Innlent

Nýir eigendur ætla alls ekki að byggja blokk eða reisa hótel

Snorri Másson skrifar
Gunnlaugur Friðgeir Sigmundsson, framkvæmdastjóri Vinabæjar til áratuga, Helgi Kristinn Eiríksson, fjárfestir og eigandi Lumex, og sonur hans, Ingi Már Helgason.
Gunnlaugur Friðgeir Sigmundsson, framkvæmdastjóri Vinabæjar til áratuga, Helgi Kristinn Eiríksson, fjárfestir og eigandi Lumex, og sonur hans, Ingi Már Helgason. Stöð 2/Arnar

Höfuðvígi íslensks bingós til áratuga verður fjölnota samkomustaður eftir breytingar nýrra eigenda. Þeir útiloka ekki að þar verði hægt að spila bingó.

Í myndbrotinu að ofan er Vinabær heimsóttur og farið yfir áformin um starfsemi þar eftir framkvæmdir. Húsið er byggt í upphafi sjöunda áratugarins og hefur verið bíó, samkomusalur og svo aðallega bingósalur frá 1990.

Kaupendur eru Lumex-feðgar og fyrsta spurningin er að vanda: Hvað tekur við? Ekki hótel eða blokk, heldur menningarstarfsemi.

„Ég held að með réttu samstarfsaðilunum og réttum hópi einstaklinga, getum við gert Tónabæ, Tónabíó, Vinabæ, að skemmtilegum samkomustað. Það eru þá meiri listviðburðir, tónleikar, og uppistand eða hvað sem kemur til,“ segir Ingi Már Helgason, einn nýrra eigenda staðarins.

Því hefur verið lýst að í faraldrinum hafi bingóreksturinn torveldast til muna og ekki var hann með besta móti fyrir. Guðlaugur Friðgeir Sigmundsson framkvæmdastjóri Vinabæjar lýsir því í viðtalinu að það sé sorglegt að þurfa að hætta. Hann kveðst þó aldrei segja aldrei þegar hann er spurður hvort bingóinu verði ekki fundinn nýr vettvangur.


Tengdar fréttir

Fjáröflunin í Vinabæ snerist upp í andhverfu sína eftir hrunið

Guðlaugur Friðgeir Sigmundsson, framkvæmdastjóri Vinabæjar sem stóð fyrir bingókvöldum í Skipholti 33 í rúma þrjá áratugi, segir marga ekki gera sér grein fyrir ástandinu í þjóðfélaginu. Þar séu margir einstæðingar og hluti þeirra sem sótt hafi bingó í Vinabæ hafi varla farið út fyrir hússins dyr, nema til að fara í bingó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×