Fótbolti

Tveir ungir úkraínskir fótboltamenn létust í stríðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vitalii Sapylo og Dmytro Martynenko létust í stríðinu í Úkraínu.
Vitalii Sapylo og Dmytro Martynenko létust í stríðinu í Úkraínu.

Tveir úkraínskir fótboltamenn hafa látist í stríðinu þar í landi. Leikmannasamtökin FIFPRO greina frá þessu.

Leikmennirnir hétu Dmytro Martynenko og Vitalii Sapylo. Sá fyrrnefndi var 25 ára leikmaður Gostomel en sá síðarnefndi 21 árs leikmaður Karpaty Liev. Þeir eru fyrstu fótboltamennirnir sem vitað er að hafi látist í stríðinu í Úkraínu.

Martynenko lést ásamt móður sinni þegar sprengju var varpað á blokk í Kænugarði þar sem þau bjuggu.

Sapylo lést þegar hann reyndi að verja höfuðborgina Kænugarð ásamt félögum sínum í úkraínska hernum. Hann stýrði skriðdreka í hernum. Karpaty Liev lýsti honum sem hetju eftir að hann féll frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×