Gaupi fór í Kringluna og fékk svar við stóru spurningunni um þjóðaríþrótt Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2022 09:01 Guðjón Guðmundsson ræðir við einn viðmælanda sinn í Kringlunni. S2 Sport Árangur íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Evrópumótinu í janúar vakti auðvitað mikla athygli hér á landi en þar náðu Strákarnir okkar í handboltanum enn á ný að sameina þjóðina. Guðjón Guðmundsson skellti sér í Kringluna í nýjasta Eina-innslagi sínu í Seinni bylgjunni og fékk þar svar við stóru spurningunni: Er handboltinn þjóðaríþrótt okkar Íslendinga? Gaupi hitti þá fjölda fólks á öldum aldri og spurði þó þessarar spurningar. Margir svöruðu spurningunni játandi en aðrir nefndu aðrar íþróttir. Auðvitað leiðandi spurning hjá handboltafrömuðinum en svörin oft skemmtileg. „Það fer ekki á milli mála Gaupi minn. Að sjálfsögðu. Þetta er bara eitthvað sem allir Íslendingar hafa ástríðu fyrir. Við trúum á strákana okkar,“ sagði einn. „Nei, fótboltinn,“ svaraði annar. „Já ég myndi halda það. Ég fylgist með handboltanum og með þér líka,“ svaraði sá þriðji. „Já ég held það að hann sé orðin það aftur. Fótboltinn var orðinn það á tímabili en ég held að það sé komið til baka,“ svaraði einn í viðbót. Það kom ekkert Gaupa úr jafnvægi ekki einu sinni þegar hann hitti á fólk sem hafði engan áhuga á íþróttum. „Ég hef bara litla sem enga skoðun á íþróttum,“ svaraði einn þeirra en Gaupi spurði hvernig stæði á því? „Það er bara ekki mitt áhugamál,“ svaraði þessi litli íþróttaáhugamaður. „Það er ekkert hægt að lækna þig við því,“ sagði þá Gaupi eins og honum er einum lagið og fékk viðmælanda sinn til að hlæja. Gaupi fékk líka að vita meira um viðmælendur sína og skoðanir þeirra um handbolta. Hermann Gunnarsson var í miklu uppáhaldi hjá einum. „Mér fannst Hemmi Gunn alltaf djöfull góður. Ég sá Frakkaleikinn þar sem hann skoraði átján eða nítján mörk.“ Það má sjá fleiri skemmtileg svör hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Gaupi og þjóðaríþrótt okkar Íslendinga Seinni bylgjan EM karla í handbolta 2022 Kringlan Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Guðjón Guðmundsson skellti sér í Kringluna í nýjasta Eina-innslagi sínu í Seinni bylgjunni og fékk þar svar við stóru spurningunni: Er handboltinn þjóðaríþrótt okkar Íslendinga? Gaupi hitti þá fjölda fólks á öldum aldri og spurði þó þessarar spurningar. Margir svöruðu spurningunni játandi en aðrir nefndu aðrar íþróttir. Auðvitað leiðandi spurning hjá handboltafrömuðinum en svörin oft skemmtileg. „Það fer ekki á milli mála Gaupi minn. Að sjálfsögðu. Þetta er bara eitthvað sem allir Íslendingar hafa ástríðu fyrir. Við trúum á strákana okkar,“ sagði einn. „Nei, fótboltinn,“ svaraði annar. „Já ég myndi halda það. Ég fylgist með handboltanum og með þér líka,“ svaraði sá þriðji. „Já ég held það að hann sé orðin það aftur. Fótboltinn var orðinn það á tímabili en ég held að það sé komið til baka,“ svaraði einn í viðbót. Það kom ekkert Gaupa úr jafnvægi ekki einu sinni þegar hann hitti á fólk sem hafði engan áhuga á íþróttum. „Ég hef bara litla sem enga skoðun á íþróttum,“ svaraði einn þeirra en Gaupi spurði hvernig stæði á því? „Það er bara ekki mitt áhugamál,“ svaraði þessi litli íþróttaáhugamaður. „Það er ekkert hægt að lækna þig við því,“ sagði þá Gaupi eins og honum er einum lagið og fékk viðmælanda sinn til að hlæja. Gaupi fékk líka að vita meira um viðmælendur sína og skoðanir þeirra um handbolta. Hermann Gunnarsson var í miklu uppáhaldi hjá einum. „Mér fannst Hemmi Gunn alltaf djöfull góður. Ég sá Frakkaleikinn þar sem hann skoraði átján eða nítján mörk.“ Það má sjá fleiri skemmtileg svör hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Gaupi og þjóðaríþrótt okkar Íslendinga
Seinni bylgjan EM karla í handbolta 2022 Kringlan Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira