem kom fram að slysið hafi viljað þannig til að maðurinn hafi gengið aftur á bak að stiganum. Hann hafi ekki gætt að því hve langt hann hafi verið kominn og fallið aftur fyrir sig niður stigann. Málið hafði áður ratað til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum, en í áliti nefndarinnar kom fram að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að aðstæður á vinnustaðnum hafi á einhvern hvern hátt verið óforsvaranlegar og leitt til slyssins. Því hafi hann ekki átt rétt á bótum. Í kjölfarið var leitaði maðurinn til dómstóla. Fram kemur í dómi að maðurinn hafði unnið á staðnum í átta mánuði þegar slysið varð. Eftir þrif á umræddum gólffleti um átta mánaða skeið, hafi maðurinn átt að þekkja vel til allra aðstæðna við stiganefið. Er það niðurstaða dómsins að ekki hafi tekist að sýna fram á að orsök slyssins sé hægt að rekja til vanbúnaðar húsnæðisins eða hættulegra aðstæðna á vinnustað mannsins. „Slysið verður að teljast óhappatilvik og því ber að sýkna stefnda af kröfu stefnanda um viðurkenningu á skaðabótaskyldu vátryggingartaka úr ábyrgðartryggingu hans hjá stefnda,“ segir í dómnum. Maðurinn hlaut gjafsókn og greiðist kostnaður úr ríkissjóði.
Vinnuslys Dómsmál Tryggingar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira