Gjörningar út úr þokunni á Listasafni Reykjavíkur Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. mars 2022 20:01 Fimleikamenn leika listir sínar með Gjörningaklúbbnum Vitni á opnunarhátíð Gjörningaþoku á Listasafni Reykjavíkur. Ljósmyndari: Owen Fiene/Aðsend Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir gjörningalistahátíð um helgina þar sem Hafnarhúsið er undirlagt af gjörningum, uppákomum og umræðum um listformið á Gjörningaþoku. Blaðamaður ræddi við Kristínu Dagmar Jóhannesdóttur verkefnastjóra Hafnarhússins. Gjörningalistin færist frá jaðrinum „Á síðustu árum hefur mikið farið fyrir gjörningum, bæði hérlendis sem og í hinum alþjóðlega listheimi og má segja að listformið hafi fært sig frá því að vera listmiðill sem standi á jaðrinum yfir í miðju hins viðurkennda listkerfis samtímans. Gjörningalist er hugtak sem notað er um fjölbreytt listform sem á sér langa og merka sögu,“ segir Kristín og bætir við að það sé gjarnan sagt að fólk hræðist gjörningalist, bæði í gamni og alvöru. Það komi þó kannski ekki á óvart því að listamenn tóku upp formið einmitt til að leggja fram eitthvað sem myndi hrista upp í áhorfandanum. Úr sýningunni Klemmdur eftir Örn Alexander á Gjörningaþoku.Ljósmyndari: Owen Fiene/Aðsend Sögu gjörningalistarinnar má rekja til þess að á tuttugustu öldinni fór að bera á því að myndlistarmenn nýttu sér lifandi athafnir sem túlkunarmiðil með það að markmiði að brjóta upp alvarleika listarinnar. Listamenn fögnuðu fáránleikanum og nýttu sér vinsældir kabarettsins í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar með opnum viðburðakvöldum sem einkenndust af óvissu. Fjölbreytt dagskrá Það er nóg um að vera á hátíðinni um helgina og ættu sýningargestir að geta upplifað heilmikið sem og fengið tækifæri til að kynnast nýjum listamönnum. „Á Gjörningaþoku fá gestir að kynnast gjörningalistinni í sinni fjölbreyttustu mynd. Dagskráin samtvinnar flutning gjörninga eftir unga listamenn sem eru að prófa sig áfram með formið og listamenn sem hafa mótað sinn sérstaka stíl, aðferðir og viðfangsefni yfir síðustu áratugi,“ segir Kristín. The Post Performance Blues Band á opnunarhátíð Gjörningaþoku.Ljósmyndari: Owen Fiene/Aðsend Mikil gleði að geta haldið takmarkalausa hátíð „Undirbúningur hófst árið 2020 en vegna ástandsins síðustu tvö árin hefur Gjörningaþokunni verið frestað fjórum sinnum og því mikil ánægja hjá safninu og listamönnum hátíðarinnar að geta boðið gestum á hátíðina án allra takmarkana,“ segir Kristín og bætir við að viðbrögð við hátíðinni hafi verið mjög góð. „Opnunarkvöldið gekk vonum framar og við sjáum að fólk er tilbúið til að njóta listarinnar í tíma og rými en gjörningar eru mjög gjarnan einmitt lifandi athöfn sem á sér stað fyrir framan áhorfendur, eða jafnvel í samvinnu við áhorfendur.“ View this post on Instagram A post shared by LISTASAFN REYKJAVI KUR (@reykjavikartmuseum) Þrátt fyrir að undirbúnings ferli fyrir sýningu hafi orðið lengra en ætlað var gátu allir unnið saman af yfirvegun. „Allir listamennirnir hafa verið mjög sveigjanlegir að vinna með þetta „ástand“ í undirbúningi og þeim breytingum sem hafa þurft að eiga sér stað. Ég þori að segja að enginn verði svikinn af þessari gjörningaveislu sem hér á sér stað,“ segir Kristín að lokum. Hátíðin stendur til 13. mars og nánari upplýsingar um dagskrá má finna hér. Myndlist Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Gjörningalistin færist frá jaðrinum „Á síðustu árum hefur mikið farið fyrir gjörningum, bæði hérlendis sem og í hinum alþjóðlega listheimi og má segja að listformið hafi fært sig frá því að vera listmiðill sem standi á jaðrinum yfir í miðju hins viðurkennda listkerfis samtímans. Gjörningalist er hugtak sem notað er um fjölbreytt listform sem á sér langa og merka sögu,“ segir Kristín og bætir við að það sé gjarnan sagt að fólk hræðist gjörningalist, bæði í gamni og alvöru. Það komi þó kannski ekki á óvart því að listamenn tóku upp formið einmitt til að leggja fram eitthvað sem myndi hrista upp í áhorfandanum. Úr sýningunni Klemmdur eftir Örn Alexander á Gjörningaþoku.Ljósmyndari: Owen Fiene/Aðsend Sögu gjörningalistarinnar má rekja til þess að á tuttugustu öldinni fór að bera á því að myndlistarmenn nýttu sér lifandi athafnir sem túlkunarmiðil með það að markmiði að brjóta upp alvarleika listarinnar. Listamenn fögnuðu fáránleikanum og nýttu sér vinsældir kabarettsins í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar með opnum viðburðakvöldum sem einkenndust af óvissu. Fjölbreytt dagskrá Það er nóg um að vera á hátíðinni um helgina og ættu sýningargestir að geta upplifað heilmikið sem og fengið tækifæri til að kynnast nýjum listamönnum. „Á Gjörningaþoku fá gestir að kynnast gjörningalistinni í sinni fjölbreyttustu mynd. Dagskráin samtvinnar flutning gjörninga eftir unga listamenn sem eru að prófa sig áfram með formið og listamenn sem hafa mótað sinn sérstaka stíl, aðferðir og viðfangsefni yfir síðustu áratugi,“ segir Kristín. The Post Performance Blues Band á opnunarhátíð Gjörningaþoku.Ljósmyndari: Owen Fiene/Aðsend Mikil gleði að geta haldið takmarkalausa hátíð „Undirbúningur hófst árið 2020 en vegna ástandsins síðustu tvö árin hefur Gjörningaþokunni verið frestað fjórum sinnum og því mikil ánægja hjá safninu og listamönnum hátíðarinnar að geta boðið gestum á hátíðina án allra takmarkana,“ segir Kristín og bætir við að viðbrögð við hátíðinni hafi verið mjög góð. „Opnunarkvöldið gekk vonum framar og við sjáum að fólk er tilbúið til að njóta listarinnar í tíma og rými en gjörningar eru mjög gjarnan einmitt lifandi athöfn sem á sér stað fyrir framan áhorfendur, eða jafnvel í samvinnu við áhorfendur.“ View this post on Instagram A post shared by LISTASAFN REYKJAVI KUR (@reykjavikartmuseum) Þrátt fyrir að undirbúnings ferli fyrir sýningu hafi orðið lengra en ætlað var gátu allir unnið saman af yfirvegun. „Allir listamennirnir hafa verið mjög sveigjanlegir að vinna með þetta „ástand“ í undirbúningi og þeim breytingum sem hafa þurft að eiga sér stað. Ég þori að segja að enginn verði svikinn af þessari gjörningaveislu sem hér á sér stað,“ segir Kristín að lokum. Hátíðin stendur til 13. mars og nánari upplýsingar um dagskrá má finna hér.
Myndlist Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira