Komi ekki til greina að Rússar hætti innrásinni í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2022 11:46 Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, líkti Bandaríkjamönnum við Hitler í dag og sagði aðra en Rússland hafa hótað kjarnorkuárásum. AP/rússneska utanríkisráðuneytið Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að ekki kæmi til greina að Rússar myndu hætta innrásinni í Úkraínu. Henni yrði haldið áfram þar til Rússar næðu markmiðum sínum. Þá sagðist hann sannfærður um að Rússar, sem eru að gera markvissar loftárásir á almenna borgara, væru í rétti í Úkraínu. Þeir hefðu rétt á að verja hagsmuni sína og Úkraínu yrði ekki leyft að ógna Rússlandi. Lavrov sagði einnig á blaðamannafundi sem fór fram í morgun að Rússar væru ekki einangraðir í alþjóðasamfélaginu og sagðist hann sannfærður um að létt yrði á refsiaðgerðum á endanum. Þá þvertók ráðherrann fyrir að Rússar væru að gera árásir á borgara og sagði her Rússlands hafa verið skipað að nota nákvæm vopn gegn hernaðarlegum skotmörkum. Fregnirnar af árásum Rússa á almenna borgara og innviði eru fjölmargar og studdar af myndefni. Búið er að hefja rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa í Úkraínu. Russian Foreign Minister Sergei Lavrov has accused the international community of "hysteria" over Ukraine and likened the US to Nazi Germany, claiming that "Americans have got Europe under their control".Live: https://t.co/cz5NTci6C4📺 Sky 501, Virgin 602 and Freeview 233 pic.twitter.com/RS1WxBHRDk— Sky News (@SkyNews) March 3, 2022 Aðrir hafi hótað kjarnorkustríði Á sama blaðamannafundi líkti Lavrov Bandaríkjunum við Hitler og Napóleon. Hann sagði báða hafa reynt að leggja undir sig Evrópu en Bandaríkjunum hefði tekist það. Spurður um það hvort Vladimír Pútín, forseti Rússlands, myndi beita kjarnorkuvopnum, sem hann hefur sett í viðbragðsstöðu, sagði Lavrov að það væru aðrir sem hefðu hótað kjarnorkustríði og nefndi hann Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, og Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Hið rétta er að Lavrov og Pútín hafa ítrekað hótað kjarnorkustríði undir rós á undanförnum vikum. Samkvæmt Sky News var Lavrov skömmu seinna spurður að því hvort hægt hefði verið að grípa til annarskonar aðgerða en refsiaðgerða, sagði hann það eina vera þriðju heimsstyrjöldina og að allir skildu að það yrði kjarnorkustyrjöld. Þá sakaði Lavrov úkraínska hermenn um að koma illa fram við almenna borgara í Donbas og að skýla sér á bakvið borgara. Hann sagði Úkraínumenn vera ribbalda og ný-nasista, sem Rússar hafa verið gjarnir á að segja að undanförnu. Líkt og áður kemur fram hafa Rússar ítrekað verið sakaðir um árásir á almenna borgara undanfarna daga og að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn rannsakar nú meinta stríðsglæpi Rússa í Úkraínu. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Farnir að beita sömu aðferðum og í Sýrlandi Her Rússlands er sagður byrjaður að beita sömu aðferðum í Úkraínu og hermenn nýttu í Sýrlandi. Ganga þær út á að umkringja borgir og bæi og þvinga þá til uppgjafar. 3. mars 2022 11:35 Vaktin: Sagðir hafa fellt háttsettan rússneskan herforingja Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Erlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Þá sagðist hann sannfærður um að Rússar, sem eru að gera markvissar loftárásir á almenna borgara, væru í rétti í Úkraínu. Þeir hefðu rétt á að verja hagsmuni sína og Úkraínu yrði ekki leyft að ógna Rússlandi. Lavrov sagði einnig á blaðamannafundi sem fór fram í morgun að Rússar væru ekki einangraðir í alþjóðasamfélaginu og sagðist hann sannfærður um að létt yrði á refsiaðgerðum á endanum. Þá þvertók ráðherrann fyrir að Rússar væru að gera árásir á borgara og sagði her Rússlands hafa verið skipað að nota nákvæm vopn gegn hernaðarlegum skotmörkum. Fregnirnar af árásum Rússa á almenna borgara og innviði eru fjölmargar og studdar af myndefni. Búið er að hefja rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa í Úkraínu. Russian Foreign Minister Sergei Lavrov has accused the international community of "hysteria" over Ukraine and likened the US to Nazi Germany, claiming that "Americans have got Europe under their control".Live: https://t.co/cz5NTci6C4📺 Sky 501, Virgin 602 and Freeview 233 pic.twitter.com/RS1WxBHRDk— Sky News (@SkyNews) March 3, 2022 Aðrir hafi hótað kjarnorkustríði Á sama blaðamannafundi líkti Lavrov Bandaríkjunum við Hitler og Napóleon. Hann sagði báða hafa reynt að leggja undir sig Evrópu en Bandaríkjunum hefði tekist það. Spurður um það hvort Vladimír Pútín, forseti Rússlands, myndi beita kjarnorkuvopnum, sem hann hefur sett í viðbragðsstöðu, sagði Lavrov að það væru aðrir sem hefðu hótað kjarnorkustríði og nefndi hann Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, og Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Hið rétta er að Lavrov og Pútín hafa ítrekað hótað kjarnorkustríði undir rós á undanförnum vikum. Samkvæmt Sky News var Lavrov skömmu seinna spurður að því hvort hægt hefði verið að grípa til annarskonar aðgerða en refsiaðgerða, sagði hann það eina vera þriðju heimsstyrjöldina og að allir skildu að það yrði kjarnorkustyrjöld. Þá sakaði Lavrov úkraínska hermenn um að koma illa fram við almenna borgara í Donbas og að skýla sér á bakvið borgara. Hann sagði Úkraínumenn vera ribbalda og ný-nasista, sem Rússar hafa verið gjarnir á að segja að undanförnu. Líkt og áður kemur fram hafa Rússar ítrekað verið sakaðir um árásir á almenna borgara undanfarna daga og að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn rannsakar nú meinta stríðsglæpi Rússa í Úkraínu. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Farnir að beita sömu aðferðum og í Sýrlandi Her Rússlands er sagður byrjaður að beita sömu aðferðum í Úkraínu og hermenn nýttu í Sýrlandi. Ganga þær út á að umkringja borgir og bæi og þvinga þá til uppgjafar. 3. mars 2022 11:35 Vaktin: Sagðir hafa fellt háttsettan rússneskan herforingja Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Erlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Farnir að beita sömu aðferðum og í Sýrlandi Her Rússlands er sagður byrjaður að beita sömu aðferðum í Úkraínu og hermenn nýttu í Sýrlandi. Ganga þær út á að umkringja borgir og bæi og þvinga þá til uppgjafar. 3. mars 2022 11:35
Vaktin: Sagðir hafa fellt háttsettan rússneskan herforingja Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49