Fótbolti

Fiorentina skoraði sigurmark Juventus

Atli Arason skrifar
Dusan Vlahovic spilaði allan leikinn gegn sínum gamla heimavelli.
Dusan Vlahovic spilaði allan leikinn gegn sínum gamla heimavelli. Getty Images)

Juventus er í vænlegri stöðu eftir fyrri leik undanúrslita í ítalska bikarnum, Coppa Italia.

Juventus vann Fiorentina á útivelli, 0-1, eftir sjálfsmark frá Lorenzeo Venuti á loka andartökum leiksins. Venuti skoraði á 91. mínútu eftir að hann stýrði fyrirgjöf Juan Cuadrado í eigið net. Juventus fer því með forystu inn í síðari leik liðana sem verður leikin í á heimavelli liðsins Turin þann 21 apríl næstkomandi.

Liðið sem kemst áfram í úrslit Coppa Italia mun leika gegn annað hvort Inter eða AC Milan sem eigast við í hinni undanúrslita viðureigninni. Mílanó liðin skildu jöfn, 0-0, í fyrri leiknum á San Siro í gær en seinni leikurinn verður leikinn á sama velli þann 20. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×