Shevchenko beygði af: „Get ekki horft á það sem er að gerast í landinu mínu án þess að gráta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2022 12:01 Andriy Shevchenko fagnar einu 48 marka sinna fyrir úkraínska landsliðið. getty/Martin Rose Andriy Shevchenko, frægasti fótboltamaður Úkraínu, hefur miklar áhyggjur af fjölskyldumeðlimum sínum sem eru enn í heimalandinu. Stríð hefur geysað í Úkraínu síðan Rússar réðust inn í landið fyrir rúmri viku. Shevchenko á ættingja sem ákváðu að halda kyrru fyrir í Úkraínu og hann er eðlilega áhyggjufullur vegna þeirra. Hann ræddi um stöðuna í Úkraínu í ítalska sjónvarpsþættinum Che Tempo Che Fa í gær. „Mamma mín, systir og aðrir ættingjar eru enn í Úkraínu. Ég tala við þau á hverjum degi. Það var þeirra val að vera um kyrrt,“ sagði Shevchenko. „Ég get ekki horft á það sem er að gerast í landinu mínu án þess að gráta. Þau segja mér frá ástandinu í Úkraínu, borgum sem er búið að sprengja, börnum og öldruðum sem eru myrtir. Við verðum að reyna að fá Rússa til að leggja niður vopnin, finna lausn og stöðva stríðið.“ Óskaði eftir ítalskri hjálp Shevchenko biðlaði einnig til Ítala að bjóða Úkraínumenn velkomna til landsins á þessum erfiðum tímum. „Þegar ég kom til Ítalíu opnaði landið hjarta sitt fyrir mér. Mér leið eins og ég væri einn af ykkur og þetta er mitt annað heimili,“ sagði Shevchenko. „Núna bið ég ykkur að opna hjarta ykkar fyrir mínu fólki. Við erum hjálparþurfi. Látið þeim líða eins og mér leið. Allir hafa sýnt mikinn hlýhug en ég bið um meira.“ Shevchenko er markahæsti leikmaður í sögu úkraínska landsliðsins og þjálfaði það svo á árunum 2016-21. Hann lék lengi með AC Milan á Ítalíu og er næstmarkahæstur í sögu félagsins með 175 mörk. Fótbolti Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Stríð hefur geysað í Úkraínu síðan Rússar réðust inn í landið fyrir rúmri viku. Shevchenko á ættingja sem ákváðu að halda kyrru fyrir í Úkraínu og hann er eðlilega áhyggjufullur vegna þeirra. Hann ræddi um stöðuna í Úkraínu í ítalska sjónvarpsþættinum Che Tempo Che Fa í gær. „Mamma mín, systir og aðrir ættingjar eru enn í Úkraínu. Ég tala við þau á hverjum degi. Það var þeirra val að vera um kyrrt,“ sagði Shevchenko. „Ég get ekki horft á það sem er að gerast í landinu mínu án þess að gráta. Þau segja mér frá ástandinu í Úkraínu, borgum sem er búið að sprengja, börnum og öldruðum sem eru myrtir. Við verðum að reyna að fá Rússa til að leggja niður vopnin, finna lausn og stöðva stríðið.“ Óskaði eftir ítalskri hjálp Shevchenko biðlaði einnig til Ítala að bjóða Úkraínumenn velkomna til landsins á þessum erfiðum tímum. „Þegar ég kom til Ítalíu opnaði landið hjarta sitt fyrir mér. Mér leið eins og ég væri einn af ykkur og þetta er mitt annað heimili,“ sagði Shevchenko. „Núna bið ég ykkur að opna hjarta ykkar fyrir mínu fólki. Við erum hjálparþurfi. Látið þeim líða eins og mér leið. Allir hafa sýnt mikinn hlýhug en ég bið um meira.“ Shevchenko er markahæsti leikmaður í sögu úkraínska landsliðsins og þjálfaði það svo á árunum 2016-21. Hann lék lengi með AC Milan á Ítalíu og er næstmarkahæstur í sögu félagsins með 175 mörk.
Fótbolti Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti