„Heilsukvíði hrjáir um 4% fólks og er jafnalgengur meðal karla og kvenna“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. mars 2022 07:00 Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Líf og sál segir mikilvægt að sýna heilsukvíða fólks skilning. Heilsukvíði er jafn algengur hjá körlum og konum og er flókið fyrirbæri því viðkomandi upplifir líkamleg einkenni og sársauka, sem er ekki ímyndun eða meðvitaður tilbúningur. Vísir/Vilhelm Heilsukvíði er flókið fyrirbæri sem getur haft veruleg áhrif á líf og störf fólks. „Það er mikilvægt að mæta fólki með heilsukvíða af skilningi. Það að finna fyrir líkamlegum einkennum og sársauka, er ekki ímyndun eða meðvitaður tilbúningur, heldur raunveruleg upplifun,“ segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Lífi og sál. „Heilsukvíði hrjáir um 4% fólks og er jafnalgengur meðal karla og kvenna.“ Í Atvinnulífinu í dag og á morgun verður fjallað um ólíkar og jafnvel nýjar áskoranir vinnustaða sem vilja stuðla að bættri andlegri heilsu starfsfólks. Í dag er fjallað um heilsukvíða. Einkenni heilsukvíða Þórkatla segir eðlilegt að flest fólk hafi áhyggjur af heilsunni öðru hvoru. Það geti líka verið gagnlegt á stundum, til dæmis hafi kvíði í Covid hvatt fólk til að gæta betur að sóttvörnum og fara eftir leiðbeiningum og reglum til að tryggja öryggi okkar sem og ástvina. Heilsukvíði er hins vegar sú tegund af kvíða þar sem áhyggjur af heilsunni verða mun meiri en tilefni er til og koma niður á lífsgæðum fólks. „Heilsukvíði einkennist af miklum ótta við að vera með alvarlegan eða hættulegan sjúkdóm. Iðulega tenginst hann einhverjum líkamlegum einkennum eða breytingum, þrátt fyrir að heilsufarsskoðanir hafi ekki sýnt fram á slíkt. Líkamleg einkenni eru mistúlkuð og líkur á sjúkdómi eru ofmetnar.“ Þá segir Þórkatla heilsukvíða stundum beinast að öðru fólki. Til dæmis af óraunhæfum ótta um heilsu nákomins ættingja. Þegar Þórkatla lýsir dæmigerðum einkennum heilsukvíða segir hún: Athyglin beinist að líkamanum og svokölluð rörsýn verður á líkamann, fólk athugar og skoðar sig reglulega, aflar sér upplýsinga um sjúkdóma og einkenni, fer að sýna veikindahegðun sem þýðir að það fer að bera á hegðun sem einkennir veika manneskju. Þá sækist viðkomandi eftir eftir hughreystingu og staðfestingu á að ekkert sé að óttast. Töluverður tími fer í að hafa áhyggjur af heilsunni. Heilsukvíði hefst oftast á álagstímum í lífi fólks, til dæmis í kjölfar veikinda eða í kjölfar veikinda og/eða andláts nákomins ættingja.“ Þannig segir Þórkatla að þegar grunnhugmyndir óttans hjá fólki sem er að fást við heilsukvíða, komi oft í ljós að heilsukvíðinn er skiljanlegur í ljósi reynslu viðkomandi. Þórkatla mælir með því að vinnustaðir bjóði upp á fræðslu um kvíða innan vinnustaða. Í kjölfar Covid er til dæmis ekki bara aukning á heilsukvíða, heldur aukning á kvíðaröskunum almennt. Þó segir hún mikilvægt að stjórnendur og mannauðsfólk hafi þekkingu til að bera kennsl á einkenni heilsukvíða og þekkja færar leiðir til að aðstoða þá einstaklinga sem þess þurfa.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Það sem við getum gert Þórkatla segir vítahring heilsukvíða geta verið mjög flókinn því hann leiði til þess að líkamleg einkenni eru til staðar, þótt orsökin sé ekki lífshættulegur sjúkdómur eins og fólk með heilsukvíða óttast. En þegar að fólk upplifir sig með heilsukvíða, er mikilvægt að það hitti lækni sem framkvæmir heilsufarsskoðun til að ganga úr skugga um að það sé heilsukvíðinn sem orsaki einkennin en ekki sjúkdómur sem þarf að meðhöndla. „Það ætti að duga að fara einu sinni í skoðun, en ekki sífellt. Sé niðurstaðan sú að um heilsukvíða sé að ræða, getur reynst nauðsynlegt að fá faglega aðstoð til að vinna með kvíðann,“ segir Þórkatla. En hvernig geta vinnustaðir spornað við heilsukvíða hjá starfsfólki? „Það er hjálplegt að bjóða upp á fræðslu um kvíða innan vinnustaðar. Það er ekki einungis aukning í heilsukvíða í kjölfar Covid-19, heldur er aukning almennt hvað varðar aðrar kvíðaraskanir,“ segir Þórkatla og bætir við: Gagnlegt er stuðla að andrúmslofti sem býður upp á heiðarlega umræðu um kvíða og kvíðaraskanir með stuðningi og skilningi. Góð þekking meðal stjórnenda og mannauðsfólks er mikilvæg til að hægt sé bæði að bera kennsl á einkenni heilsukvíðans og þekkja færar leiðir til aðstoðar einstaklingum sem þess þurfa.“ Þórkatla segir langvarandi veikindi vegna kvíða geta haft víðtæk áhrif á líf og störf fólks. Þannig geti kvíði dregið verulega úr lífsgæðum og þar með haft áhrif á heilsuna til lengri tíma. Þess vegna sé svo mikilvægt að reyna að grípa í taumana með aðstoð og hjálp. „Kvíðaraskanir eru oft flóknar og erfiðar og mjög þjakandi fyrir þá einstaklinga sem við þær glíma. Með góðri sérfræðiaðstoð er virkilega hægt að ná góðum árangri og bata og því ætti enginn að þurfa að sitja uppi með kvíðaröskun í langan tíma.“ Heilsa Vinnustaðurinn Stjórnun Góðu ráðin Mannauðsmál Tengdar fréttir Svefnstjórnun á vinnustöðum orðin að veruleika Svefnstjórnun er orðin að veruleika þar sem sífellt fleiri fyrirtæki þreifa nú fyrir sér með mismunandi leiðum, hvernig hægt er að stuðla að því að starfsfólk sofi meira. 17. febrúar 2022 07:00 Vanlíðan á virkum dögum en heilsan betri á sunnudagskvöldum Einkenni Covid og einkenni af völdum myglusvepps eru keimlík og eins er kulnun stundum greind í stað einkenna sem afleiðing myglusvepps á vinnustöðum. 12. janúar 2022 07:00 Lífið breyttist: Fékk ADHD greiningu 33 ára og faðir hans um sjötugt „Eins og allir vita þá er „normal“ ekki til. Ef allir væru eins þá væri líf okkar allra heldur snautt. Punktur,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna. 3. nóvember 2021 07:01 „Það er í lagi að segja ekki alltaf allt gott“ Í stað þess að segjast alltaf segja allt gott og þykjast vera hress, þurfum við mögulega að læra að segja satt og viðurkenna að okkur líður ekkert alltaf vel. Líka í vinnunni. 20. október 2021 07:01 CCP um mannauðsmálin: Algjörlega ný hugsun nauðsynleg Breyttur veruleiki atvinnulífs kallar á að stjórnendur og vinnuveitendur almennt þurfa að nálgast hlutina með algjörlega nýrri hugsun að mati framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Sumt sem þessu fylgi verði ekki skemmtilegt og um margt flókið. 7. október 2021 07:01 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
„Það er mikilvægt að mæta fólki með heilsukvíða af skilningi. Það að finna fyrir líkamlegum einkennum og sársauka, er ekki ímyndun eða meðvitaður tilbúningur, heldur raunveruleg upplifun,“ segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Lífi og sál. „Heilsukvíði hrjáir um 4% fólks og er jafnalgengur meðal karla og kvenna.“ Í Atvinnulífinu í dag og á morgun verður fjallað um ólíkar og jafnvel nýjar áskoranir vinnustaða sem vilja stuðla að bættri andlegri heilsu starfsfólks. Í dag er fjallað um heilsukvíða. Einkenni heilsukvíða Þórkatla segir eðlilegt að flest fólk hafi áhyggjur af heilsunni öðru hvoru. Það geti líka verið gagnlegt á stundum, til dæmis hafi kvíði í Covid hvatt fólk til að gæta betur að sóttvörnum og fara eftir leiðbeiningum og reglum til að tryggja öryggi okkar sem og ástvina. Heilsukvíði er hins vegar sú tegund af kvíða þar sem áhyggjur af heilsunni verða mun meiri en tilefni er til og koma niður á lífsgæðum fólks. „Heilsukvíði einkennist af miklum ótta við að vera með alvarlegan eða hættulegan sjúkdóm. Iðulega tenginst hann einhverjum líkamlegum einkennum eða breytingum, þrátt fyrir að heilsufarsskoðanir hafi ekki sýnt fram á slíkt. Líkamleg einkenni eru mistúlkuð og líkur á sjúkdómi eru ofmetnar.“ Þá segir Þórkatla heilsukvíða stundum beinast að öðru fólki. Til dæmis af óraunhæfum ótta um heilsu nákomins ættingja. Þegar Þórkatla lýsir dæmigerðum einkennum heilsukvíða segir hún: Athyglin beinist að líkamanum og svokölluð rörsýn verður á líkamann, fólk athugar og skoðar sig reglulega, aflar sér upplýsinga um sjúkdóma og einkenni, fer að sýna veikindahegðun sem þýðir að það fer að bera á hegðun sem einkennir veika manneskju. Þá sækist viðkomandi eftir eftir hughreystingu og staðfestingu á að ekkert sé að óttast. Töluverður tími fer í að hafa áhyggjur af heilsunni. Heilsukvíði hefst oftast á álagstímum í lífi fólks, til dæmis í kjölfar veikinda eða í kjölfar veikinda og/eða andláts nákomins ættingja.“ Þannig segir Þórkatla að þegar grunnhugmyndir óttans hjá fólki sem er að fást við heilsukvíða, komi oft í ljós að heilsukvíðinn er skiljanlegur í ljósi reynslu viðkomandi. Þórkatla mælir með því að vinnustaðir bjóði upp á fræðslu um kvíða innan vinnustaða. Í kjölfar Covid er til dæmis ekki bara aukning á heilsukvíða, heldur aukning á kvíðaröskunum almennt. Þó segir hún mikilvægt að stjórnendur og mannauðsfólk hafi þekkingu til að bera kennsl á einkenni heilsukvíða og þekkja færar leiðir til að aðstoða þá einstaklinga sem þess þurfa.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Það sem við getum gert Þórkatla segir vítahring heilsukvíða geta verið mjög flókinn því hann leiði til þess að líkamleg einkenni eru til staðar, þótt orsökin sé ekki lífshættulegur sjúkdómur eins og fólk með heilsukvíða óttast. En þegar að fólk upplifir sig með heilsukvíða, er mikilvægt að það hitti lækni sem framkvæmir heilsufarsskoðun til að ganga úr skugga um að það sé heilsukvíðinn sem orsaki einkennin en ekki sjúkdómur sem þarf að meðhöndla. „Það ætti að duga að fara einu sinni í skoðun, en ekki sífellt. Sé niðurstaðan sú að um heilsukvíða sé að ræða, getur reynst nauðsynlegt að fá faglega aðstoð til að vinna með kvíðann,“ segir Þórkatla. En hvernig geta vinnustaðir spornað við heilsukvíða hjá starfsfólki? „Það er hjálplegt að bjóða upp á fræðslu um kvíða innan vinnustaðar. Það er ekki einungis aukning í heilsukvíða í kjölfar Covid-19, heldur er aukning almennt hvað varðar aðrar kvíðaraskanir,“ segir Þórkatla og bætir við: Gagnlegt er stuðla að andrúmslofti sem býður upp á heiðarlega umræðu um kvíða og kvíðaraskanir með stuðningi og skilningi. Góð þekking meðal stjórnenda og mannauðsfólks er mikilvæg til að hægt sé bæði að bera kennsl á einkenni heilsukvíðans og þekkja færar leiðir til aðstoðar einstaklingum sem þess þurfa.“ Þórkatla segir langvarandi veikindi vegna kvíða geta haft víðtæk áhrif á líf og störf fólks. Þannig geti kvíði dregið verulega úr lífsgæðum og þar með haft áhrif á heilsuna til lengri tíma. Þess vegna sé svo mikilvægt að reyna að grípa í taumana með aðstoð og hjálp. „Kvíðaraskanir eru oft flóknar og erfiðar og mjög þjakandi fyrir þá einstaklinga sem við þær glíma. Með góðri sérfræðiaðstoð er virkilega hægt að ná góðum árangri og bata og því ætti enginn að þurfa að sitja uppi með kvíðaröskun í langan tíma.“
Heilsa Vinnustaðurinn Stjórnun Góðu ráðin Mannauðsmál Tengdar fréttir Svefnstjórnun á vinnustöðum orðin að veruleika Svefnstjórnun er orðin að veruleika þar sem sífellt fleiri fyrirtæki þreifa nú fyrir sér með mismunandi leiðum, hvernig hægt er að stuðla að því að starfsfólk sofi meira. 17. febrúar 2022 07:00 Vanlíðan á virkum dögum en heilsan betri á sunnudagskvöldum Einkenni Covid og einkenni af völdum myglusvepps eru keimlík og eins er kulnun stundum greind í stað einkenna sem afleiðing myglusvepps á vinnustöðum. 12. janúar 2022 07:00 Lífið breyttist: Fékk ADHD greiningu 33 ára og faðir hans um sjötugt „Eins og allir vita þá er „normal“ ekki til. Ef allir væru eins þá væri líf okkar allra heldur snautt. Punktur,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna. 3. nóvember 2021 07:01 „Það er í lagi að segja ekki alltaf allt gott“ Í stað þess að segjast alltaf segja allt gott og þykjast vera hress, þurfum við mögulega að læra að segja satt og viðurkenna að okkur líður ekkert alltaf vel. Líka í vinnunni. 20. október 2021 07:01 CCP um mannauðsmálin: Algjörlega ný hugsun nauðsynleg Breyttur veruleiki atvinnulífs kallar á að stjórnendur og vinnuveitendur almennt þurfa að nálgast hlutina með algjörlega nýrri hugsun að mati framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Sumt sem þessu fylgi verði ekki skemmtilegt og um margt flókið. 7. október 2021 07:01 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Svefnstjórnun á vinnustöðum orðin að veruleika Svefnstjórnun er orðin að veruleika þar sem sífellt fleiri fyrirtæki þreifa nú fyrir sér með mismunandi leiðum, hvernig hægt er að stuðla að því að starfsfólk sofi meira. 17. febrúar 2022 07:00
Vanlíðan á virkum dögum en heilsan betri á sunnudagskvöldum Einkenni Covid og einkenni af völdum myglusvepps eru keimlík og eins er kulnun stundum greind í stað einkenna sem afleiðing myglusvepps á vinnustöðum. 12. janúar 2022 07:00
Lífið breyttist: Fékk ADHD greiningu 33 ára og faðir hans um sjötugt „Eins og allir vita þá er „normal“ ekki til. Ef allir væru eins þá væri líf okkar allra heldur snautt. Punktur,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna. 3. nóvember 2021 07:01
„Það er í lagi að segja ekki alltaf allt gott“ Í stað þess að segjast alltaf segja allt gott og þykjast vera hress, þurfum við mögulega að læra að segja satt og viðurkenna að okkur líður ekkert alltaf vel. Líka í vinnunni. 20. október 2021 07:01
CCP um mannauðsmálin: Algjörlega ný hugsun nauðsynleg Breyttur veruleiki atvinnulífs kallar á að stjórnendur og vinnuveitendur almennt þurfa að nálgast hlutina með algjörlega nýrri hugsun að mati framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Sumt sem þessu fylgi verði ekki skemmtilegt og um margt flókið. 7. október 2021 07:01