Snorri Ásmundsson: „Orðið „gaman“ er svo upplífgandi, sérstaklega á okkar tímum“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. mars 2022 15:30 Listamanninum Snorra Ásmundssyni finnst meðal annars gaman að mála og dansa og lifa. Aðsend Listamaðurinn Snorri Ásmundsson opnar sýninguna GAMAN Í Portfolio Gallerí, Hverfisgötu 71, á morgun, laugardaginn 12. mars. Opnunin stendur frá klukkan 16:00-18:00 og eru öll velkomin. Blaðamaður hafði samband við Snorra og fékk nánari innsýn í hans listræna heim. Félagsleg bannorð „Innblásturinn af sýningunni er eiginlega hinn síendurtekni óður minn til lífsins,“ segir Snorri en hugmyndavinnan hefur verið lengi í bígerð. „Ég fór á stað með hugmyndina að þróa málverkið meira en ég er vel traumaður af ástandinu á jörðinni núna og átti erfitt með einbeitingu. Ég er líka með nokkur eldri verk á sýningunni sem ég hef reyndar aldrei sýnt í raunheimi áður.“ View this post on Instagram A post shared by A (@snorriasmundsson) Snorri er fæddur árið 1966 og hefur oft í gegnum tíðina reynt að hafa áhrif á samfélagið með opinberum viðburðum og viðamiklum sýningum. Það gerir hann meðal annars með því að vinna með félagsleg bannorð eins og stjórnmál og trúarbrögð. Skilaboð að handan Verkið umrædda í sýningarskránni með texta Godds.Listaverk: Snorri Ásmundsson/Aðsend Fjallað er um eitt verk af sýningunni í sýningarskrá í texta sem skrifaður af Goddi. „Þar segi ég frá merkilegri draugasögu þar sem ég fékk skilaboð og bón að handan. Goddi þótti frásögn mín svo merkileg að hann hafði hana í textanum.“ Hægt er að lesa texta Godds hér. Takmörk og ögrun gilda Í gegnum tíðina hefur Snorri fylgst með viðbrögðum samfélagsins, það er viðbrögð fólks þegar viðteknum gildum er snúið á hvolf. Til dæmis þegar vanmáttugur einstaklingur tekur vald í sínar hendur sem venjulega er úthlutað með fyrirfram ákveðnum reglum. Með listsköpun sinni er Snorri fyrst og fremst að ögra félagsfræðilegum og trúarlegum gildum. Hann leitar eftir skörpum viðbrögðum og skoðar takmörk samferðamanna sinna jafnt sem hans eigin. Verk eftir Snorra Ásmundsson sem verður á sýningunni GAMAN.Listaverk: Snorri Ásmundsson/Aðsend Kattaframboð á Akureyri „Ég kom hingað til Íslands úr skóginum úr Svíþjóð þar sem ég hafði dvalið á annað ár til að vinna að tveimur einkasýningum hér á landi. Önnur hér í gallerí Portfólíó og hin í listasafni Reykjanesbæjar. Fyrri sýningunni var frestað um mánuð út af Covid og hinni um eitt og hálft ár vegna umfangsins, enda var um að ræða gjörninga arkíf mitt eins og það leggur sig.“ Því ákvað Snorri að vera á Íslandi fram að sýningunni og hefur ýmislegt á daga hans drifið. „Sýning mín í París sem átti að opna í vor frestaðist líka fram á haustið svo ég ákvað að fara til Kaliforníu í nokkra mánuði,“ segir Snorri sem fer í apríl mánuði vestur um haf, í miðjum kosningaslag hjá sér. „Ég er að stýra kattarframboði á Akureyri þar sem við ætlum að koma köttum í bæjarstjórn, enda veitir ekki af því. Kattahatur er mikið á Akureyri og ég elska ketti og lít á mig sem verndari katta enda fæ ég oft verkefni að passa ketti í lengri eða skemmri tíma. “ View this post on Instagram A post shared by A (@snorriasmundsson) Borgarstjóra og forseta framboð Snorri hefur verið starfandi sem myndlistarmaður í tæp þrjátíu ár en á þeim tíma hefur hann staðið fyrir ýmsum samfélags gjörningum sem hafa gjarnan vakið mikla athygli. Þar má nefna borgarstjóra framboð og forseta framboð. Einnig hefur Snorri boðið landslýð aflátsbréf til sölu gegn fyrirgefningu syndanna. Hann hefur látið til sín taka sem gagnrýnandi á samfélagslegt ástand og notar til þess ýmsa listmiðla og má sem dæmi nefna málverk og teikningu, skúlptúr og innsetningar auk þess að hafa tekið kvikmyndalistina í sína þjónustu til að koma hugmyndum sínum á framfæri. View this post on Instagram A post shared by Portfolio Gallerí (@portfoliogalleri) Aðspurður um titil sýningarinnar, Gaman, segir Snorri að gaman sé einfaldlega uppáhalds orðið sitt og því hafi það orðið fyrir valinu. „Af því það er alltaf gaman hjá mér og orðið gaman er svo upplífgandi, sérstaklega á okkar tímum. Mér finnst gaman að mála og að dansa og að lifa.“ View this post on Instagram A post shared by A (@snorriasmundsson) Sýningin stendur í 2 vikur og lýkur 26. mars. Myndlist Menning Tengdar fréttir Táknmyndin fagra í gulu regnkápunni Baráttukonan unga Greta Thunsberg er ekki allra en höfðar svo sterkt til Snorra Ásmundssonar að hann málaði af henni tvö portrett. 2. október 2019 11:00 Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Félagsleg bannorð „Innblásturinn af sýningunni er eiginlega hinn síendurtekni óður minn til lífsins,“ segir Snorri en hugmyndavinnan hefur verið lengi í bígerð. „Ég fór á stað með hugmyndina að þróa málverkið meira en ég er vel traumaður af ástandinu á jörðinni núna og átti erfitt með einbeitingu. Ég er líka með nokkur eldri verk á sýningunni sem ég hef reyndar aldrei sýnt í raunheimi áður.“ View this post on Instagram A post shared by A (@snorriasmundsson) Snorri er fæddur árið 1966 og hefur oft í gegnum tíðina reynt að hafa áhrif á samfélagið með opinberum viðburðum og viðamiklum sýningum. Það gerir hann meðal annars með því að vinna með félagsleg bannorð eins og stjórnmál og trúarbrögð. Skilaboð að handan Verkið umrædda í sýningarskránni með texta Godds.Listaverk: Snorri Ásmundsson/Aðsend Fjallað er um eitt verk af sýningunni í sýningarskrá í texta sem skrifaður af Goddi. „Þar segi ég frá merkilegri draugasögu þar sem ég fékk skilaboð og bón að handan. Goddi þótti frásögn mín svo merkileg að hann hafði hana í textanum.“ Hægt er að lesa texta Godds hér. Takmörk og ögrun gilda Í gegnum tíðina hefur Snorri fylgst með viðbrögðum samfélagsins, það er viðbrögð fólks þegar viðteknum gildum er snúið á hvolf. Til dæmis þegar vanmáttugur einstaklingur tekur vald í sínar hendur sem venjulega er úthlutað með fyrirfram ákveðnum reglum. Með listsköpun sinni er Snorri fyrst og fremst að ögra félagsfræðilegum og trúarlegum gildum. Hann leitar eftir skörpum viðbrögðum og skoðar takmörk samferðamanna sinna jafnt sem hans eigin. Verk eftir Snorra Ásmundsson sem verður á sýningunni GAMAN.Listaverk: Snorri Ásmundsson/Aðsend Kattaframboð á Akureyri „Ég kom hingað til Íslands úr skóginum úr Svíþjóð þar sem ég hafði dvalið á annað ár til að vinna að tveimur einkasýningum hér á landi. Önnur hér í gallerí Portfólíó og hin í listasafni Reykjanesbæjar. Fyrri sýningunni var frestað um mánuð út af Covid og hinni um eitt og hálft ár vegna umfangsins, enda var um að ræða gjörninga arkíf mitt eins og það leggur sig.“ Því ákvað Snorri að vera á Íslandi fram að sýningunni og hefur ýmislegt á daga hans drifið. „Sýning mín í París sem átti að opna í vor frestaðist líka fram á haustið svo ég ákvað að fara til Kaliforníu í nokkra mánuði,“ segir Snorri sem fer í apríl mánuði vestur um haf, í miðjum kosningaslag hjá sér. „Ég er að stýra kattarframboði á Akureyri þar sem við ætlum að koma köttum í bæjarstjórn, enda veitir ekki af því. Kattahatur er mikið á Akureyri og ég elska ketti og lít á mig sem verndari katta enda fæ ég oft verkefni að passa ketti í lengri eða skemmri tíma. “ View this post on Instagram A post shared by A (@snorriasmundsson) Borgarstjóra og forseta framboð Snorri hefur verið starfandi sem myndlistarmaður í tæp þrjátíu ár en á þeim tíma hefur hann staðið fyrir ýmsum samfélags gjörningum sem hafa gjarnan vakið mikla athygli. Þar má nefna borgarstjóra framboð og forseta framboð. Einnig hefur Snorri boðið landslýð aflátsbréf til sölu gegn fyrirgefningu syndanna. Hann hefur látið til sín taka sem gagnrýnandi á samfélagslegt ástand og notar til þess ýmsa listmiðla og má sem dæmi nefna málverk og teikningu, skúlptúr og innsetningar auk þess að hafa tekið kvikmyndalistina í sína þjónustu til að koma hugmyndum sínum á framfæri. View this post on Instagram A post shared by Portfolio Gallerí (@portfoliogalleri) Aðspurður um titil sýningarinnar, Gaman, segir Snorri að gaman sé einfaldlega uppáhalds orðið sitt og því hafi það orðið fyrir valinu. „Af því það er alltaf gaman hjá mér og orðið gaman er svo upplífgandi, sérstaklega á okkar tímum. Mér finnst gaman að mála og að dansa og að lifa.“ View this post on Instagram A post shared by A (@snorriasmundsson) Sýningin stendur í 2 vikur og lýkur 26. mars.
Myndlist Menning Tengdar fréttir Táknmyndin fagra í gulu regnkápunni Baráttukonan unga Greta Thunsberg er ekki allra en höfðar svo sterkt til Snorra Ásmundssonar að hann málaði af henni tvö portrett. 2. október 2019 11:00 Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Táknmyndin fagra í gulu regnkápunni Baráttukonan unga Greta Thunsberg er ekki allra en höfðar svo sterkt til Snorra Ásmundssonar að hann málaði af henni tvö portrett. 2. október 2019 11:00