Opna dyrnar fyrir flóttafólki frá Úkraínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2022 14:42 Óvíst er hve margir flóttamenn frá Úkraínu sæki til Íslands eftir skjóli. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að virkja tiltekna grein Útlendingalaganna sem opnar á móttöku flóttafólks frá Úkraínu án sérstakra ferla. Forsætisráðherra segir um tímabundið leyfi að ræða en aðstæður í Evrópu séu einstakar um þessar mundir. Talið er að ein milljón Úkraínumanna sé þegar á flótta eftir innrás Rússa í landið sem hófst fyrir rúmri viku. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fundaði með innanríkisráðherrum ríkja Evrópusambandsins í gær. Þar varð niðurstaðan að þjóðirnar myndu virkja ákvæði til að auðvelda flóttafólki að finna sér tímabundinn samastað. „Þetta eru sérstakar aðstæður sem kallast fjöldaflótti. Við erum auðvitað þegar farin að sjá að það slagar upp í milljón, tala flóttafólks frá Úkraínu. Það þýðir í raun að þessum almennu ferlum er vikið til hliðar og við gerum ráð fyrir að taka á móti því fólki samkvæmt þessu ákvæði um fólk á flótta.“ Snorri Másson ræddi við Katrínu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fólkið geti svo í framhaldinu sótt um varanlegt dvalarleyfi þegar fram líði stundir. „Já, að sjálfsögðu. Þetta er þá tímabundið leyfi. Það er þannig að þetta eru einstakar aðstæður í Evrópu. Það er samhljómur. Svo voru að berast skilaboð frá Bandaríkjunum um tilslakanir í þessa veru. Gerum ráð fyrir því að ef spár Flóttamannastofnunar ganga eftir getum við séð margar milljónir á flótta.“ Þá var Katrín spurð út í stöðu Íslands innan Atlantshafsbandalagsins NATO. „Atlantshafsbandalagið byggir á þeirri forsendu að ef ráðist er á eitt ríki innan bandalagsins þá sé brugðist við því, því til varnar. Nú er Úkraína ekki innan bandalagsins og það er ástæðan fyrir því að Atlantshafsbandalagið hefur ekki beitt sér á sviði hernaðar. Það sem Atlantshafsbandalagið hefur verið að gera er að styrkja varnir bandalagsríkjanna, sérstaklega í austurhluta bandalagsins. Það hefur verið stefna þess hingað til í þessu máli.“ Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Býður sig fram til formanns Siðmenntar Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Innlent Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Sjá meira
Talið er að ein milljón Úkraínumanna sé þegar á flótta eftir innrás Rússa í landið sem hófst fyrir rúmri viku. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fundaði með innanríkisráðherrum ríkja Evrópusambandsins í gær. Þar varð niðurstaðan að þjóðirnar myndu virkja ákvæði til að auðvelda flóttafólki að finna sér tímabundinn samastað. „Þetta eru sérstakar aðstæður sem kallast fjöldaflótti. Við erum auðvitað þegar farin að sjá að það slagar upp í milljón, tala flóttafólks frá Úkraínu. Það þýðir í raun að þessum almennu ferlum er vikið til hliðar og við gerum ráð fyrir að taka á móti því fólki samkvæmt þessu ákvæði um fólk á flótta.“ Snorri Másson ræddi við Katrínu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fólkið geti svo í framhaldinu sótt um varanlegt dvalarleyfi þegar fram líði stundir. „Já, að sjálfsögðu. Þetta er þá tímabundið leyfi. Það er þannig að þetta eru einstakar aðstæður í Evrópu. Það er samhljómur. Svo voru að berast skilaboð frá Bandaríkjunum um tilslakanir í þessa veru. Gerum ráð fyrir því að ef spár Flóttamannastofnunar ganga eftir getum við séð margar milljónir á flótta.“ Þá var Katrín spurð út í stöðu Íslands innan Atlantshafsbandalagsins NATO. „Atlantshafsbandalagið byggir á þeirri forsendu að ef ráðist er á eitt ríki innan bandalagsins þá sé brugðist við því, því til varnar. Nú er Úkraína ekki innan bandalagsins og það er ástæðan fyrir því að Atlantshafsbandalagið hefur ekki beitt sér á sviði hernaðar. Það sem Atlantshafsbandalagið hefur verið að gera er að styrkja varnir bandalagsríkjanna, sérstaklega í austurhluta bandalagsins. Það hefur verið stefna þess hingað til í þessu máli.“
Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Býður sig fram til formanns Siðmenntar Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Innlent Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Sjá meira