Tólf árum eftir að hann heimsótti strák á barnaspítala mættust þeir á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2022 11:01 Sacha Kljestan og Chris Hegardt sjást hér eftir að þeir skiptust á treyjum í leikslok. Twitter/Major League Soccer Charlotte FC spilaði sinn fyrsta heimaleik í MLS-deildinni í bandaríska fótboltanum um helgina og þar hittust tveir leikmenn inn á vellinum sem höfðu hitt hvorn annan við allt aðrar aðstæður fyrir meira en áratug síðan. Eftir leikinn þá skiptust þeir Sacha Kljestan hjá LA Galaxy og Chris Hegard hjá Charlotte FC á treyjum sem var mjög táknræn stund. Kljestan hafði rifjað það upp fyrir leikinn þegar þeir hittust fyrir tólf árum á barnaspítala í Los Angeles. View this post on Instagram A post shared by Major League Soccer (@mls) Kljestan var leikmaður Chivas árið 2010 og heimsótti spítalann. Þar hitti hann átta ára strák sem var að berjast við krabbamein. Kljestan færði stráknum bandarísku landsliðstreyjuna að gjöf og eyddi tíma með honum og fjölskyldu hans. Veikindi Hegard höfðu uppgötvast eftir fótboltaleik en hann fór á endanum í gegnum sex lyfjameðferðir og fékk nýja lifur. Hegard náði sér sem betur fer og það sem meira er hann hélt áfram að spila fótbolta. What a moment between Sacha Kljestan and Chris Hegardt (via @SachaKljestan | @LAGalaxy) pic.twitter.com/cMiwZMmnjx— ESPN FC (@ESPNFC) March 6, 2022 Nú er hann tvítugur og er kominn alla leið í MLS-deildina. Hegard spilaði með Georgetown í háskólaboltanum en en Charlotte FC fékk hann í skiptum við Tacoma Defiance í USL-deildinni. „Það sem má læra af þessari sögu er að það borgar sig að vera góð manneskja. Það kostaði mig ekkert að vera vinalegur við hann og fjölskyldu hans þennan dag og ef það gaf honum bara eitt prósent meiri von eða fékk hann til að brosa á erfiðum tíma þá var það þess virði,“ sagði Sacha Kljestan. Chris Hegardt was diagnosed with liver cancer when he was seven years old. During his treatment, he was visited at the hospital by Sacha Kljestan.Today as Charlotte host LA Galaxy, Hegardt and Kljestan meet again (via @LAGalaxy)pic.twitter.com/Po2KZSyMED— B/R Football (@brfootball) March 6, 2022 Fótbolti Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Sjá meira
Eftir leikinn þá skiptust þeir Sacha Kljestan hjá LA Galaxy og Chris Hegard hjá Charlotte FC á treyjum sem var mjög táknræn stund. Kljestan hafði rifjað það upp fyrir leikinn þegar þeir hittust fyrir tólf árum á barnaspítala í Los Angeles. View this post on Instagram A post shared by Major League Soccer (@mls) Kljestan var leikmaður Chivas árið 2010 og heimsótti spítalann. Þar hitti hann átta ára strák sem var að berjast við krabbamein. Kljestan færði stráknum bandarísku landsliðstreyjuna að gjöf og eyddi tíma með honum og fjölskyldu hans. Veikindi Hegard höfðu uppgötvast eftir fótboltaleik en hann fór á endanum í gegnum sex lyfjameðferðir og fékk nýja lifur. Hegard náði sér sem betur fer og það sem meira er hann hélt áfram að spila fótbolta. What a moment between Sacha Kljestan and Chris Hegardt (via @SachaKljestan | @LAGalaxy) pic.twitter.com/cMiwZMmnjx— ESPN FC (@ESPNFC) March 6, 2022 Nú er hann tvítugur og er kominn alla leið í MLS-deildina. Hegard spilaði með Georgetown í háskólaboltanum en en Charlotte FC fékk hann í skiptum við Tacoma Defiance í USL-deildinni. „Það sem má læra af þessari sögu er að það borgar sig að vera góð manneskja. Það kostaði mig ekkert að vera vinalegur við hann og fjölskyldu hans þennan dag og ef það gaf honum bara eitt prósent meiri von eða fékk hann til að brosa á erfiðum tíma þá var það þess virði,“ sagði Sacha Kljestan. Chris Hegardt was diagnosed with liver cancer when he was seven years old. During his treatment, he was visited at the hospital by Sacha Kljestan.Today as Charlotte host LA Galaxy, Hegardt and Kljestan meet again (via @LAGalaxy)pic.twitter.com/Po2KZSyMED— B/R Football (@brfootball) March 6, 2022
Fótbolti Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Sjá meira