„Ég vissi allan tímann að við ættum séns“ Siggeir Ævarsson skrifar 9. mars 2022 21:00 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur Hulda Margrét Þorleifur Ólafsson, Lalli, þjálfari Grindavíkur var kampakátur í leikslok í Ljónagryfjunni í kvöld þar sem hans konur lönduðu miklum baráttusigri gegn Njarðvík. Í viðtali fyrir leik var hann spurður hvort liðið ætti einhvern séns í þetta Njarðvíkurlið, og því ekki hægt að spyrja að öðru eftir leik en hvort hann hefði farið með þessa fullyrðingu inn í klefa til að kynda aðeins í sínum leikmönnum. „Alls ekki. Ég vissi allan tímann að við ættum séns. Við sýndum það bara og sönnuðum með virkilega góðum leik og náðum að vinna þær.“ Lalla hefur verið tíðrætt um það í viðtölum í vetur að liðið hans mæti með góða baráttu í upphafi leikja sem fjari svo gjarnan undan. Því var ekki fyrir að fara í kvöld þar sem Grindavík sýndi í raun ótrúlega baráttu og sigurvilja í 40 mínútur. „Mínar konur sýndu virkilega mikinn karakter í kvöld og héldu alltaf áfram. Við vorum t.d. í byrjun seinni hálfleiks að búa til mikið af opnum skotum sem við vorum ekki að hitta úr, meðan Njarðvík eru að setja skot undir lok skotklukkunnar og allt meira og minna ofan í. Við lendum 10 stigum undir en héldum áfram og komum til baka og ég er bara virkilega ánægður með þetta. Sérstaklega með íslensku stelpurnar, þær voru frábærar í kvöld.“ Stigin voru að dreifast vel hjá Grindavík í kvöld og vakti það athygli í blaðamannastúkunni undir lok leiks að Grindvíkingar fóru að spila töluvert af Robbi Ryan, sem skapaði ákveðin glundroða í vörn Njarðvíkur sem höfðu lagt mikið kapp á að stoppa hana. Lalli sagði það meðvitaða ákvörðun hjá þjálfarateyminu að færa Ryan meira frá boltanum eftir því sem leið á leikinn. „Já, það var pínu meðvitað. Ég bað Heklu um að taka boltann upp og setja upp kerfi í kringum Theu þannig að Robbi var „off ball“, þá verður erfiðara fyrir þær að vera að hjálpa af „drævunum“ og það verður auðveldara að klára sniðskotin undir körfunni.“ Staða Grindavíkur í deildinni er í raun ráðin á þessum tímapunkti þó það séu nokkrir leikir eftir, það er þó jákvætt fyrir sjálfstraustið að ná í sigur á erfiðum útivelli í Njarðvík „Já klárlega. Planið var að festa okkur í sessi í deildinni og við erum klárlega löngu búin að ná því. Við erum að spila betur og viljum gera betur, verða betri og byggja á því fyrir næsta tímabil,“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Handbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
Í viðtali fyrir leik var hann spurður hvort liðið ætti einhvern séns í þetta Njarðvíkurlið, og því ekki hægt að spyrja að öðru eftir leik en hvort hann hefði farið með þessa fullyrðingu inn í klefa til að kynda aðeins í sínum leikmönnum. „Alls ekki. Ég vissi allan tímann að við ættum séns. Við sýndum það bara og sönnuðum með virkilega góðum leik og náðum að vinna þær.“ Lalla hefur verið tíðrætt um það í viðtölum í vetur að liðið hans mæti með góða baráttu í upphafi leikja sem fjari svo gjarnan undan. Því var ekki fyrir að fara í kvöld þar sem Grindavík sýndi í raun ótrúlega baráttu og sigurvilja í 40 mínútur. „Mínar konur sýndu virkilega mikinn karakter í kvöld og héldu alltaf áfram. Við vorum t.d. í byrjun seinni hálfleiks að búa til mikið af opnum skotum sem við vorum ekki að hitta úr, meðan Njarðvík eru að setja skot undir lok skotklukkunnar og allt meira og minna ofan í. Við lendum 10 stigum undir en héldum áfram og komum til baka og ég er bara virkilega ánægður með þetta. Sérstaklega með íslensku stelpurnar, þær voru frábærar í kvöld.“ Stigin voru að dreifast vel hjá Grindavík í kvöld og vakti það athygli í blaðamannastúkunni undir lok leiks að Grindvíkingar fóru að spila töluvert af Robbi Ryan, sem skapaði ákveðin glundroða í vörn Njarðvíkur sem höfðu lagt mikið kapp á að stoppa hana. Lalli sagði það meðvitaða ákvörðun hjá þjálfarateyminu að færa Ryan meira frá boltanum eftir því sem leið á leikinn. „Já, það var pínu meðvitað. Ég bað Heklu um að taka boltann upp og setja upp kerfi í kringum Theu þannig að Robbi var „off ball“, þá verður erfiðara fyrir þær að vera að hjálpa af „drævunum“ og það verður auðveldara að klára sniðskotin undir körfunni.“ Staða Grindavíkur í deildinni er í raun ráðin á þessum tímapunkti þó það séu nokkrir leikir eftir, það er þó jákvætt fyrir sjálfstraustið að ná í sigur á erfiðum útivelli í Njarðvík „Já klárlega. Planið var að festa okkur í sessi í deildinni og við erum klárlega löngu búin að ná því. Við erum að spila betur og viljum gera betur, verða betri og byggja á því fyrir næsta tímabil,“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.
Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Handbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira