Ancelotti nú orðaður við stjórastöðuna hjá Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2022 12:30 Carlo Ancelotti er á góðri leið með að gera Real Madrid liðið að spænskum meisturum. EPA-EFE/DUMITRU DORU Það er enn miklar vangaveltur í gangi um hver fái það krefjandi starf að taka við sem næsti framtíðarknattspyrnustjóri Manchester United. Nú síðast var núverandi stjóri Real Madrid nefndur til sögunnar. Carlo Ancelotti hefur verið orðaður sem möguleiki en hann tæki þá við United liðinu í stuttan tíma og þá líklega til að ná tökum á stórstjörnum liðsins sem gengur illa að ná saman sem lið. Ítalinn er þekktur fyrir að vinna vel með stjörnuprýdd lið. Man United are exploring short-term managerial options with Carlo Ancelotti identified as a potential candidate, sources have told @RobDawsonESPN pic.twitter.com/ViXLkuSayP— ESPN FC (@ESPNFC) March 2, 2022 ESPN hefur heimildir fyrir áhuga United á þessum 62 ára Ítala en Ancelotti og Sir Alex Ferguson eru vinir. Richard Arnold, sem tók við framkvæmastjórastöðu félagsins af Ed Woodward fyrr á þessu ári, hefur leitað ráða hjá Sir Alex. United ætlaði alltaf að ráða framtíðarstjóra í sumar og á fimm manna óskalista voru meðal annars þeir Mauricio Pochettino hjá PSG og Erik ten Hag hjá Ajax. Ferguson er sagður vera aðdáandi Pochettino en hefur ráðlagt félaginu sínu að íhuga að ráða Ancelotti ef Pochettino er ekki til. Ancelotti er núverandi stjóri Real Madrid en þekkir vel til ensku úrvalsdeildarinnar sem fyrrum stjóri Chelsea og Everton. Hann er gríðarlega reynslumikill og hefur unnið meistaratitil í Englandi (Chelsea 2010), í Þýskalandi (Bayern München 2017), á Ítalíu (AC Milan 2004) og í Frakklandi (PSG 2013). Ancelotti er líka á góðri leið með að vinna titilinn á Spáni á þessu tímabili. Carlo Ancelotti, the Real Madrid head coach, has emerged as a surprise candidate to become the next manager of Manchester United.Ancelotti, 62, is an option if the club fail to land one of their leading targets, such as Mauricio Pochettino | @hirstclass https://t.co/Bb6roWRGJt— Times Sport (@TimesSport) March 2, 2022 Ancelotti hefur enn fremur unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum þar af einu sinni með Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid árið 2014 en líka tvisvar með AC Milan eða 2003 og 2007. Ralf Rangnick tók við Manchester United liðinu fram á sumar eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn fara í nóvember. Hann gæti vissulega haldið áfram með liðið gangi illa að ráða framtíðarmann en gengi liðsins hefur ekki verið mjög sannfærandi undir stjórn Þjóðverjans. Enn einn kostur er Luis Enrique en hann mun að minnsta kosti stýra spænska landsliðinu fram yfir heimsmeistaramótið í Katar sem er fram í nóvember og desember. Enska úrvalsdeildin á að byrja aftur 13. ágúst. Enski boltinn Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira
Carlo Ancelotti hefur verið orðaður sem möguleiki en hann tæki þá við United liðinu í stuttan tíma og þá líklega til að ná tökum á stórstjörnum liðsins sem gengur illa að ná saman sem lið. Ítalinn er þekktur fyrir að vinna vel með stjörnuprýdd lið. Man United are exploring short-term managerial options with Carlo Ancelotti identified as a potential candidate, sources have told @RobDawsonESPN pic.twitter.com/ViXLkuSayP— ESPN FC (@ESPNFC) March 2, 2022 ESPN hefur heimildir fyrir áhuga United á þessum 62 ára Ítala en Ancelotti og Sir Alex Ferguson eru vinir. Richard Arnold, sem tók við framkvæmastjórastöðu félagsins af Ed Woodward fyrr á þessu ári, hefur leitað ráða hjá Sir Alex. United ætlaði alltaf að ráða framtíðarstjóra í sumar og á fimm manna óskalista voru meðal annars þeir Mauricio Pochettino hjá PSG og Erik ten Hag hjá Ajax. Ferguson er sagður vera aðdáandi Pochettino en hefur ráðlagt félaginu sínu að íhuga að ráða Ancelotti ef Pochettino er ekki til. Ancelotti er núverandi stjóri Real Madrid en þekkir vel til ensku úrvalsdeildarinnar sem fyrrum stjóri Chelsea og Everton. Hann er gríðarlega reynslumikill og hefur unnið meistaratitil í Englandi (Chelsea 2010), í Þýskalandi (Bayern München 2017), á Ítalíu (AC Milan 2004) og í Frakklandi (PSG 2013). Ancelotti er líka á góðri leið með að vinna titilinn á Spáni á þessu tímabili. Carlo Ancelotti, the Real Madrid head coach, has emerged as a surprise candidate to become the next manager of Manchester United.Ancelotti, 62, is an option if the club fail to land one of their leading targets, such as Mauricio Pochettino | @hirstclass https://t.co/Bb6roWRGJt— Times Sport (@TimesSport) March 2, 2022 Ancelotti hefur enn fremur unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum þar af einu sinni með Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid árið 2014 en líka tvisvar með AC Milan eða 2003 og 2007. Ralf Rangnick tók við Manchester United liðinu fram á sumar eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn fara í nóvember. Hann gæti vissulega haldið áfram með liðið gangi illa að ráða framtíðarmann en gengi liðsins hefur ekki verið mjög sannfærandi undir stjórn Þjóðverjans. Enn einn kostur er Luis Enrique en hann mun að minnsta kosti stýra spænska landsliðinu fram yfir heimsmeistaramótið í Katar sem er fram í nóvember og desember. Enska úrvalsdeildin á að byrja aftur 13. ágúst.
Enski boltinn Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira