Enski boltinn

Pochettino nú orðaður við endur­komu til Totten­ham

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Er Pochettino á leið aftur til Tottenham?
Er Pochettino á leið aftur til Tottenham? EPA-EFE/YOAN VALAT

Mauricio Pochettino, stjóri París Saint-Germain, er einkar eftirsóttur maður. Hann er nú orðaður við endurkomu í Lundúnum.

Þrátt fyrir að stýra einu stærsta félagi heims virðist sem Argentínumaðurinn Pochettino verði ekki mikið lengur við stjórnvölin hjá franska stórliðinu PSG. Þrátt fyrir að hafa spilað með liðinu á sínum tíma virðist hinn fimmtugi þjálfari ekki hafa mikinn húmor fyrir stjörnustælum leikmanna liðsins og er hann ítrekað orðaður við önnur félög.

Hvort það séu minni stjörnustælar í leikmönnum Manchester United eða Real Madríd er alls óvíst en það eru þau tvö félög sem Pochettino hefur verið orðaður við mest við undanfarnar vikur. Það er þangað til nú.

Samkvæmt TalkSport gæti Pochettino nefnilega verið á leið til Lundúna á nýjan leik. Tottenham Hotspur hefur gengið afleitlega síðan Pochettino hélt til Parísar og nú virðist sem Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, vilji fá fá manninn sem kom félaginu í hæstu hæðir til að taka við.

Tottenham er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 42 stig að loknum 25 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×