Viðlíka verðhækkun í Evrópu ekki sést í manna minnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. mars 2022 13:17 Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir verðþróun á dísilolíu vera ógnvænlega. „Þetta er auðvitað skelfileg verðþróun. Við sjáum það bara að á tíu dögum hefur verðið hækkað um 20 kr. til neytenda á útsölustöðum og það sér ekki endilega fyrir endann á þessu þannig að við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér.“ Þetta segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda um hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu og en bensínverð ríkur nú upp úr öllu valdi í kjölfar innrásarstríðs Rússa. Í morgun riðu flestar íslenskar bensínstöðvar á vaðið með hækkanir og nokkrar þeirra rufu þrjú hundruð króna múrinn. Allt útlit er fyrir enn meiri hækkanir á næstu dögum. Runólfur segir að enn ógnvænlegri verðþróun sjáist á dísilolíu. „Svona verðsveifla hefur ekki sést í Evrópu í manna minnum. Norður-Evrópumarkaðsverð á dísilolíu fór upp um hátt í 100% síðastliðinn sólarhring. Þetta kemur meðal annars til út af því að það er auðvitað aukin eftirspurn eftir dísilolíu út af húsakyndingu nú þegar verið er að skerða gasið frá Rússlandi þannig að þetta hefur allt áhrif.“Hækkun heimsmarkaðsverðs á olíu hefur ekki aðeins áhrif á bensín. „Þetta hefur margfeldisáhrif á allt verðlag. Við sáum til dæmis fréttir um það í morgun að vörubílstjórafélagið Þróttur hafi hækkað gjaldskrá vegna hás olíuverðs. Þetta mun hafa áhrif á rekstur heimilanna, rekstur fyrirtækja, hafa áhrif á aðdrætti, flutninga og flug.“ Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu en í gær tilkynnti Bandaríkjaforseti um algert innflutningsbann á rússneskri olíu. Runólfur kallar eftir því að stjórnvöld dragi tímabundið úr skattheimtu á olíu til að koma í veg fyrir verðbólguskot. „Um það bil helmingur af hverjum seldum lítra á dælu hér er skattur í ríkissjóð þannig að það er ekkert óeðlilegt að stjórnvöld komi núna að borðinu og lækki allavega tímabundið skatta. Það eru fordæmi fyrir því. Þá yrðu menn að reyna að hafa áhrif á verðlagningu á vörunni til þess að fyrirbyggja verðbólguskot. En það sem hjálpar heldur ekki er að íslenska krónan hefur verið að veikjast gagnvart Bandaríkjadal og öðrum gjaldmiðlum sem eykur enn á vandræðin hér heima.“ Hefur eldsneytisverð á Íslandi einhvern tíman verið svona hátt? „Nei, ekki í krónum en svona uppreiknað miðað við verðlag höfum við náð svona toppum en það lítur allt út fyrir að við séum að fara fram úr því núna. Allavega miðað við þær spár sem maður les þá eru menn ekki að sjá að þetta sé einhver endastöð í dag. Þróunin muni halda svona áfram, því miður.“ Bensín og olía Verðlag Bílar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir 300 króna múrinn rofinn á höfuðborgarsvæðinu og víðar N1 hefur hækkað verð á bensínlítranum um sex krónur og er verðið nú komið í 303,90 krónur á flestum stöðvum félagsins á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Dísillítrinn kostar nú víðast 300,90 krónur hjá N1 og hefur hækkað um heilar tíu krónur milli daga. 9. mars 2022 10:14 Bensínlítrinn kominn yfir 300 krónur á einni bensínstöð Olís Bensínlítrinn kostar nú 302,80 krónur bensínstöð Olís í Hrauneyjum. Bensínverð hefur hækkað umtalsvert síðustu vikurnar, ekki síst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og hækkandi heimsmarkaðsverðs. 9. mars 2022 08:48 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Þetta segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda um hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu og en bensínverð ríkur nú upp úr öllu valdi í kjölfar innrásarstríðs Rússa. Í morgun riðu flestar íslenskar bensínstöðvar á vaðið með hækkanir og nokkrar þeirra rufu þrjú hundruð króna múrinn. Allt útlit er fyrir enn meiri hækkanir á næstu dögum. Runólfur segir að enn ógnvænlegri verðþróun sjáist á dísilolíu. „Svona verðsveifla hefur ekki sést í Evrópu í manna minnum. Norður-Evrópumarkaðsverð á dísilolíu fór upp um hátt í 100% síðastliðinn sólarhring. Þetta kemur meðal annars til út af því að það er auðvitað aukin eftirspurn eftir dísilolíu út af húsakyndingu nú þegar verið er að skerða gasið frá Rússlandi þannig að þetta hefur allt áhrif.“Hækkun heimsmarkaðsverðs á olíu hefur ekki aðeins áhrif á bensín. „Þetta hefur margfeldisáhrif á allt verðlag. Við sáum til dæmis fréttir um það í morgun að vörubílstjórafélagið Þróttur hafi hækkað gjaldskrá vegna hás olíuverðs. Þetta mun hafa áhrif á rekstur heimilanna, rekstur fyrirtækja, hafa áhrif á aðdrætti, flutninga og flug.“ Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu en í gær tilkynnti Bandaríkjaforseti um algert innflutningsbann á rússneskri olíu. Runólfur kallar eftir því að stjórnvöld dragi tímabundið úr skattheimtu á olíu til að koma í veg fyrir verðbólguskot. „Um það bil helmingur af hverjum seldum lítra á dælu hér er skattur í ríkissjóð þannig að það er ekkert óeðlilegt að stjórnvöld komi núna að borðinu og lækki allavega tímabundið skatta. Það eru fordæmi fyrir því. Þá yrðu menn að reyna að hafa áhrif á verðlagningu á vörunni til þess að fyrirbyggja verðbólguskot. En það sem hjálpar heldur ekki er að íslenska krónan hefur verið að veikjast gagnvart Bandaríkjadal og öðrum gjaldmiðlum sem eykur enn á vandræðin hér heima.“ Hefur eldsneytisverð á Íslandi einhvern tíman verið svona hátt? „Nei, ekki í krónum en svona uppreiknað miðað við verðlag höfum við náð svona toppum en það lítur allt út fyrir að við séum að fara fram úr því núna. Allavega miðað við þær spár sem maður les þá eru menn ekki að sjá að þetta sé einhver endastöð í dag. Þróunin muni halda svona áfram, því miður.“
Bensín og olía Verðlag Bílar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir 300 króna múrinn rofinn á höfuðborgarsvæðinu og víðar N1 hefur hækkað verð á bensínlítranum um sex krónur og er verðið nú komið í 303,90 krónur á flestum stöðvum félagsins á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Dísillítrinn kostar nú víðast 300,90 krónur hjá N1 og hefur hækkað um heilar tíu krónur milli daga. 9. mars 2022 10:14 Bensínlítrinn kominn yfir 300 krónur á einni bensínstöð Olís Bensínlítrinn kostar nú 302,80 krónur bensínstöð Olís í Hrauneyjum. Bensínverð hefur hækkað umtalsvert síðustu vikurnar, ekki síst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og hækkandi heimsmarkaðsverðs. 9. mars 2022 08:48 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
300 króna múrinn rofinn á höfuðborgarsvæðinu og víðar N1 hefur hækkað verð á bensínlítranum um sex krónur og er verðið nú komið í 303,90 krónur á flestum stöðvum félagsins á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Dísillítrinn kostar nú víðast 300,90 krónur hjá N1 og hefur hækkað um heilar tíu krónur milli daga. 9. mars 2022 10:14
Bensínlítrinn kominn yfir 300 krónur á einni bensínstöð Olís Bensínlítrinn kostar nú 302,80 krónur bensínstöð Olís í Hrauneyjum. Bensínverð hefur hækkað umtalsvert síðustu vikurnar, ekki síst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og hækkandi heimsmarkaðsverðs. 9. mars 2022 08:48