Utan vallar: Skiptar skoðanir hvort sala ungra leikmanna hafi áhrif á gæði í Bestu deildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2022 09:05 Víkingur er Íslandsmeistari ríkjandi Íslandsmeistari. Það var einnig eina af toppliðum deildarinnar sem spilaði leikmanni sem var enn gjaldgengur í 2. flokk í stóru hlutverki. Vísir/Hulda Margrét Í liðinni viku seldi Breiðablik tvo unga og efnilega drengi til stórliða á Norðurlöndunum. Báðir leikmenn komu við sögu í einum leik Breiðabliks á síðasta tímabili og spurning hvort hlutverk þeirra hefði verið enn stærra í ár. Það eru skiptar skoðanir á því hvort sölur á ungum leikmönnum hafi áhrif á gæði Bestu deildar karla eður ei. Til að fá frekar skoðanir á þessu máli hafði blaðamaður samband við Daða Rafnsson, Hrafnkel Frey Ágústsson og Mána Pétursson. Hafa þeir allir komið að íslenskri knattspyrnu með einum eða öðrum hætti á undanförnum árum. Daði og Máni telja báðir að sölur á ungum leikmönnum á aldrinum 16 til 19 ára hafi ekki mikil áhrif á gæði Bestu deildarinnar á meðan Hrafnkell Freyr er sömu skoðunar og blaðamaður, það er að deildin sé að missa gæða leikmenn sem gætu orðið að ofurstjörnum hér á landi áður en þeir myndu halda erlendis nokkrum misserum síðar. „Í raun bitnar þetta ekki mikið á deildinni þar sem meðalaldur liða í Bestu deildinni er það hár að það hefði verið mjög ólíklegt að þeir hefðu fengið einhver hlutverk. Ef valið stæði á milli þess að spila alvöru hlutverk í Bestu deildinni – að vera meðal 11 bestu leikmanna í sínu liði - eða vera í akademíubolta erlendis þá gæti það verið mun álitlegra að vera heima,“ sagði Daði og bætti svo við: „Það var enginn 16-17 ára leikmaður sem fékk alvöru hlutverk í Bestu deildinni í fyrra.“ Kristall Máni varð Íslands- og bikarmeistari síðasta sumar.Vísir/Bára Dröfn Daði nefnir í kjölfarið Kristal Mána Ingason, leikmann Íslands- og bikarmeistara Víkings, en hann er eini leikmaðurinn sem var enn gjaldgengur í 2. flokk sem fékk stórt hlutverk í fimm efstu liðum Bestu deildarinnar. Kristall Máni var þar að spila sitt annað tímabil í deildinni eftir að hafa farið ungur að árum til FC Kaupmannahafnar en komið aftur til Íslands fyrir tímabilið 2020. „Frá sjónarmiði hæfileikamótunar er mjög jákvætt að leikmenn eigi möguleika á að reyna sig erlendis. Þeir geta nefnilega alltaf komið til baka, reynslunni ríkari. Takmark allra leikmanna hlýtur að vera að komast á eins hátt getustig og mögulegt er miðað við hæfileika og vinnusemi. Við eigum fleiri tugi atvinnumanna erlendis. Við megum heldur ekki gleyma að því fleiri leikmenn sem fara út, því fleiri tækifæri verða eftir hér heima fyrir aðra leikmenn. Þannig byggjum við upp stærri hóp af leikmönnum heldur en ef allir væru bara heima. Stór hópur af hæfileikafólki er algjört lykilatriði fyrir góða heilsu knattspyrnunnar og landsliða okkar,“ sagði Daði einnig. Alfons Sampsted, Stefán Teitur Þórðarson, Brynjar Ingi Bjarnason og Jóhann Þórir Helgason eiga framtíðina fyrir sér með íslenska landsliðinu.Vísir/Vilhelm Hrafnkell Freyr er ekki alveg sammála Daða í þessum málum. „Að mínu mati þá veikir þetta deildina töluvert. Einnig þá minnkar áhugi fólks þar sem góðir ungir uppaldir leikmenn hjálpa til við að fá fólk á völlinn. Það ætti að vera hægt að búa til stjörnur úr þessum strákum sem er gott markaðslega,“ sagði Hrafnkell Freyr og benti á Alfreð Finnbogason sem átti stóran þátt í að Breiðablik varð bikarmeistari 2009 og Íslandsmeistari árið 2010. Máni hins vegar undir með Daða. „Þetta bitnar ekkert á Bestu deildinni, það er nóg af góðum strákum á aldrinum 16 til 20 ára á mála hjá félögum deildarinnar. Það sem bitnar á deildinni er stefnuleysi félaganna og skortur á tilgangi hjá þeim.“ Hvað, ef eitthvað, þarf að breytast? „Það gæti verið góð strategía hjá liðum landsins að vinna meira með efnilegum leikmönnum sem fá tækifæri til að fá út. Þeir eru þá vonandi tryggir við sitt félag og opnir fyrir því að koma aftur í það félag ef þeir koma heim. Liðin þurfa svo auðvitað að fá sanngjarnar bætur fyrir unga leikmenn sem fara erlendis, í gegnum uppeldisbætur eða sem hlutfall af næstu sölu eða fyrir beina sölu,“ sagði Daði. „Ef leikmaður er augljóslega mjög efnilegur er nær útilokað fyrir íslensk lið að halda þeim heima,“ bætti Daði við og nefndi Ísak Bergmann Jóhannesson sem dæmi. Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður FC Kaupmannahafnar og íslenska landsliðsins.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ef við skoðum U-21 árs landslið karla sem fór í úrslitakeppni Evrópumótsins í fyrra þá hafa nær allir orðið atvinnumenn. Voru þeir að meðaltali 19 ára þegar þeir fóru erlendis og búnir að spila 46 meistaraflokksleiki á vegum KSÍ. Það eru margar ólíkar leiðir sem leikmenn geta farið en þeir sem eru með hvað stærstan prófíl eru nær undantekningalaust farnir út 16 eða 17 ára með mjög fáa leiki á bakinu,“ sagði Daði um stöðu mála. Aftur horfa hlutirnir öðruvísi við Hrafnkeli Frey sem vill sjá breytingar. „Við gætum borgað ungum leikmönnum betur, þessir strákar eru oftast á fyrsta samningnum sem þeir skrifuðu undir 16 ára gamlir og eru ekkert að spá í því fyrr en það kemur áhugi að utan. Þá væri hægt að búa til betri umgjörð, til dæmis með aukaæfingum á morgnanna og þar fram eftir götunum.“ „Gæti verið venjuleg fótbolta- eða lyftingaæfing, hlaupaþjálfun með leikmönnum sem hafa tök á því. Svo væri hægt að hafa morgunmat í kjölfarið.“ „Ég er þeirrar skoðunar að stór ástæða fyrir því að Breiðablik hélt Guðmundi Kristjánssyni, Finn Orra Margeirssyni, Kristni Jónssyni, Kristni Steindórssyni og Alfreð ásamt fleirum þegar þeir unnu bikarinn 2009 og Íslandsmeistaratitilinn 2010 var sú að þeir voru akademíuæfingum hjá Blikum sem voru tengdar við Menntaskólann í Kópavogi.“ „Þar voru Óli Kristjánsson, Arnar Bill og fleiri mættir með alvöru æfingar. Ekkert endilega æfingar sem voru að keyra menn í jörðina en það var mikið um kennslu. Liðleika- og hlaupaþjálfun með hlaupaþjálfara úr frjálsíþróttadeild Breiðabliks til dæmis. Það var farið yfir alla þessa þætti sem geta bætt þig sem leikmann.“ Breiðablik vann þann stóra 2010. Ungur Alfreð Finnbogason er lengst til hægri á myndinni.Vísir/Anton Of hár meðalaldur Blaðamaður er að vissu leyti sammála öllum viðmælendum. Það býr til fleiri tækifæri fyrir aðra leikmenn ef þeir bestu fara ungir út. Ef þeir finna sig ekki þá koma þeir aftur heim með möguleika á að taka yfir deildina. Hægt er að benda á nokkur dæmi í núverandi Íslandsmeistaraliði. Það gæti þó reynst ágætis lyftistöng fyrir íslenska knattspyrnu ef bestu ungu leikmennirnir myndu taka eitt til tvö tímabil hér heima. Það þyrfti þá augljóslega að vera skýr leið fyrir þá inn í meistaraflokka félaganna en því miður er staðan þannig í dag að flest lið eru með einstaklega háan meðalaldur. Það er mikið um reynslubolta í Bestu deildinni. Sumir eru það góðir að þeir voru byrjunarliðsmenn í íslenska landsliðinu á síðasta ári.VÍSIR/VILHELM „Ef við skoðum meðalaldur byrjunarliða átta bestu liða á Íslandi í fyrra þá var hann 28,3 ára. Þrjú af þeim liðum voru með meðalaldur yfir þrítugt og helmingur þeirra spilaði engum á 2. flokks aldri í stóru hlutverki. Ef við spilum ekki ungum leikmönnum og gefum þeim stór hlutverk, þá getum við ekki sagt að það sé betra fyrir þá að vera heima, né að það að þeir fari út 16-17 ára skaði deildina,“ sagði Daði Rafnsson að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Utan vallar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Það eru skiptar skoðanir á því hvort sölur á ungum leikmönnum hafi áhrif á gæði Bestu deildar karla eður ei. Til að fá frekar skoðanir á þessu máli hafði blaðamaður samband við Daða Rafnsson, Hrafnkel Frey Ágústsson og Mána Pétursson. Hafa þeir allir komið að íslenskri knattspyrnu með einum eða öðrum hætti á undanförnum árum. Daði og Máni telja báðir að sölur á ungum leikmönnum á aldrinum 16 til 19 ára hafi ekki mikil áhrif á gæði Bestu deildarinnar á meðan Hrafnkell Freyr er sömu skoðunar og blaðamaður, það er að deildin sé að missa gæða leikmenn sem gætu orðið að ofurstjörnum hér á landi áður en þeir myndu halda erlendis nokkrum misserum síðar. „Í raun bitnar þetta ekki mikið á deildinni þar sem meðalaldur liða í Bestu deildinni er það hár að það hefði verið mjög ólíklegt að þeir hefðu fengið einhver hlutverk. Ef valið stæði á milli þess að spila alvöru hlutverk í Bestu deildinni – að vera meðal 11 bestu leikmanna í sínu liði - eða vera í akademíubolta erlendis þá gæti það verið mun álitlegra að vera heima,“ sagði Daði og bætti svo við: „Það var enginn 16-17 ára leikmaður sem fékk alvöru hlutverk í Bestu deildinni í fyrra.“ Kristall Máni varð Íslands- og bikarmeistari síðasta sumar.Vísir/Bára Dröfn Daði nefnir í kjölfarið Kristal Mána Ingason, leikmann Íslands- og bikarmeistara Víkings, en hann er eini leikmaðurinn sem var enn gjaldgengur í 2. flokk sem fékk stórt hlutverk í fimm efstu liðum Bestu deildarinnar. Kristall Máni var þar að spila sitt annað tímabil í deildinni eftir að hafa farið ungur að árum til FC Kaupmannahafnar en komið aftur til Íslands fyrir tímabilið 2020. „Frá sjónarmiði hæfileikamótunar er mjög jákvætt að leikmenn eigi möguleika á að reyna sig erlendis. Þeir geta nefnilega alltaf komið til baka, reynslunni ríkari. Takmark allra leikmanna hlýtur að vera að komast á eins hátt getustig og mögulegt er miðað við hæfileika og vinnusemi. Við eigum fleiri tugi atvinnumanna erlendis. Við megum heldur ekki gleyma að því fleiri leikmenn sem fara út, því fleiri tækifæri verða eftir hér heima fyrir aðra leikmenn. Þannig byggjum við upp stærri hóp af leikmönnum heldur en ef allir væru bara heima. Stór hópur af hæfileikafólki er algjört lykilatriði fyrir góða heilsu knattspyrnunnar og landsliða okkar,“ sagði Daði einnig. Alfons Sampsted, Stefán Teitur Þórðarson, Brynjar Ingi Bjarnason og Jóhann Þórir Helgason eiga framtíðina fyrir sér með íslenska landsliðinu.Vísir/Vilhelm Hrafnkell Freyr er ekki alveg sammála Daða í þessum málum. „Að mínu mati þá veikir þetta deildina töluvert. Einnig þá minnkar áhugi fólks þar sem góðir ungir uppaldir leikmenn hjálpa til við að fá fólk á völlinn. Það ætti að vera hægt að búa til stjörnur úr þessum strákum sem er gott markaðslega,“ sagði Hrafnkell Freyr og benti á Alfreð Finnbogason sem átti stóran þátt í að Breiðablik varð bikarmeistari 2009 og Íslandsmeistari árið 2010. Máni hins vegar undir með Daða. „Þetta bitnar ekkert á Bestu deildinni, það er nóg af góðum strákum á aldrinum 16 til 20 ára á mála hjá félögum deildarinnar. Það sem bitnar á deildinni er stefnuleysi félaganna og skortur á tilgangi hjá þeim.“ Hvað, ef eitthvað, þarf að breytast? „Það gæti verið góð strategía hjá liðum landsins að vinna meira með efnilegum leikmönnum sem fá tækifæri til að fá út. Þeir eru þá vonandi tryggir við sitt félag og opnir fyrir því að koma aftur í það félag ef þeir koma heim. Liðin þurfa svo auðvitað að fá sanngjarnar bætur fyrir unga leikmenn sem fara erlendis, í gegnum uppeldisbætur eða sem hlutfall af næstu sölu eða fyrir beina sölu,“ sagði Daði. „Ef leikmaður er augljóslega mjög efnilegur er nær útilokað fyrir íslensk lið að halda þeim heima,“ bætti Daði við og nefndi Ísak Bergmann Jóhannesson sem dæmi. Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður FC Kaupmannahafnar og íslenska landsliðsins.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ef við skoðum U-21 árs landslið karla sem fór í úrslitakeppni Evrópumótsins í fyrra þá hafa nær allir orðið atvinnumenn. Voru þeir að meðaltali 19 ára þegar þeir fóru erlendis og búnir að spila 46 meistaraflokksleiki á vegum KSÍ. Það eru margar ólíkar leiðir sem leikmenn geta farið en þeir sem eru með hvað stærstan prófíl eru nær undantekningalaust farnir út 16 eða 17 ára með mjög fáa leiki á bakinu,“ sagði Daði um stöðu mála. Aftur horfa hlutirnir öðruvísi við Hrafnkeli Frey sem vill sjá breytingar. „Við gætum borgað ungum leikmönnum betur, þessir strákar eru oftast á fyrsta samningnum sem þeir skrifuðu undir 16 ára gamlir og eru ekkert að spá í því fyrr en það kemur áhugi að utan. Þá væri hægt að búa til betri umgjörð, til dæmis með aukaæfingum á morgnanna og þar fram eftir götunum.“ „Gæti verið venjuleg fótbolta- eða lyftingaæfing, hlaupaþjálfun með leikmönnum sem hafa tök á því. Svo væri hægt að hafa morgunmat í kjölfarið.“ „Ég er þeirrar skoðunar að stór ástæða fyrir því að Breiðablik hélt Guðmundi Kristjánssyni, Finn Orra Margeirssyni, Kristni Jónssyni, Kristni Steindórssyni og Alfreð ásamt fleirum þegar þeir unnu bikarinn 2009 og Íslandsmeistaratitilinn 2010 var sú að þeir voru akademíuæfingum hjá Blikum sem voru tengdar við Menntaskólann í Kópavogi.“ „Þar voru Óli Kristjánsson, Arnar Bill og fleiri mættir með alvöru æfingar. Ekkert endilega æfingar sem voru að keyra menn í jörðina en það var mikið um kennslu. Liðleika- og hlaupaþjálfun með hlaupaþjálfara úr frjálsíþróttadeild Breiðabliks til dæmis. Það var farið yfir alla þessa þætti sem geta bætt þig sem leikmann.“ Breiðablik vann þann stóra 2010. Ungur Alfreð Finnbogason er lengst til hægri á myndinni.Vísir/Anton Of hár meðalaldur Blaðamaður er að vissu leyti sammála öllum viðmælendum. Það býr til fleiri tækifæri fyrir aðra leikmenn ef þeir bestu fara ungir út. Ef þeir finna sig ekki þá koma þeir aftur heim með möguleika á að taka yfir deildina. Hægt er að benda á nokkur dæmi í núverandi Íslandsmeistaraliði. Það gæti þó reynst ágætis lyftistöng fyrir íslenska knattspyrnu ef bestu ungu leikmennirnir myndu taka eitt til tvö tímabil hér heima. Það þyrfti þá augljóslega að vera skýr leið fyrir þá inn í meistaraflokka félaganna en því miður er staðan þannig í dag að flest lið eru með einstaklega háan meðalaldur. Það er mikið um reynslubolta í Bestu deildinni. Sumir eru það góðir að þeir voru byrjunarliðsmenn í íslenska landsliðinu á síðasta ári.VÍSIR/VILHELM „Ef við skoðum meðalaldur byrjunarliða átta bestu liða á Íslandi í fyrra þá var hann 28,3 ára. Þrjú af þeim liðum voru með meðalaldur yfir þrítugt og helmingur þeirra spilaði engum á 2. flokks aldri í stóru hlutverki. Ef við spilum ekki ungum leikmönnum og gefum þeim stór hlutverk, þá getum við ekki sagt að það sé betra fyrir þá að vera heima, né að það að þeir fari út 16-17 ára skaði deildina,“ sagði Daði Rafnsson að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Utan vallar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira