Sverrir: Markmiðið er að fá stöðugleika í Grindavík Andri Már Eggertsson skrifar 4. mars 2022 22:20 Sverrir Þór Sverrisson er mættur aftur í Grindavík Facebook/Körfuknattleiksdeild Grindavíkur Grindavík vann sextán stiga sigur á Vestra í HS-Orku höllinni í kvöld. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var afar ánægður með að byrja á sigri í sínum fyrsta leik sem nýr þjálfari Grindavíkur. „Það er mjög gaman að vera mættur aftur og er afar mikilvægt að byrja á sigri,“ sagði Sverrir um endurkomuna í Grindavík. Vestri byrjaði leikinn betur en Grindavík vann sig inn í leikinn og missti aldrei forskotið lengra niður en sex stig sem Sverrir var þó svekktur með. „Við vorum slakir varnarlega í fyrsta leikhluta en við spiluðum betur í öðrum leikhluta. Eftir góða byrjun í seinni hálfleik fannst mér við vera kærulausir og misstum forskotið niður í sex stig sem ég var ekki ánægður með.“ Grindavík lék afar vel sóknarlega í þriðja leikhluta sem endaði með að heimamenn skoruðu 30 stig á tíu mínútum. „Mér fannst vörnin góð, það var gott flæði á boltanum og allir voru með á nótunum. Þeir dekkuðu Ivan Aurrecoechea vel en hann náði að koma boltanum frá sér sem skilaði sér í góðum skotum.“ „Vestri er líklegast á leiðinni niður í næst efstu deild og var þetta einfaldlega leikur sem við áttum að vinna en þeir eru með góða leikmenn og létu okkur hafa fyrir þessu í kvöld.“ Sverrir taldi sig vera með gott lið í höndunum en vildi þó ekki gefa út miklar yfirlýsingar heldur tekur hann einn leik í einu. „Grindavík hefur sýnt það í vetur að það eru fullt af góðum einstaklingum í liðinu og þegar skipulagið hefur verið að ganga upp þá hefur Grindavík verið að vinna toppliðin en svo hefur Grindavík einnig tapað fyrir Vestra og Þór Akureyri sem sýnir hversu slæma og góða daga þetta lið getur átt,“ sagði Sverrir um þakið á liðinu og hélt áfram. „Það er markmiðið hjá okkur þjálfarateyminu að reyna fá meiri stöðugleika í Grindavík og ef við náum því eigum við að geta tryggt okkur í úrslitakeppnina og gott sæti í deildinni. En ég ætla samt bara að taka einn leik í einu og er ég bara að velta fyrir mér næsta leik gegn Stjörnunni,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson að lokum. UMF Grindavík Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
„Það er mjög gaman að vera mættur aftur og er afar mikilvægt að byrja á sigri,“ sagði Sverrir um endurkomuna í Grindavík. Vestri byrjaði leikinn betur en Grindavík vann sig inn í leikinn og missti aldrei forskotið lengra niður en sex stig sem Sverrir var þó svekktur með. „Við vorum slakir varnarlega í fyrsta leikhluta en við spiluðum betur í öðrum leikhluta. Eftir góða byrjun í seinni hálfleik fannst mér við vera kærulausir og misstum forskotið niður í sex stig sem ég var ekki ánægður með.“ Grindavík lék afar vel sóknarlega í þriðja leikhluta sem endaði með að heimamenn skoruðu 30 stig á tíu mínútum. „Mér fannst vörnin góð, það var gott flæði á boltanum og allir voru með á nótunum. Þeir dekkuðu Ivan Aurrecoechea vel en hann náði að koma boltanum frá sér sem skilaði sér í góðum skotum.“ „Vestri er líklegast á leiðinni niður í næst efstu deild og var þetta einfaldlega leikur sem við áttum að vinna en þeir eru með góða leikmenn og létu okkur hafa fyrir þessu í kvöld.“ Sverrir taldi sig vera með gott lið í höndunum en vildi þó ekki gefa út miklar yfirlýsingar heldur tekur hann einn leik í einu. „Grindavík hefur sýnt það í vetur að það eru fullt af góðum einstaklingum í liðinu og þegar skipulagið hefur verið að ganga upp þá hefur Grindavík verið að vinna toppliðin en svo hefur Grindavík einnig tapað fyrir Vestra og Þór Akureyri sem sýnir hversu slæma og góða daga þetta lið getur átt,“ sagði Sverrir um þakið á liðinu og hélt áfram. „Það er markmiðið hjá okkur þjálfarateyminu að reyna fá meiri stöðugleika í Grindavík og ef við náum því eigum við að geta tryggt okkur í úrslitakeppnina og gott sæti í deildinni. En ég ætla samt bara að taka einn leik í einu og er ég bara að velta fyrir mér næsta leik gegn Stjörnunni,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson að lokum.
UMF Grindavík Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira