Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Edda Andrésdóttir les fréttir í kvöld.
Edda Andrésdóttir les fréttir í kvöld.

Á fjórða tug létust í árás Rússa á herstöð við landamæri Úkraínu og Póllands. Rússar fikra sig hægt og rólega nær Kænugarði. Páfinn bað Rússa í dag um að hætta árásum sínum, í nafni Guðs. 

Við segjum frá helstu vendingum stríðsins í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Þá verðum við í beinni útsendingi frá listauppboði til styrktar Úkraínumönnum í Bíó Paradís, sem staðið hefur yfir í allan dag. 

Engin úrræði eru til staðar fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum og segja fyrrverandi meðlimir að mikil þörf sé á slíku til að vinna úr ofbeldinu. Þingmaður segir skorta eftirlit með starfsemi trúarhreyfinga og tími sé kominn til að afnema sóknargjöld ríkisins. Við höldum áfram umfjöllun fréttastofu um trúarofbeldi í fréttatímanum. 

Við ræðum einnig við Siggu, Betu og Elínu Eyþórsdætur sem unnu afgerandi sigur í Söngvakeppni sjónvarpsins í gær. Þær segjast steinhissa enda bjuggust þær við sigri Reykjavíkurdætra, eins og margir aðrir. 

Við kíkjum einnig í húsdýragarðinn, þar sem kindur garðsins voru rúnar í dag, og heimsækjum 102 ára ljóðskáld á Eyrarbakka sem fer enn með kvæði eins og ekkert sé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×