„Ég vissi allan tímann að við ættum séns“ Siggeir Ævarsson skrifar 9. mars 2022 21:00 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur Hulda Margrét Þorleifur Ólafsson, Lalli, þjálfari Grindavíkur var kampakátur í leikslok í Ljónagryfjunni í kvöld þar sem hans konur lönduðu miklum baráttusigri gegn Njarðvík. Í viðtali fyrir leik var hann spurður hvort liðið ætti einhvern séns í þetta Njarðvíkurlið, og því ekki hægt að spyrja að öðru eftir leik en hvort hann hefði farið með þessa fullyrðingu inn í klefa til að kynda aðeins í sínum leikmönnum. „Alls ekki. Ég vissi allan tímann að við ættum séns. Við sýndum það bara og sönnuðum með virkilega góðum leik og náðum að vinna þær.“ Lalla hefur verið tíðrætt um það í viðtölum í vetur að liðið hans mæti með góða baráttu í upphafi leikja sem fjari svo gjarnan undan. Því var ekki fyrir að fara í kvöld þar sem Grindavík sýndi í raun ótrúlega baráttu og sigurvilja í 40 mínútur. „Mínar konur sýndu virkilega mikinn karakter í kvöld og héldu alltaf áfram. Við vorum t.d. í byrjun seinni hálfleiks að búa til mikið af opnum skotum sem við vorum ekki að hitta úr, meðan Njarðvík eru að setja skot undir lok skotklukkunnar og allt meira og minna ofan í. Við lendum 10 stigum undir en héldum áfram og komum til baka og ég er bara virkilega ánægður með þetta. Sérstaklega með íslensku stelpurnar, þær voru frábærar í kvöld.“ Stigin voru að dreifast vel hjá Grindavík í kvöld og vakti það athygli í blaðamannastúkunni undir lok leiks að Grindvíkingar fóru að spila töluvert af Robbi Ryan, sem skapaði ákveðin glundroða í vörn Njarðvíkur sem höfðu lagt mikið kapp á að stoppa hana. Lalli sagði það meðvitaða ákvörðun hjá þjálfarateyminu að færa Ryan meira frá boltanum eftir því sem leið á leikinn. „Já, það var pínu meðvitað. Ég bað Heklu um að taka boltann upp og setja upp kerfi í kringum Theu þannig að Robbi var „off ball“, þá verður erfiðara fyrir þær að vera að hjálpa af „drævunum“ og það verður auðveldara að klára sniðskotin undir körfunni.“ Staða Grindavíkur í deildinni er í raun ráðin á þessum tímapunkti þó það séu nokkrir leikir eftir, það er þó jákvætt fyrir sjálfstraustið að ná í sigur á erfiðum útivelli í Njarðvík „Já klárlega. Planið var að festa okkur í sessi í deildinni og við erum klárlega löngu búin að ná því. Við erum að spila betur og viljum gera betur, verða betri og byggja á því fyrir næsta tímabil,“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Í viðtali fyrir leik var hann spurður hvort liðið ætti einhvern séns í þetta Njarðvíkurlið, og því ekki hægt að spyrja að öðru eftir leik en hvort hann hefði farið með þessa fullyrðingu inn í klefa til að kynda aðeins í sínum leikmönnum. „Alls ekki. Ég vissi allan tímann að við ættum séns. Við sýndum það bara og sönnuðum með virkilega góðum leik og náðum að vinna þær.“ Lalla hefur verið tíðrætt um það í viðtölum í vetur að liðið hans mæti með góða baráttu í upphafi leikja sem fjari svo gjarnan undan. Því var ekki fyrir að fara í kvöld þar sem Grindavík sýndi í raun ótrúlega baráttu og sigurvilja í 40 mínútur. „Mínar konur sýndu virkilega mikinn karakter í kvöld og héldu alltaf áfram. Við vorum t.d. í byrjun seinni hálfleiks að búa til mikið af opnum skotum sem við vorum ekki að hitta úr, meðan Njarðvík eru að setja skot undir lok skotklukkunnar og allt meira og minna ofan í. Við lendum 10 stigum undir en héldum áfram og komum til baka og ég er bara virkilega ánægður með þetta. Sérstaklega með íslensku stelpurnar, þær voru frábærar í kvöld.“ Stigin voru að dreifast vel hjá Grindavík í kvöld og vakti það athygli í blaðamannastúkunni undir lok leiks að Grindvíkingar fóru að spila töluvert af Robbi Ryan, sem skapaði ákveðin glundroða í vörn Njarðvíkur sem höfðu lagt mikið kapp á að stoppa hana. Lalli sagði það meðvitaða ákvörðun hjá þjálfarateyminu að færa Ryan meira frá boltanum eftir því sem leið á leikinn. „Já, það var pínu meðvitað. Ég bað Heklu um að taka boltann upp og setja upp kerfi í kringum Theu þannig að Robbi var „off ball“, þá verður erfiðara fyrir þær að vera að hjálpa af „drævunum“ og það verður auðveldara að klára sniðskotin undir körfunni.“ Staða Grindavíkur í deildinni er í raun ráðin á þessum tímapunkti þó það séu nokkrir leikir eftir, það er þó jákvætt fyrir sjálfstraustið að ná í sigur á erfiðum útivelli í Njarðvík „Já klárlega. Planið var að festa okkur í sessi í deildinni og við erum klárlega löngu búin að ná því. Við erum að spila betur og viljum gera betur, verða betri og byggja á því fyrir næsta tímabil,“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.
Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum