Topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar, AC Milan, lét eitt mark duga þegar liðið fékk Empoli í heimsókn í síðasta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Það var skorað af franska varnarmanninum Pierre Kalulu strax á nítjándu mínútu og dugði AC Milan til sigurs í leiknum.
Með sigrinum jók AC Milan forystu sína á toppi deildarinnar upp í fimm stig en nágrannar þeirra í Inter Milan eru í öðru sæti og eiga tvo leiki til góða.