Frá Vestmannaeyjum til Vestfjarða: „Ekki eins og ég sé að fara til Úsbekistan“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2022 20:30 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, nýráðinn þjálfari Vestra. Vísir/Sigurjón „Langur og ekki langur, hvað er langt og hvað er stutt. Þetta voru einhverjir dagar, þetta var ekkert sem ég sagði já við einn tveir og bingó,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, nýráðinn þjálfari Lengjudeildarliðs Vestra, í viðtali í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Eftir að hafa misst þjálfara sinn til ÍA nýverið vantaði Vestra þjálfara. Liðið hefur loks fundið sinn mann en fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar var í gærkvöld ráðinn þjálfari liðsins. „Það voru nokkur atriði sem við þurftum að fara yfir. Hann Sammi (Samúel Samúelsson) er með sannfæringakraft, við getum sagt það. Hann sannfærði mig um að ég væri rétti maðurinn í þetta verkefni.“ „Þetta er virkilega spennandi. Auðvitað er maður ekkert nýr af nálinni í þessu en sem þjálfari er maður tiltölulega ferskur og ungur. Þetta er virkilega spennandi tækifæri og erfitt að segja nei við svona liði og svona fólki sem vinnur í kringum þetta,“ sagði Gunnar Heiðar um nýjustu áskorun sína en hann hefur undanfarið stýrt liði KFS sem tryggði sér sæti í 3. deildinni síðastliðið haust. Gunnar Heiðar hló dátt er hann var spurður hvort stefnan væri sett beint upp eða hvort hann fengi smá tíma í uppbyggingarferli. „Ég er líka með rosalega mikinn metnað. Ég ætla samt ekki að gefa neitt út, ætla að byrja á að hitta strákana í liðinu og svo getum við ákveðið hvað við ætlum að gera.“ „Nú er ég að koma mér inn í allar þessar Facebook-grúppur til að hafa samband við fólk í kringum mig. Auðvitað er aðstaðan fyrir Vestan ekki neitt til þess að hrópa húrra fyrir en það eru tveir leikir um helgina og það verður fyrsta skipti sem ég hitti þá allavega.“ „Það er ekki eins og ég sé að fara til Úsbekistan eða eitthvað, þetta er nú bara hérna á Íslandi. Þetta verður bara skemmtilegt og gaman að upplifa sumar á Vestfjörðum.“ Að lokum var Gunnar Heiðar spurður hvort Vestri þyrfti styrkingu fyrir komandi tímabil. „Ekki hugmynd. Ég ætla að vera algjörlega heiðarlegur með það.“ Klippa: Viðtal: Gunnar Heiðar Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Vestri Sportpakkinn Ísafjarðarbær Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Eftir að hafa misst þjálfara sinn til ÍA nýverið vantaði Vestra þjálfara. Liðið hefur loks fundið sinn mann en fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar var í gærkvöld ráðinn þjálfari liðsins. „Það voru nokkur atriði sem við þurftum að fara yfir. Hann Sammi (Samúel Samúelsson) er með sannfæringakraft, við getum sagt það. Hann sannfærði mig um að ég væri rétti maðurinn í þetta verkefni.“ „Þetta er virkilega spennandi. Auðvitað er maður ekkert nýr af nálinni í þessu en sem þjálfari er maður tiltölulega ferskur og ungur. Þetta er virkilega spennandi tækifæri og erfitt að segja nei við svona liði og svona fólki sem vinnur í kringum þetta,“ sagði Gunnar Heiðar um nýjustu áskorun sína en hann hefur undanfarið stýrt liði KFS sem tryggði sér sæti í 3. deildinni síðastliðið haust. Gunnar Heiðar hló dátt er hann var spurður hvort stefnan væri sett beint upp eða hvort hann fengi smá tíma í uppbyggingarferli. „Ég er líka með rosalega mikinn metnað. Ég ætla samt ekki að gefa neitt út, ætla að byrja á að hitta strákana í liðinu og svo getum við ákveðið hvað við ætlum að gera.“ „Nú er ég að koma mér inn í allar þessar Facebook-grúppur til að hafa samband við fólk í kringum mig. Auðvitað er aðstaðan fyrir Vestan ekki neitt til þess að hrópa húrra fyrir en það eru tveir leikir um helgina og það verður fyrsta skipti sem ég hitti þá allavega.“ „Það er ekki eins og ég sé að fara til Úsbekistan eða eitthvað, þetta er nú bara hérna á Íslandi. Þetta verður bara skemmtilegt og gaman að upplifa sumar á Vestfjörðum.“ Að lokum var Gunnar Heiðar spurður hvort Vestri þyrfti styrkingu fyrir komandi tímabil. „Ekki hugmynd. Ég ætla að vera algjörlega heiðarlegur með það.“ Klippa: Viðtal: Gunnar Heiðar
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Vestri Sportpakkinn Ísafjarðarbær Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira