Vaktin: Pepsi, Coca-Cola, McDonalds og fleiri loka í Rússlandi Samúel Karl Ólason, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Eiður Þór Árnason og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 8. mars 2022 23:00 Rússar gæða sér á McDonalds í Moskvu. EPA/MAXIM SHIPENKOV Rússar hafa hótað að skrúfa fyrir gasútflutning til Evrópu en Evrópuríkin, Bandaríkin og Japan íhuga nú að hætta að kaupa olíu frá Rússlandi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu tíðindi: Forsvarsmenn nokkurra stórra alþjóðlegra fyrirtækja tilkynntu að starfsemi fyrirtækanna yrði stöðvuð eða takmörkuð í Rússlandi. Þar á meðal eru Pepsi, Coca-Cola, McDonalds og Starbucks. Vladimír Pútín er ekki klikkaður. Það er samkvæmt William J. Burns, yfirmanni bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Burns ræddi við meðlimi leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag um hugarástand Pútíns. Pólverjar ætla að senda orrustuþotur til Þýskalands en þaðan munu Bandaríkjamenn koma þeim til Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði breska þingmenn í þingsal í dag, fyrstur erlendra þjóðarleiðtoga og hét því að berjast til hins síðasta. Þá óskaði hann eftir frekari aðstoð Breta. Úkraínski herinn segir að verulega hafi hægt á sókn rússneskra hersveita. Harðir bardagar standi þó enn yfir víða í landinu. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að minnst 474 almennir borgarar hafi farist frá því að innrásin hófst 24. febrúar. Fjölgar þeim látnu um 68 milli daga. Þá er talið að minnst 861 almennur borgari hafi særst í átökunum. Bandaríkjaforseti kynnti í dag innflutningsbann á olíu frá Rússlandi. Bretar hyggjast fasa út olíuinnflutningi frá Rússlandi fyrir lok þessa árs. Ríki Evrópusambandsins stefna að því að minnka gasinnflutning frá ríkinu um 66% fyrir lok 2022. Bandaríkjamenn telja að Rússar hafi misst tvö til fjögur þúsund hermenn í stríðinu í Úkraínu. Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War spáir því að Rússar muni láta til skarar skríða gegn Kænugarði einhvern tímann á næstu fjórum dögum. Rússneskar hersveitir hafi safnast saman austur, norðvestur og vestur af borginni. Hér má finna vakt gærdagsins. Staðan í Úkraínu.Vísir
Helstu tíðindi: Forsvarsmenn nokkurra stórra alþjóðlegra fyrirtækja tilkynntu að starfsemi fyrirtækanna yrði stöðvuð eða takmörkuð í Rússlandi. Þar á meðal eru Pepsi, Coca-Cola, McDonalds og Starbucks. Vladimír Pútín er ekki klikkaður. Það er samkvæmt William J. Burns, yfirmanni bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Burns ræddi við meðlimi leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag um hugarástand Pútíns. Pólverjar ætla að senda orrustuþotur til Þýskalands en þaðan munu Bandaríkjamenn koma þeim til Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði breska þingmenn í þingsal í dag, fyrstur erlendra þjóðarleiðtoga og hét því að berjast til hins síðasta. Þá óskaði hann eftir frekari aðstoð Breta. Úkraínski herinn segir að verulega hafi hægt á sókn rússneskra hersveita. Harðir bardagar standi þó enn yfir víða í landinu. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að minnst 474 almennir borgarar hafi farist frá því að innrásin hófst 24. febrúar. Fjölgar þeim látnu um 68 milli daga. Þá er talið að minnst 861 almennur borgari hafi særst í átökunum. Bandaríkjaforseti kynnti í dag innflutningsbann á olíu frá Rússlandi. Bretar hyggjast fasa út olíuinnflutningi frá Rússlandi fyrir lok þessa árs. Ríki Evrópusambandsins stefna að því að minnka gasinnflutning frá ríkinu um 66% fyrir lok 2022. Bandaríkjamenn telja að Rússar hafi misst tvö til fjögur þúsund hermenn í stríðinu í Úkraínu. Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War spáir því að Rússar muni láta til skarar skríða gegn Kænugarði einhvern tímann á næstu fjórum dögum. Rússneskar hersveitir hafi safnast saman austur, norðvestur og vestur af borginni. Hér má finna vakt gærdagsins. Staðan í Úkraínu.Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira