Rútuferðir og ódýr hótel fyrir stjörnurnar? Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2022 09:00 Leikmenn Chelsea lifa í óvissu þessa dagana eftir aðgerðir bresku ríkisstjórnarinnar. Getty/Michael Regan Stjörnurnar í knattspyrnuliði Chelsea gætu þurft að ferðast með áætlunarflugi eða rútu og gista á ódýrum hótelum til að spila útileiki, vegna ákvörðunar bresku ríkisstjórnarinnar um að frysta eigur Romans Abramovich. Framtíð Evrópumeistaranna er í mikilli óvissu eftir að eigur Abramovich, sem átt hefur Chelsea frá árinu 2003, voru frystar vegna meintra tengsla hans við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Enn er þó mögulegt að félagið verði selt, að uppfylltum skilyrðum bresku ríkisstjórnarinnar um að Abramovich hagnist ekki á sölunni. Chelsea fékk sérstaka undanþágu til að halda áfram starfsemi, þó ekki hefðbundinni, og lið félagsins geta því áfram spilað leiki og leikmenn þegið samningsbundin laun. Chelsea má hins vegar ekki, frá og með gærdeginum, selja miða á leiki eða endursemja við leikmenn á borð við Antonio Rüdiger, Cesar Azpilicueta og Andreas Christensen sem allir verða samningslausir í sumar. Að hámarki þrjár og hálf milljón króna í útileiki Þá má félagið að hámarki verja 20.000 pundum til að ferðast í útileiki. Þó að íslensk félög myndu eflaust flest ráða við að fara í útileik fyrir 3,5 milljónir króna þá breytir þetta miklu fyrir stjörnurnar í Chelsea. Kostnaðurinn við að ferðast í venjulegan útileik á Englandi er sagður mun hærri fyrir Chelsea, og óljóst er hvernig liðið á að fara að varðandi útileik sinn við Lille í Frakklandi í næstu viku, í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, samkvæmt fréttaskýringu BBC. Borga leikmenn brúsann? Hugo Scheckter, stofnandi Player Care samtakanna fyrir fótboltamenn, segir að venjulegur útileikur kosti lið í ensku úrvalsdeildinni 30.000 pund, eða 50% meira en Chelsea-menn mega eyða. For context, a usual Premier League away game with a flight, security, food, hotels etc would be about £30k. Going abroad, don t see how they can do anything other than either commercial flights or drive their bus & significant drop in standard of hotel. Will make a big impact. https://t.co/23bSQuMA40— Hugo Scheckter (@HugoScheckter) March 10, 2022 „Ég veit ekki hvernig þeir eiga þá að hafa efni á að fara út fyrir landsteinana öðruvísi en með áætlunarflugi eða með liðsrútunni, og með því að velja sér umtalsvert ódýrara hótel,“ sagði Scheckter og bætti við að 30.000 punda upphæðin væri varlega áætluð. Komist Chelsea áfram í Meistaradeildinni gæti flóknara ferðalag en til Frakklands beðið liðsins. Daily Mirror segir að á meðan að fátt bendi til þess að Chelsea muni ferðast í leiki í rútu eða gista á ódýrum hótelum geti það þó í versta falli gerst. Blaðið bendir hins vegar á að fræðilega séð ættu leikmenn að geta greitt ferða- og gistikostnað, og fyrir mat og öryggisgæslu. „Á meðan að við höfum nógu margar treyjur og rútu til að koma okkur í leiki þá munum við mæta og við munum keppa af hörku,“ sagði Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, eftir 3-1 sigurinn gegn Norwich á útivelli í gær. Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea vann öruggan sigur gegn botnliðinu Leikmennn Chelsea létu fréttir af eiganda félagsins ekki hafa áhrif á sig er liðið heimsótti botnlið Norwich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Chelsea tók forystuna snemma leiks og vann að lokum öruggan 3-1 sigur. 10. mars 2022 21:29 Dagný skoraði eina mark West Ham í stóru tapi Dagný Brynjarsdóttir skoraði eina mark West Ham í 4-1 tapi liðsins gegn Chelsea í Lundúnaslag ensku Ofurdeildarinnar í fótbolta í kvöld. 10. mars 2022 21:59 Stærsti styrktaraðili Chelsea hættir stuðningi við félagið Stærsti styrktaraðili enska knattspyrnufélagsins Chelsea, farsímafyrirtækið Three, hefur hætt stuðningi sínum við félagið, að minnsta kosti tímabundið. 10. mars 2022 18:31 Hvetur United til að nýta sér upplausnina hjá Chelsea og krækja í Tuchel Jamie Carragher segir að forráðamenn Manchester United eigi að nýta sér ástandið í herbúðum Chelsea og fá knattspyrnustjóra liðsins, Thomas Tuchel. 10. mars 2022 16:01 Eignir Abramovichs frystar og salan á Chelsea í uppnámi Ríkisstjórn Bretlands hefur fryst eignir Romans Abramovich, eiganda Chelsea, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Abramovich ku hafa sterk tengsl við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en hefur sjálfur hafnað því. 10. mars 2022 09:42 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Framtíð Evrópumeistaranna er í mikilli óvissu eftir að eigur Abramovich, sem átt hefur Chelsea frá árinu 2003, voru frystar vegna meintra tengsla hans við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Enn er þó mögulegt að félagið verði selt, að uppfylltum skilyrðum bresku ríkisstjórnarinnar um að Abramovich hagnist ekki á sölunni. Chelsea fékk sérstaka undanþágu til að halda áfram starfsemi, þó ekki hefðbundinni, og lið félagsins geta því áfram spilað leiki og leikmenn þegið samningsbundin laun. Chelsea má hins vegar ekki, frá og með gærdeginum, selja miða á leiki eða endursemja við leikmenn á borð við Antonio Rüdiger, Cesar Azpilicueta og Andreas Christensen sem allir verða samningslausir í sumar. Að hámarki þrjár og hálf milljón króna í útileiki Þá má félagið að hámarki verja 20.000 pundum til að ferðast í útileiki. Þó að íslensk félög myndu eflaust flest ráða við að fara í útileik fyrir 3,5 milljónir króna þá breytir þetta miklu fyrir stjörnurnar í Chelsea. Kostnaðurinn við að ferðast í venjulegan útileik á Englandi er sagður mun hærri fyrir Chelsea, og óljóst er hvernig liðið á að fara að varðandi útileik sinn við Lille í Frakklandi í næstu viku, í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, samkvæmt fréttaskýringu BBC. Borga leikmenn brúsann? Hugo Scheckter, stofnandi Player Care samtakanna fyrir fótboltamenn, segir að venjulegur útileikur kosti lið í ensku úrvalsdeildinni 30.000 pund, eða 50% meira en Chelsea-menn mega eyða. For context, a usual Premier League away game with a flight, security, food, hotels etc would be about £30k. Going abroad, don t see how they can do anything other than either commercial flights or drive their bus & significant drop in standard of hotel. Will make a big impact. https://t.co/23bSQuMA40— Hugo Scheckter (@HugoScheckter) March 10, 2022 „Ég veit ekki hvernig þeir eiga þá að hafa efni á að fara út fyrir landsteinana öðruvísi en með áætlunarflugi eða með liðsrútunni, og með því að velja sér umtalsvert ódýrara hótel,“ sagði Scheckter og bætti við að 30.000 punda upphæðin væri varlega áætluð. Komist Chelsea áfram í Meistaradeildinni gæti flóknara ferðalag en til Frakklands beðið liðsins. Daily Mirror segir að á meðan að fátt bendi til þess að Chelsea muni ferðast í leiki í rútu eða gista á ódýrum hótelum geti það þó í versta falli gerst. Blaðið bendir hins vegar á að fræðilega séð ættu leikmenn að geta greitt ferða- og gistikostnað, og fyrir mat og öryggisgæslu. „Á meðan að við höfum nógu margar treyjur og rútu til að koma okkur í leiki þá munum við mæta og við munum keppa af hörku,“ sagði Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, eftir 3-1 sigurinn gegn Norwich á útivelli í gær.
Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea vann öruggan sigur gegn botnliðinu Leikmennn Chelsea létu fréttir af eiganda félagsins ekki hafa áhrif á sig er liðið heimsótti botnlið Norwich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Chelsea tók forystuna snemma leiks og vann að lokum öruggan 3-1 sigur. 10. mars 2022 21:29 Dagný skoraði eina mark West Ham í stóru tapi Dagný Brynjarsdóttir skoraði eina mark West Ham í 4-1 tapi liðsins gegn Chelsea í Lundúnaslag ensku Ofurdeildarinnar í fótbolta í kvöld. 10. mars 2022 21:59 Stærsti styrktaraðili Chelsea hættir stuðningi við félagið Stærsti styrktaraðili enska knattspyrnufélagsins Chelsea, farsímafyrirtækið Three, hefur hætt stuðningi sínum við félagið, að minnsta kosti tímabundið. 10. mars 2022 18:31 Hvetur United til að nýta sér upplausnina hjá Chelsea og krækja í Tuchel Jamie Carragher segir að forráðamenn Manchester United eigi að nýta sér ástandið í herbúðum Chelsea og fá knattspyrnustjóra liðsins, Thomas Tuchel. 10. mars 2022 16:01 Eignir Abramovichs frystar og salan á Chelsea í uppnámi Ríkisstjórn Bretlands hefur fryst eignir Romans Abramovich, eiganda Chelsea, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Abramovich ku hafa sterk tengsl við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en hefur sjálfur hafnað því. 10. mars 2022 09:42 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Chelsea vann öruggan sigur gegn botnliðinu Leikmennn Chelsea létu fréttir af eiganda félagsins ekki hafa áhrif á sig er liðið heimsótti botnlið Norwich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Chelsea tók forystuna snemma leiks og vann að lokum öruggan 3-1 sigur. 10. mars 2022 21:29
Dagný skoraði eina mark West Ham í stóru tapi Dagný Brynjarsdóttir skoraði eina mark West Ham í 4-1 tapi liðsins gegn Chelsea í Lundúnaslag ensku Ofurdeildarinnar í fótbolta í kvöld. 10. mars 2022 21:59
Stærsti styrktaraðili Chelsea hættir stuðningi við félagið Stærsti styrktaraðili enska knattspyrnufélagsins Chelsea, farsímafyrirtækið Three, hefur hætt stuðningi sínum við félagið, að minnsta kosti tímabundið. 10. mars 2022 18:31
Hvetur United til að nýta sér upplausnina hjá Chelsea og krækja í Tuchel Jamie Carragher segir að forráðamenn Manchester United eigi að nýta sér ástandið í herbúðum Chelsea og fá knattspyrnustjóra liðsins, Thomas Tuchel. 10. mars 2022 16:01
Eignir Abramovichs frystar og salan á Chelsea í uppnámi Ríkisstjórn Bretlands hefur fryst eignir Romans Abramovich, eiganda Chelsea, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Abramovich ku hafa sterk tengsl við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en hefur sjálfur hafnað því. 10. mars 2022 09:42