Farnir að beita sömu aðferðum og í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2022 11:35 Íbúðahúsnæði í Kharkív hefur meðal annars orðið fyrir gríðarlegum skemmdum í árásum Rússa. Getty/State Emergency Service of Ukraine Her Rússlands er sagður byrjaður að beita sömu aðferðum í Úkraínu og hermenn nýttu í Sýrlandi. Ganga þær út á að umkringja borgir og bæi og þvinga þá til uppgjafar. Hugveitan Institute for the Study of War birti í gærkvöldi skýrslu um átökin í Úkraínu. Þar kemur meðal annars fram að Rússar leggi mesta áherslu í sóknina að Kænugarði. Eftir um nokkurra daga pásu þar sem frekari birgðum var komið til hermanna hófst hún aftur í gær en gekk enn illa. Önnur sókn sem kemur úr austri gekk þó betur. Rússar hafa náð tökum á borginni Kherson en sitja um Mariupol og náðu að umkringja þá borg að fullu í gær. Ráðamenn í Mariupol og Kharkív hafa kvartað undan linnulausum loftárásum og skothríð úr fallbyssum en slíkar árásir virðast eiga sér stað víðs vegar um Úkraínu. Í Kharkív segja ráðamenn að minnst 34 almennir borgarar hafi fallið í árásum á undanförnum sólarhring. Sagðir vísvitandi gera árásir á innviði og íbúðahverfi Í skýrslu ISW segir að Rússar séu vísvitandi að gera árásir á innviði og íbúðahverfi í Mariupol og víðar. Markmiðið sé að gera íbúum lífið erfitt og þvinga borgirnar til uppgjafar. Þetta sé sambærilegt og Rússar gerðu ítrekaði í Sýrlandi á undanförnum árum. Umkringja borgir og þvinga þær til uppgjafar með ítrekuðum loftárásum gegn almennum borgurum. Sérfræðingar segja líklegast að Rússar muni ekki senda hermenn til Kænugarðs strax, heldur umkringja borgina eins og aðrar og koma í veg fyrir að vopn og birgðir geti borist þangað. Borgarstjóri Konotop tilkynnti íbúum sínum eftir fund með rússneskum hermönnum að Rússar hefðu sagt að bærinn væri umkringdur og ef borgarstjórinn gæfist ekki upp, yrði bænum rústað með stórskotaliðsárásum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði frá því í morgun að minnst ein milljón manna hefði flúið Úkraínu frá því innrásin hófst fyrir viku síðan. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sýrland Tengdar fréttir Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Hugveitan Institute for the Study of War birti í gærkvöldi skýrslu um átökin í Úkraínu. Þar kemur meðal annars fram að Rússar leggi mesta áherslu í sóknina að Kænugarði. Eftir um nokkurra daga pásu þar sem frekari birgðum var komið til hermanna hófst hún aftur í gær en gekk enn illa. Önnur sókn sem kemur úr austri gekk þó betur. Rússar hafa náð tökum á borginni Kherson en sitja um Mariupol og náðu að umkringja þá borg að fullu í gær. Ráðamenn í Mariupol og Kharkív hafa kvartað undan linnulausum loftárásum og skothríð úr fallbyssum en slíkar árásir virðast eiga sér stað víðs vegar um Úkraínu. Í Kharkív segja ráðamenn að minnst 34 almennir borgarar hafi fallið í árásum á undanförnum sólarhring. Sagðir vísvitandi gera árásir á innviði og íbúðahverfi Í skýrslu ISW segir að Rússar séu vísvitandi að gera árásir á innviði og íbúðahverfi í Mariupol og víðar. Markmiðið sé að gera íbúum lífið erfitt og þvinga borgirnar til uppgjafar. Þetta sé sambærilegt og Rússar gerðu ítrekaði í Sýrlandi á undanförnum árum. Umkringja borgir og þvinga þær til uppgjafar með ítrekuðum loftárásum gegn almennum borgurum. Sérfræðingar segja líklegast að Rússar muni ekki senda hermenn til Kænugarðs strax, heldur umkringja borgina eins og aðrar og koma í veg fyrir að vopn og birgðir geti borist þangað. Borgarstjóri Konotop tilkynnti íbúum sínum eftir fund með rússneskum hermönnum að Rússar hefðu sagt að bærinn væri umkringdur og ef borgarstjórinn gæfist ekki upp, yrði bænum rústað með stórskotaliðsárásum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði frá því í morgun að minnst ein milljón manna hefði flúið Úkraínu frá því innrásin hófst fyrir viku síðan. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sýrland Tengdar fréttir Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31