Fótbolti

Þórir og Hjörtur léku báðir í sigri

Atli Arason skrifar
Hjörtur Hermannsson í baráttu við Raheem Sterling á Laugardalsvelli.
Hjörtur Hermannsson í baráttu við Raheem Sterling á Laugardalsvelli. Hulda Margrét

Þórir Jóhann Helgason og Hjörtur Hermannsson eru báðir í toppbaráttu Serie B á Ítalíu. Þeir fengu hvor um sig mínútur í sigurleikjum í kvöld.

Þórir var aftur í byrjunarliðinu, í þetta sinn í 3-1 sigri Lecce á Ascoli. Þóri var skipt af leikvelli á 81. mínútu leiksins fyrir hinn sænska John Bjorkengren. Lecce heldur toppsæti deildarinnar með sigrinum en Lecce er með 52 stig eftir 27 leiki, einu stigi meira en Brescia í öðru sæti.

Hjörtur byrjaði á varamannabekk Pisa gegn Crotone en Hjörtur inn á í upphafi síðari hálfleiks þegar Pisa var 3-0 yfir. Hjörtur og félagar fengu tvo mörk á sig í síðari hálfleik en nær komust gestirnir ekki, lokatölur 3-2 fyrir Pisa. Með sigrinum fer Pisa upp í fjórða sæti Serie B, sem gefur þátttökurétt í umspili fyrir sæti í efstu deild. Pisa er með 49 stig eftir 27 leiki, tveimur stigum á undan Benevento í fimmta sæti en þremur stigum á eftir toppliði Lecce.

Mikael Egill Ellertsson var ekki í leikmannahópi SPAL sem gerði markalaust jafntefli við Cittadella. SPAL er í 15. sæti með 28 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×