Helstu vendingar:
- Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hélt ávarp í kvöld þar sem hann gagnrýndi þögn Vesturlanda vegna orða varnarmálaráðuneytis Rússa um árásir á varnarinnviði Úkraínu. Hann sagði dirfsku Rússa skýrt merki um að þvinganir Vesturlandaþjóða væru ekki að virka.
- Byrjað er að ræða við Úkraínumenn sem hafa yfirgefið heimkynni sín vegna mögulegra stríðsglæpa Rússa.
- Íbúar bæjarins Irpin lentu í miðri sprengjuárás Rússa þegar þeir flúðu heimili sín í dag. Átta almennir borgarar féllu í árásunum.
- Þúsundir mótmælenda voru handteknir í Rússlandi í dag þar sem hernaði Rússa í Úkraínu var mótmælt
- Úkraínski herinn segir meira en 11 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í átökunum. Um það bil 285 skriðdrekar hafi verið eyðilagðir, 48 þyrlur og 44 flugvélar.
- Almennir borgarar eru sagðir hafa látist þegar Rússar gerðu eldflaugaárás á íbúðabyggð í Zhytomyr, um það bil 140 kílómetra norðvestur af Kænugarði, og á bæinn Korosten.
- Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ræddu saman í nótt. Umræðuefnið var aðstoð Bandaríkjamanna við Úkraínu og refsiaðgerðir gegn Rússum.
