Garðabær í fremstu röð Björg Fenger skrifar 3. mars 2022 11:00 Þegar við hjónin völdum að flytja í Garðabæ með litlu strákana okkar tvo, horfðum við til þess að í Garðabæ hafði tekist að móta öflugt fjölskylduvænt samfélag þar sem lögð var áhersla á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf, góða skóla og traustan fjárhag. Frá því að ég varð bæjarfulltrúi hef ég haft þetta að leiðarljósi og unnið markvisst að því að byggja hér áfram upp samfélag sem er fjölskylduvænt og eftirsóknarvert fyrir einstaklinga á öllum aldri. Fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf Í Garðabæ hafa verið byggðar upp framúrskarandi aðstæður til að stunda fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf en nýjasta dæmið um slíka uppbyggingu er Miðgarður, fjölnota íþróttahús Garðabæjar. Jafnframt hefur bæjarfélagið gert fjölmarga samstarfssamninga við frjálsu félögin í bænum sem sjá um að halda úti blómlegu íþrótta- og tómstundastarfi fyrir íbúa á öllum aldri. Þetta skiptir miklu máli því rannsóknir sýna að skipulagt íþrótta- og tómstundastarf er ein besta forvörn sem hægt er að bjóða upp á. Ég tel að gott og öflugt samstarf bæjarins og íþrótta- og tómstundafélaganna sé mikilvægt og styðji enn frekar við líkamlega, andlega og félagslega heilsu bæjarbúa. Góðir skólar Hinn mikli metnaður, fjölbreytileiki og framsýni sem einkennir allt skólastarf í Garðabæ er eftirtektarverður. Það er jafnframt styrkur bæjarfélagsins að veita foreldrum og nemendum val um skóla þar sem hver skóli fyrir sig byggir á ólíkum stefnum og áherslum sem ætti að auðvelda nemendum að finna námsumhverfi við sitt hæfi. Í skólunum er haft að leiðarljósi að nemendur fái verkefni við sitt hæfi og reynt að grípa inn í um leið og nemendur sýna merki um að þurfa stuðning eða aðstoð. Líðan barna í skólum Garðabæjar er almennt góð sem og námsárangur nemenda enda þetta tvennt nátengt. Við þurfum að huga enn frekar að starfsumhverfi skólanna sem þarf að vera í sífelldri þróun þannig að leik- og grunnskólar bæjarins séu eftirsóknarverðir vinnustaðir, enda starfsfólk skólanna lykilinn að öflugu og góðu skólastarfi. Fjárhagslegur stöðugleiki Fjárhagsleg staða bæjarins er sterk sem er forsenda þess að unnt er að bjóða upp á góða þjónustu og öfluga innviði fyrir íbúana. Fjárhagslegur stöðuleiki byggist ekki upp á einni nóttu heldur á fyrirhyggju, ráðdeild og skynsemi þeirra sem stýrt hafa bænum. Ég legg áherslu á að rekstur Garðabæjar sé áfram traustur, skuldsetning hófleg og álögur lágar. Framtíðin er björt Þrátt fyrir að vel hafi verið gert undanfarin ár má ekki láta staðar numið. Í ört vaxandi bæjarfélagi eru mörg mikilvæg verkefni framundan sem meðal annars snúa að skipulagi nýrra hverfa og uppbyggingu innviða til að geta boðið íbúum upp á framúrskarandi þjónustu. Ég hef áhuga á að halda áfram að leggja mitt af mörkum til að vinna að því að Garðabær haldi stöðu sinni sem eftirsóknarvert bæjarfélag þar sem fjölskyldur sækjast eftir að ala upp börnin sín og þar sem eldra fólk vill njóta efri áranna. Höfundur er forseti bæjarstjórnar og formaður íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar og sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Björg Fenger Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Þegar við hjónin völdum að flytja í Garðabæ með litlu strákana okkar tvo, horfðum við til þess að í Garðabæ hafði tekist að móta öflugt fjölskylduvænt samfélag þar sem lögð var áhersla á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf, góða skóla og traustan fjárhag. Frá því að ég varð bæjarfulltrúi hef ég haft þetta að leiðarljósi og unnið markvisst að því að byggja hér áfram upp samfélag sem er fjölskylduvænt og eftirsóknarvert fyrir einstaklinga á öllum aldri. Fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf Í Garðabæ hafa verið byggðar upp framúrskarandi aðstæður til að stunda fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf en nýjasta dæmið um slíka uppbyggingu er Miðgarður, fjölnota íþróttahús Garðabæjar. Jafnframt hefur bæjarfélagið gert fjölmarga samstarfssamninga við frjálsu félögin í bænum sem sjá um að halda úti blómlegu íþrótta- og tómstundastarfi fyrir íbúa á öllum aldri. Þetta skiptir miklu máli því rannsóknir sýna að skipulagt íþrótta- og tómstundastarf er ein besta forvörn sem hægt er að bjóða upp á. Ég tel að gott og öflugt samstarf bæjarins og íþrótta- og tómstundafélaganna sé mikilvægt og styðji enn frekar við líkamlega, andlega og félagslega heilsu bæjarbúa. Góðir skólar Hinn mikli metnaður, fjölbreytileiki og framsýni sem einkennir allt skólastarf í Garðabæ er eftirtektarverður. Það er jafnframt styrkur bæjarfélagsins að veita foreldrum og nemendum val um skóla þar sem hver skóli fyrir sig byggir á ólíkum stefnum og áherslum sem ætti að auðvelda nemendum að finna námsumhverfi við sitt hæfi. Í skólunum er haft að leiðarljósi að nemendur fái verkefni við sitt hæfi og reynt að grípa inn í um leið og nemendur sýna merki um að þurfa stuðning eða aðstoð. Líðan barna í skólum Garðabæjar er almennt góð sem og námsárangur nemenda enda þetta tvennt nátengt. Við þurfum að huga enn frekar að starfsumhverfi skólanna sem þarf að vera í sífelldri þróun þannig að leik- og grunnskólar bæjarins séu eftirsóknarverðir vinnustaðir, enda starfsfólk skólanna lykilinn að öflugu og góðu skólastarfi. Fjárhagslegur stöðugleiki Fjárhagsleg staða bæjarins er sterk sem er forsenda þess að unnt er að bjóða upp á góða þjónustu og öfluga innviði fyrir íbúana. Fjárhagslegur stöðuleiki byggist ekki upp á einni nóttu heldur á fyrirhyggju, ráðdeild og skynsemi þeirra sem stýrt hafa bænum. Ég legg áherslu á að rekstur Garðabæjar sé áfram traustur, skuldsetning hófleg og álögur lágar. Framtíðin er björt Þrátt fyrir að vel hafi verið gert undanfarin ár má ekki láta staðar numið. Í ört vaxandi bæjarfélagi eru mörg mikilvæg verkefni framundan sem meðal annars snúa að skipulagi nýrra hverfa og uppbyggingu innviða til að geta boðið íbúum upp á framúrskarandi þjónustu. Ég hef áhuga á að halda áfram að leggja mitt af mörkum til að vinna að því að Garðabær haldi stöðu sinni sem eftirsóknarvert bæjarfélag þar sem fjölskyldur sækjast eftir að ala upp börnin sín og þar sem eldra fólk vill njóta efri áranna. Höfundur er forseti bæjarstjórnar og formaður íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar og sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun