Innlent

Ók á miklum hraða á þrjá mann­lausa bíla á Soga­vegi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Talið er að ökumaðurinn hafi ekið undir áhrifum vímuefna.
Talið er að ökumaðurinn hafi ekið undir áhrifum vímuefna. Vísir/Vilhelm

Bílslys varð rétt fyrir miðnætti á Sogavegi í Reykjavík þegar ökumaður ók bíl sínum á þrjá mannlausa bíla á nokkuð miklum hraða að því er virðist.

Í skýrslu lögreglu segir að maðurinn hafi verið lagður inn á slysadeild og talið að hann hafi hlotið svokallaðan háorkuáverka.

Tveir bílar gjöreyðilögðust í árekstrinum og hinir tveir skemmdust töluvert að sögn lögreglu. Maðurinn er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum vímuefna.

Um klukkustund áður hafði lögregla fengið tilkynningu um innbrot í bát sem stóð við Skarfabakka. Munum var stolið úr bátnum en þýfið fannst laust fyrir miðnætti og telst málið upplýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×