Útilokar ekki að slitið verði á tengslin við vinaborgina Moskvu Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2022 10:44 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur og húsnæði skrifstofu borgarstjóra Moskvu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ekkert útilokað í þeim efnum hvort slitið verði á tengsl Reykjavíkurborgar og vinaborgarinnar Moskvu. Í Danmörku bárust fréttir af því í gær að bæði Árósir og Álaborg hafi slitið á tengslin við rússneskar vinaborgir sínar vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Dagur segir í samtali við Vísi að samband Reykjavíkurborgar við Moskvu hafi raunar legið niðri árum saman. „Ég hef þegar sent Moskvu mótmæli borgarstjórnar, ályktun sem samþykkt var á síðasta fundi. Við fylgjumst vel með ákvörðunum annarra borga í þessum efnum í ljósi innrásarstriðsins í Úkraínu. Bæði á Norðurlöndum, Eystrarsaltslöndum og Póllandi, svo dæmi séu nefnd,“ segir Dagur. Athygli vakti í ágúst 2013 þegar borgarráð samþykkti tillögu Jóns Gnarr, þáverandi borgarstjóra, um endurskoðun á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu. Var tilefnið sú þróun sem hafði átt sér stað í málefnum hinsegin fólks í Rússlandi. Dagur segist eiga fund með borgarstjórum höfuðborga Norðurlanda í næstu viku þar sem stríðið í Úkraínu verði eitt aðalumræðuefnið. Fimm systraborgir Reykjavíkur Í minnisblaði sem unnið var í aðdraganda endurskoðunar á stefnu Reykjavíkurborgar í erlendum samskiptum kemur fram að formlegar vinaborgir Reykjavíkur, eða systra- og samstarfsborgir, séu fimm talsins – Winnipeg í Kanada (1971), Seattle í Bandaríkjunum (1986), Vilníus í Litháen (2006), Moskva í Rússlandi (2007) og Wroclaw í Póllandi (2017). Auk þess þeirra hafi Reykjavík átt í endurteknum samskiptum við fjölda annarra borga á ýmsum sviðum, meðal annars Kingston-Upon-Hull, Philadelphia, Berlín, Bercelona, Peking og Seúl. Akureyri og Múrmansk Auk Reykjavíkurborgar er Akureyrarbær einnig með rússneska borg í hópi vinaborga sinna, en Múrmansk er ein vinaborga sveitarfélagsins. Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir í samtali við fréttastofu að mögulegar breytingar á vinaborgatengslum Akureyrar og Múrmansk hafi ekki verið ræddar í bæjarstjórn Akureyrar, en telur þó ekki útilokað að það verði gert. Ráðhús Reykjavíkur við Reykjavíkurtjörn.Vísir/Vilhelm Danskar borgir slíta á vinatengslin Danska ríkisútvarpið sagði frá því í gær að Árósir hafi ákveðið að slíta vinaborgasambandi borgarinnar og Pétursborgar í Rússlandi. Sömuleiðis hafi Álaborg hafi ákveðið að slíta vinaborgasambandi sínu og Pushkin, suður af Pétursborg. Í fréttinni segir að hlé hafi verið gert á vinaborgasambandi borganna fyrir einhverjum árum vegna stöðu hinegin fólks í Rússlandi, en að nú hafi dönsku borgirnar ákveðið að slíta á tengslin endanlega. Borgarstjórn Árósa ákvað ennfremur að hefja viðræður við einhverja úkraínska borg um vinaborgasamstarf. Kænugarðsstræti eða -torg í Reykjavík Borgir víða í Evrópu hafa brugðist við innrás Rússa í Úkraínu með ýmsum hætti, meðal annars með því breyta nafni gatna þar sem rússneskt sendiráð er að finna, á þann veg að kenna þær við Úkraínu. Í Reykjavík samþykkti skipulags- og samgönguráð einróma á fundi sínum á miðvikudag að fela nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Samþykktin kom í kjölfar tillögu Sjálfstæðismanna um að breyta nafni Garðastrætis í Kænugarðsstræti, þar sem rússneska sendiherrabústaðinn er að finna, eða finna annan viðeigandi stað eftir atvikum. Reykjavík Borgarstjórn Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Gata eða torg í Reykjavík verði kennd við Úkraínu eða Kænugarð Skipulags- og samgönguráð hefur falið nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs. 9. mars 2022 16:39 Þakklát fyrir tillögu um Kænugarðsstræti Kona af úkraínskum ættum sem býr í Garðastræti í Reykjavík er snortin yfir þeirri hugmynd oddvita Sjálfstæðisflokksins að breyta nafni götunnar í Kænugarðsstræti. Það fæli í sér mikilvæga stuðningsyfirlýsingu við þjóð hennar. 2. mars 2022 20:01 Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Dagur segir í samtali við Vísi að samband Reykjavíkurborgar við Moskvu hafi raunar legið niðri árum saman. „Ég hef þegar sent Moskvu mótmæli borgarstjórnar, ályktun sem samþykkt var á síðasta fundi. Við fylgjumst vel með ákvörðunum annarra borga í þessum efnum í ljósi innrásarstriðsins í Úkraínu. Bæði á Norðurlöndum, Eystrarsaltslöndum og Póllandi, svo dæmi séu nefnd,“ segir Dagur. Athygli vakti í ágúst 2013 þegar borgarráð samþykkti tillögu Jóns Gnarr, þáverandi borgarstjóra, um endurskoðun á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu. Var tilefnið sú þróun sem hafði átt sér stað í málefnum hinsegin fólks í Rússlandi. Dagur segist eiga fund með borgarstjórum höfuðborga Norðurlanda í næstu viku þar sem stríðið í Úkraínu verði eitt aðalumræðuefnið. Fimm systraborgir Reykjavíkur Í minnisblaði sem unnið var í aðdraganda endurskoðunar á stefnu Reykjavíkurborgar í erlendum samskiptum kemur fram að formlegar vinaborgir Reykjavíkur, eða systra- og samstarfsborgir, séu fimm talsins – Winnipeg í Kanada (1971), Seattle í Bandaríkjunum (1986), Vilníus í Litháen (2006), Moskva í Rússlandi (2007) og Wroclaw í Póllandi (2017). Auk þess þeirra hafi Reykjavík átt í endurteknum samskiptum við fjölda annarra borga á ýmsum sviðum, meðal annars Kingston-Upon-Hull, Philadelphia, Berlín, Bercelona, Peking og Seúl. Akureyri og Múrmansk Auk Reykjavíkurborgar er Akureyrarbær einnig með rússneska borg í hópi vinaborga sinna, en Múrmansk er ein vinaborga sveitarfélagsins. Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir í samtali við fréttastofu að mögulegar breytingar á vinaborgatengslum Akureyrar og Múrmansk hafi ekki verið ræddar í bæjarstjórn Akureyrar, en telur þó ekki útilokað að það verði gert. Ráðhús Reykjavíkur við Reykjavíkurtjörn.Vísir/Vilhelm Danskar borgir slíta á vinatengslin Danska ríkisútvarpið sagði frá því í gær að Árósir hafi ákveðið að slíta vinaborgasambandi borgarinnar og Pétursborgar í Rússlandi. Sömuleiðis hafi Álaborg hafi ákveðið að slíta vinaborgasambandi sínu og Pushkin, suður af Pétursborg. Í fréttinni segir að hlé hafi verið gert á vinaborgasambandi borganna fyrir einhverjum árum vegna stöðu hinegin fólks í Rússlandi, en að nú hafi dönsku borgirnar ákveðið að slíta á tengslin endanlega. Borgarstjórn Árósa ákvað ennfremur að hefja viðræður við einhverja úkraínska borg um vinaborgasamstarf. Kænugarðsstræti eða -torg í Reykjavík Borgir víða í Evrópu hafa brugðist við innrás Rússa í Úkraínu með ýmsum hætti, meðal annars með því breyta nafni gatna þar sem rússneskt sendiráð er að finna, á þann veg að kenna þær við Úkraínu. Í Reykjavík samþykkti skipulags- og samgönguráð einróma á fundi sínum á miðvikudag að fela nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Samþykktin kom í kjölfar tillögu Sjálfstæðismanna um að breyta nafni Garðastrætis í Kænugarðsstræti, þar sem rússneska sendiherrabústaðinn er að finna, eða finna annan viðeigandi stað eftir atvikum.
Fimm systraborgir Reykjavíkur Í minnisblaði sem unnið var í aðdraganda endurskoðunar á stefnu Reykjavíkurborgar í erlendum samskiptum kemur fram að formlegar vinaborgir Reykjavíkur, eða systra- og samstarfsborgir, séu fimm talsins – Winnipeg í Kanada (1971), Seattle í Bandaríkjunum (1986), Vilníus í Litháen (2006), Moskva í Rússlandi (2007) og Wroclaw í Póllandi (2017). Auk þess þeirra hafi Reykjavík átt í endurteknum samskiptum við fjölda annarra borga á ýmsum sviðum, meðal annars Kingston-Upon-Hull, Philadelphia, Berlín, Bercelona, Peking og Seúl.
Reykjavík Borgarstjórn Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Gata eða torg í Reykjavík verði kennd við Úkraínu eða Kænugarð Skipulags- og samgönguráð hefur falið nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs. 9. mars 2022 16:39 Þakklát fyrir tillögu um Kænugarðsstræti Kona af úkraínskum ættum sem býr í Garðastræti í Reykjavík er snortin yfir þeirri hugmynd oddvita Sjálfstæðisflokksins að breyta nafni götunnar í Kænugarðsstræti. Það fæli í sér mikilvæga stuðningsyfirlýsingu við þjóð hennar. 2. mars 2022 20:01 Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Gata eða torg í Reykjavík verði kennd við Úkraínu eða Kænugarð Skipulags- og samgönguráð hefur falið nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs. 9. mars 2022 16:39
Þakklát fyrir tillögu um Kænugarðsstræti Kona af úkraínskum ættum sem býr í Garðastræti í Reykjavík er snortin yfir þeirri hugmynd oddvita Sjálfstæðisflokksins að breyta nafni götunnar í Kænugarðsstræti. Það fæli í sér mikilvæga stuðningsyfirlýsingu við þjóð hennar. 2. mars 2022 20:01
Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39