Slógust á Selfossi og talið að myndband sé í dreifingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2022 14:51 Átökin brutust út við Vallaskóla á Selfossi. Árborg Til átaka kom meðal fjögurra drengja á unglingastigi á Selfossi um tíuleytið í morgun. Þetta kemur fram í tölvupósti skólastjóra Vallaskóla til foreldra og forráðamanna. Hann segir hluta drengjanna nemendur við skólann og grunur á að myndskeið af átökunum sé í dreifingu. Hugrakkt starfsfólk hafi skorist í leikinn. Rúmar tvær vikur eru síðan Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér tilkynningu vegna vísbendinga um að börn á Selfossi boðuðu til átaka, tæki þau upp og deildu á samfélagsmiðlum. Málið væri litið alvarlegum augum. Átökin í morgun urðu fyrir utan Engjavegsanddyrið á Sólvöllum. Guðbjartur Ólason, skólastjóri í Vallaskóla, segir í tölvupóstinum að starfsfólk skólans hafa komið fljótt á vettvang og brugðist fagmannlega við. Enginn hafi hlotið verulega áverka í átökunum. „Atvikið er litið alvarlegum augum og fór af stað viðbragð, viðeigandi aðila, þ.e. lögreglu og barnaverndar,“ segir Guðbjartur. Að öðru leyti geti hann ekki tjáð sig um atburðarásina og vísar til rannsóknarhagsmuna. Grunur sé uppi um að myndskeið af atvikinu sé til og í dreifingu. Biðlar Guðbjartur til foreldra að leita til lögreglu telji þeir að börn þeirra hafi myndskeiðið undir höndum. „Það slær okkur óhug þegar svona gerist en um leið er ég óskaplega feginn að ekki fór ferr,“ segir Guðbjartur. Starfsfólk hafi af hugrekki beitt sér í aðstæðunum, róað nemendur og fylgst með líðan þeirra. Málið sé nú í höndum skólastjóra og fyrrnefndra yfirvalda. Starfsfólk hafi fengið þau fyrirmæli að fylgjast áfram vel með líðan nemenda og beina þeim sem líður illa til viðtals hjá náms- og starfsráðgjafa. Þá eru foreldrar beðnir um að fylgjast með líðan barna sinna. Guðbjartur hyggst ávarpa nemendur á unglingastigi á sal á morgun. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Barnavernd Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Myndbönd í dreifingu af ofbeldi barna á Selfossi Vísbendingar eru um að börn á Selfossi boði til átaka, taki þau upp og deili svo á samfélagsmiðlum eða á öðrum vefsíðum á Internetinu. 14. febrúar 2022 16:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Rúmar tvær vikur eru síðan Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér tilkynningu vegna vísbendinga um að börn á Selfossi boðuðu til átaka, tæki þau upp og deildu á samfélagsmiðlum. Málið væri litið alvarlegum augum. Átökin í morgun urðu fyrir utan Engjavegsanddyrið á Sólvöllum. Guðbjartur Ólason, skólastjóri í Vallaskóla, segir í tölvupóstinum að starfsfólk skólans hafa komið fljótt á vettvang og brugðist fagmannlega við. Enginn hafi hlotið verulega áverka í átökunum. „Atvikið er litið alvarlegum augum og fór af stað viðbragð, viðeigandi aðila, þ.e. lögreglu og barnaverndar,“ segir Guðbjartur. Að öðru leyti geti hann ekki tjáð sig um atburðarásina og vísar til rannsóknarhagsmuna. Grunur sé uppi um að myndskeið af atvikinu sé til og í dreifingu. Biðlar Guðbjartur til foreldra að leita til lögreglu telji þeir að börn þeirra hafi myndskeiðið undir höndum. „Það slær okkur óhug þegar svona gerist en um leið er ég óskaplega feginn að ekki fór ferr,“ segir Guðbjartur. Starfsfólk hafi af hugrekki beitt sér í aðstæðunum, róað nemendur og fylgst með líðan þeirra. Málið sé nú í höndum skólastjóra og fyrrnefndra yfirvalda. Starfsfólk hafi fengið þau fyrirmæli að fylgjast áfram vel með líðan nemenda og beina þeim sem líður illa til viðtals hjá náms- og starfsráðgjafa. Þá eru foreldrar beðnir um að fylgjast með líðan barna sinna. Guðbjartur hyggst ávarpa nemendur á unglingastigi á sal á morgun.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Barnavernd Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Myndbönd í dreifingu af ofbeldi barna á Selfossi Vísbendingar eru um að börn á Selfossi boði til átaka, taki þau upp og deili svo á samfélagsmiðlum eða á öðrum vefsíðum á Internetinu. 14. febrúar 2022 16:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Myndbönd í dreifingu af ofbeldi barna á Selfossi Vísbendingar eru um að börn á Selfossi boði til átaka, taki þau upp og deili svo á samfélagsmiðlum eða á öðrum vefsíðum á Internetinu. 14. febrúar 2022 16:15