Stórstjarnan Brittney Griner handtekin á flugvelli í Rússlandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2022 11:35 Brittney Griner er með þeim betri í sínu fagi. Hún hefur nú erið handtekin í Rússlandi. Mike Mattina/Getty Images Brittney Griner, tvöfaldur Ólympíumeistari í körfubolta og sjöfaldur þátttakandi í stjörnuleik WNBA-deildarinnar, hefur verið handtekin á flugvelli í Rússlandi eftir að í ljós að kom það var hassolía í rafrettu hennar. Hún gæti átt yfir höfði sér 5 til 10 ára fangelsi. The New York Times greinir frá því að rússneska tollaeftirlitið sagðist hafa handtekið atvinnukonu í körfubolta sem hefði tvívegis unnið gullverðlaun á Ólympíuleikunum. Griner var ekki nefnd á nafn en rússneski miðillinn TASS hafði eftir heimildarmanni sínum að um stórstjörnuna Grinder væri að ræða. Hún spilar með rússneska liðinu UMMC Ekaterinburg. Breaking News: Russian customs officials said they had detained a star American basketball player after finding hashish oil in her luggage at an airport near Moscow. The Russian news agency TASS has identified the player as Brittney Griner. https://t.co/7rJaQqNyJK— The New York Times (@nytimes) March 5, 2022 Hin 31 árs gamla Griner var handtekin á Sjeremetjevo-flugvellinum sem er staðsettur nálægt Moskvu. Samkvæmt yfirlýsingu rússneska tollaeftirlitsins er Griner til ransóknar fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Verði hún dæmd gæti hún átt yfir höfði sér fimm til tíu ára fangelsi. Það er þekkt að leikmenn í WNBA spili í Rússlandi meðan tímabilið í Bandaríkjunum er ekki í gangi. Aðrir leikmenn sem spila í Rússlandi hafa nú skilað sér aftur til Bandaríkjanna eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Frá þessu greindi upplýsinga fulltrúi WNBA. Þá hefur Phoenix Mercury, félag Griner í Bandaríkjunum, gefið út yfirlýsingu. pic.twitter.com/1u5zsUtVKu— Phoenix Mercury (@PhoenixMercury) March 5, 2022 „Við erum meðvituð um stöðu mála hjá Brittney Griner í Rússlandi. Við erum í góðu sambandi við fjölskyldu hennar, lögfræðinga WNBA og NBA-deildanna. Við elskum og styðjum Brittney og leggjum allt kapp á að hún komist heim heilu og höldnu sem fyrst.“ Körfubolti Rússland Mál Brittney Griner Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
The New York Times greinir frá því að rússneska tollaeftirlitið sagðist hafa handtekið atvinnukonu í körfubolta sem hefði tvívegis unnið gullverðlaun á Ólympíuleikunum. Griner var ekki nefnd á nafn en rússneski miðillinn TASS hafði eftir heimildarmanni sínum að um stórstjörnuna Grinder væri að ræða. Hún spilar með rússneska liðinu UMMC Ekaterinburg. Breaking News: Russian customs officials said they had detained a star American basketball player after finding hashish oil in her luggage at an airport near Moscow. The Russian news agency TASS has identified the player as Brittney Griner. https://t.co/7rJaQqNyJK— The New York Times (@nytimes) March 5, 2022 Hin 31 árs gamla Griner var handtekin á Sjeremetjevo-flugvellinum sem er staðsettur nálægt Moskvu. Samkvæmt yfirlýsingu rússneska tollaeftirlitsins er Griner til ransóknar fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Verði hún dæmd gæti hún átt yfir höfði sér fimm til tíu ára fangelsi. Það er þekkt að leikmenn í WNBA spili í Rússlandi meðan tímabilið í Bandaríkjunum er ekki í gangi. Aðrir leikmenn sem spila í Rússlandi hafa nú skilað sér aftur til Bandaríkjanna eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Frá þessu greindi upplýsinga fulltrúi WNBA. Þá hefur Phoenix Mercury, félag Griner í Bandaríkjunum, gefið út yfirlýsingu. pic.twitter.com/1u5zsUtVKu— Phoenix Mercury (@PhoenixMercury) March 5, 2022 „Við erum meðvituð um stöðu mála hjá Brittney Griner í Rússlandi. Við erum í góðu sambandi við fjölskyldu hennar, lögfræðinga WNBA og NBA-deildanna. Við elskum og styðjum Brittney og leggjum allt kapp á að hún komist heim heilu og höldnu sem fyrst.“
Körfubolti Rússland Mál Brittney Griner Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira