Erlent

Rússar segja aðra um­ferð friðar­við­ræðna fara fram í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AP/utanríkisráðuneyti Rússlands

Önnur umferð friðarviðræðna milli Úkraínu og Rússlands fer fram síðar í dag. Þetta kemur fram í frétt rússneska ríkisútvarpsins Tass og þar vísað í starfsmann úkraínska forsetaembættisins.

Dmitry Peskov, talsmaður Kreml, sagði fyrr í dag að rússneska sendinefndin verði tilbúin í dag til að ræða aftur við þá úkraínsku. Úkraínsk stjórnvöld hafa þó ekki tilkynnt þetta formlega.

„Síðdegis í dag verður sendinefnd okkar tilbúin til að taka á móti úkraínsku sendinefndinni,“ sagði Peskov og sagðist ekki vilja tilgreina staðsetninguna. Í frétt Tass, sem er í eigu rússneska ríkisins hefur eftir Sergei Lavrov utanríkisráðherra að Úkraínumenn séu að draga fundinn vegna fyrirskipana frá Washington. 

„Við erum tilbúnir til annarrar umferðar friðarviðræðna en Úkraínumenn eru að fresta [ferlinu] vegna fyrirskipana Ameríkana,“ sagði Lavrov í viðtali hjá Al Jazeera.

Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sagði þó í gærkvöldi að friðarviðræður gætu ekki haldið áfram á meðan ekkert lát er á loftárásum Rússa. 

Sendinefndirnar funduðu á mánudag á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu en fundurinn bar ekki árangur. 


Tengdar fréttir

Biðja Abramovich um hjálp í friðarviðræðum við Pútín

Úkraínsk yfirvöld hafa leitað til rússneska milljarðarmæringsins Roman Abramovich, sem er eigandi fótboltaliðsins Chelsea, og óskað eftir aðstoð hans í yfirstandandi friðarviðræðum Úkraínumanna við Rússa, að sögn talsmanns Abramovich.

Þörf á kvenmiðaðri neyðaraðstoð í Úkraínu

Því miður sjáum við það alltof oft að þarfir kvenna og stúlkna gleymast í átökum. Ekki nóg með það, heldur eykst kynbundið ofbeldi samhliða því að þjónusta við þolendur skerðist. Það er því gríðarlega mikilvægt að UN Women geti áfram veitt konum og stúlkum þjónustu og kvenmiðaða neyðaraðstoð og tryggja að raddir þeirra heyrist við samningaborðið í öllum friðarviðræðum,“ segir Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra landsnefndar UN Women á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×