Vændi - framboð og eftirspurn Eva Dís Þórðardóttir skrifar 9. mars 2022 19:01 Það var frétt á RÚV um helgina þar sem kom fram að glæpasamtök sem stunda mansal sætu um úkraínskar konur á flótta til að ræna þeim og selja þær í vændi. Sú stóra stríðsógn sem nú ógnar Evrópu er orðin að tækifæri fyrir glæpasamtök til að fanga ungar konur á flótta vegna þess að þær hafa ekki einhvern ákveðin samastað sem þær eru á leið til né er nokkur sem bíður þeirra sem mun sakna þeirra ef þær hverfa. Eftirspurn eftir vændi í Evrópu er stór og til mikils að græða enda er hægt að selja hverja konu oft á dag í fleiri ár og velja mörg glæpasamtök það framyfir vopn og fikniefni sem gefa minna af sér til lengri tíma. En hvað knýr fram þessa eftirspurn? Á Íslandi er vændi skilgreint sem ofbeldi og er með réttu svo þar sem meiri hluti þeirra sem það hafa reynt upplifir það sem slíkt. Hér á landi er samt sem áður gríðarleg eftirspurn eftir vændi og það þrífst í skjóli van samþættingar sænsku leiðarinnar þar sem við gefum vændisgerendum nafnleynd og sektir sem eru lægri en fyrir umferðalagabrot á meðan þær sem kæra fá enga nafnleynd og þurfa því að afhjúpa sig og nafn sitt sem þolendur vændis eða vændiskonur sem oft fylgir mikil skömm. Fyrir utan að vændisbrot eru ekki hátt á forgangslista löggæslunnar. Refsingar samræmast sem sagt engan veginn þeim ofbeldisglæp sem vændi er ef miðað er við refsingar við öðrum ofbeldisglæpum. En eitthvað knýr þetta áfram þessa miklu eftirspurn eftir þessari gerð ofbeldis sem fær glæpagengi til að sitja um ungar konur á fkótta. Karlmenn sem kaupa vændi og í þessu samhengi eru vændis gerendur knýja fram þessa þróun. Í hvert einasta skipti sem karlmaður borgar til að fá líkamlega útrás á líkama konu er hann að auka á eftirspurnina og það er kominn tími til að við spyrjum okkur hvers vegna þeir geri það. Þá er ég ekki að meina þessa líkamlegu útrás sem fullnæging er heldur hvað liggur á bak við það að sumir karlmenn stundi þetta ofbeldi að staðaldri. Í dag með þeim upplýsingum sem við höfum um vændi hlýtur það að vera flestum ljóst að flestir sem eru í því ástandi sem það að verða reglulega fyrir vændi veldur er ekki sjálfvalið heldur sprottið úr neyð fátæktar eða þvingunar. Já í mörgum tilfellum er valið að verða fyrir vændi á ábyrgð þolanda ef hægt er að tala um val þegar hinir valkostirnir eru þjófnaður eða fíkniefnasala. Fyrir þær sem eiga börn er vændi oftast eini kosturinn þar sem hugsunin að fara í fangelsi frá barninu sínu er ekki vænleg. Einmitt þessi tálsýn um val veldur mikilli skömm og upplifa margir þolendur sig sem gerendur í eigin ofbeldi vegna þess að þær hafa þegið greiðslu fyrir ofbeldið. Hvar eru gerendurnir í þessu? Velja þeir að trúa að konan sem þeir voru að borga fyrir að svala sínum hvötum á sé að þessu að fúsum og frjálsum vilja vegna þess að hún var ‘næs’ því hún vill ekki vera meidd eða jafnvel að þeir komi aftur svo hún þurfi ekki að berskjalda sig fyrir nýjum og óþekktum geranda? Þess væri óskandi að gerendur leituðu inná við og reyndu að finna aðrar leiðir en stunda vændis ofbeldi. Ég skora á sálfræði samfélagið að vinna að því að koma með úrræði þar sem vændisgerendur geta fengið úrræði til að vinna úr því sem liggur að baki þessara hvata svo að hægt sé að minnka skaðan af vændi. Höfundur er þolandi vændis og leiðbeinandi í hópastarfi hjá Stígamótum og fulltrúi þeirra í CAP (Coalition Abolition Prostitution). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Vændi Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Það var frétt á RÚV um helgina þar sem kom fram að glæpasamtök sem stunda mansal sætu um úkraínskar konur á flótta til að ræna þeim og selja þær í vændi. Sú stóra stríðsógn sem nú ógnar Evrópu er orðin að tækifæri fyrir glæpasamtök til að fanga ungar konur á flótta vegna þess að þær hafa ekki einhvern ákveðin samastað sem þær eru á leið til né er nokkur sem bíður þeirra sem mun sakna þeirra ef þær hverfa. Eftirspurn eftir vændi í Evrópu er stór og til mikils að græða enda er hægt að selja hverja konu oft á dag í fleiri ár og velja mörg glæpasamtök það framyfir vopn og fikniefni sem gefa minna af sér til lengri tíma. En hvað knýr fram þessa eftirspurn? Á Íslandi er vændi skilgreint sem ofbeldi og er með réttu svo þar sem meiri hluti þeirra sem það hafa reynt upplifir það sem slíkt. Hér á landi er samt sem áður gríðarleg eftirspurn eftir vændi og það þrífst í skjóli van samþættingar sænsku leiðarinnar þar sem við gefum vændisgerendum nafnleynd og sektir sem eru lægri en fyrir umferðalagabrot á meðan þær sem kæra fá enga nafnleynd og þurfa því að afhjúpa sig og nafn sitt sem þolendur vændis eða vændiskonur sem oft fylgir mikil skömm. Fyrir utan að vændisbrot eru ekki hátt á forgangslista löggæslunnar. Refsingar samræmast sem sagt engan veginn þeim ofbeldisglæp sem vændi er ef miðað er við refsingar við öðrum ofbeldisglæpum. En eitthvað knýr þetta áfram þessa miklu eftirspurn eftir þessari gerð ofbeldis sem fær glæpagengi til að sitja um ungar konur á fkótta. Karlmenn sem kaupa vændi og í þessu samhengi eru vændis gerendur knýja fram þessa þróun. Í hvert einasta skipti sem karlmaður borgar til að fá líkamlega útrás á líkama konu er hann að auka á eftirspurnina og það er kominn tími til að við spyrjum okkur hvers vegna þeir geri það. Þá er ég ekki að meina þessa líkamlegu útrás sem fullnæging er heldur hvað liggur á bak við það að sumir karlmenn stundi þetta ofbeldi að staðaldri. Í dag með þeim upplýsingum sem við höfum um vændi hlýtur það að vera flestum ljóst að flestir sem eru í því ástandi sem það að verða reglulega fyrir vændi veldur er ekki sjálfvalið heldur sprottið úr neyð fátæktar eða þvingunar. Já í mörgum tilfellum er valið að verða fyrir vændi á ábyrgð þolanda ef hægt er að tala um val þegar hinir valkostirnir eru þjófnaður eða fíkniefnasala. Fyrir þær sem eiga börn er vændi oftast eini kosturinn þar sem hugsunin að fara í fangelsi frá barninu sínu er ekki vænleg. Einmitt þessi tálsýn um val veldur mikilli skömm og upplifa margir þolendur sig sem gerendur í eigin ofbeldi vegna þess að þær hafa þegið greiðslu fyrir ofbeldið. Hvar eru gerendurnir í þessu? Velja þeir að trúa að konan sem þeir voru að borga fyrir að svala sínum hvötum á sé að þessu að fúsum og frjálsum vilja vegna þess að hún var ‘næs’ því hún vill ekki vera meidd eða jafnvel að þeir komi aftur svo hún þurfi ekki að berskjalda sig fyrir nýjum og óþekktum geranda? Þess væri óskandi að gerendur leituðu inná við og reyndu að finna aðrar leiðir en stunda vændis ofbeldi. Ég skora á sálfræði samfélagið að vinna að því að koma með úrræði þar sem vændisgerendur geta fengið úrræði til að vinna úr því sem liggur að baki þessara hvata svo að hægt sé að minnka skaðan af vændi. Höfundur er þolandi vændis og leiðbeinandi í hópastarfi hjá Stígamótum og fulltrúi þeirra í CAP (Coalition Abolition Prostitution).
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun