Enski boltinn

Arsenal ná­lægt því að mis­stíga sig gegn botn­liðinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arsenal vann mikilvægan sigur í toppbaráttunni.
Arsenal vann mikilvægan sigur í toppbaráttunni. Kieran Cleeves/Getty Images

Arsenal jók forystu sína í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á Englandi með 4-2 sigri á Birmingham City. Eftir að komast 3-0 yfir voru gestirnir nálægt því að jafna metin undir lok leiks en allt kom fyrir ekki.

Hin brasilíska Rafaelle Souza kom Arsenal yfir snemma leiks og hollenska markadrottningin Vivianne Miedema tvöfaldaði forystuna þegar hálftími var liðinn. Staðan orðin 2-0 og lítið sem benti til þess að botnlið Birmingham myndi fá eitthvað út úr leiknum.

Staðan var 2-0 allt þangað til 20 mínútur lifðu leiks en þá skoraði Bethany Mead þriðja mark Arsenal og gerði endanlega út um leikinn. Eða hvað?

Skömmu síðar minnkaði Libby Smith muninn í 3-1 og þegar átta mínútur voru eftir af leiknum minnkaði Lucy Quinn muninn í 3-2. 

Nær komust gestirnir ekki og Caitlin Foord gerði endanlega út um leikinn með fjórða marki Arsenal í uppbótartíma, lokatölur 4-2.

Arsenal er sem fyrr á toppi deildarinnar með 37 stig, átta stigum meira en Englandsmeistarar Chelsea sem eiga hins vegar þrjá leiki til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×